Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vilja útmáðar upplýsingar Íslandsbankaskýrslunnar opinberaðar

Þing­menn Pírata ætla að óska rök­stuðn­ings fyr­ir yf­ir­strik­un­um í sátt Ís­lands­banka og fjár­mála­eft­ir­lits Seðla­banka Ís­lands á nöfn­um þeirra sem upp­fylltu ekki skil­yrði til þess að kaupa hlut í Ís­lands­banka við sölu rík­is­ins á hlut í bank­an­um. Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir verð­ur sann­færð­ari með hverju skrefi í mál­inu að skip­un rann­sókn­ar­nefnd­ar sé nauð­syn­leg.

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segir Pírata ætla að sækjast eftir því að kaupendur sem ekki uppfylltu skilyrði útboðs á hlut ríkisins í Íslandsbanka en fengu samt að kaupa hlut í bankanum verði nafngreindir. 

Á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær þar sem gestir fundarins voru annars vegar frá fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands og hins vegar Bankasýslu ríkisins, spurði Arndís Anna hvort rök hafi verið fyrir yfirstrikunum í kafla um sáttina sem Íslandsbandi gerði við fjármálaeftirlitið. Íslandsbanki mun greiða 1,2 milljarða króna sekt í ríkissjóð vegna sáttarinnar. Er það sögulega há sekt, sú hæsta síðan Arion Banki greiddi sekt upp á 80 milljónir árið 2020. 

Björk Sigurgísladóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands, sagði það varfærið að strika út upplýsingar í sáttinni en lagagrundvöllur sé að baki þeim öllum. Gunnar Þór Pétursson, nefndarmaður í fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands, sagði að það væri í höndum úrskurðarnefndar upplýsingamála að meta hvort yfirstrikanirnar ættu rétt á sér eða ekki. 

„Mér fannst koma fram á þessum fundi að þau hafi þarna verið að fara sérstaklega varlega og það sé ekki loku fyrir það skotið að þessar upplýsingar verði gerðar opinberar. Já, við munum sækjast eftir því,“ sagði Arndís Anna í samtali við Ragnhildi Þrastardóttur, blaðamann Heimildarinnar, að fundi loknum í gær, aðspurð hvort Píratar ætli að leitast eftir því að upplýsingarnar verði birtar. 

„Við munum byrja á því að óska eftir því og óska eftir rökstuðningi fyrir því að þeim sé haldið leyndum. Svo eru þarna ákveðnir ferlar sem eru í boði til þess,“ sagði Arndís Anna. Birting yfirstrikananna er mikilvæg að hennar mati til að svara ýmsum spurningum. „Það eru auðvitað svo margar spurningar uppi í þessu máli um hagsmunaárekstra, til dæmis, og ýmislegt. Það er mikil tortryggni í garð þessarar sölu og það er alls ekki að ástæðulausu. Við teljum mjög mikilvægt að allar upplýsingar liggi upp á borðum til þess að við getum áttað okkur á hvað gerðist þarna.“

Málinu ekki lokið með afsögn bankastjóra

Afsögn Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, í gær var viðbúin að mati Arndísar Önnu og segir hún afsögnina hafa komið fáum á óvart. „En auðvitað, það er enginn endir á þessu máli. Það er ekki þarna sem málið endar, augljóslega. Það er heilmikið af spurningum sem standa eftir í þessu máli.“

Næsta skref, að mati Arndísar Önnu, er að skipa rannsóknarnefnd um söluna á Íslandsbanka. Sú krafa hefur verið uppi af hálfu stjórnarandstöðunnar allt frá því að salan á 22,5 prósent hlut í bankanum fór fram í mars í fyrra. 

„Rannsóknarnefnd, ekki spurning. Og í rauninni verð ég bara sannfærðari um það með hverju skrefi,“ segir Arndís Anna. 

Í könnun sem Gallup birti seint í apríl í fyrra kom fram að 73,6 pró­­­­sent lands­­­­manna taldi að það ætti að skipa rann­­­­sókn­­­­ar­­­­nefnd en 26,4 pró­­­­sent taldi nægj­an­­­­legt að Rík­­­­is­end­­­­ur­­­­skoðun gerði úttekt á söl­unni. Kjós­­­­endur Sjálf­­­­stæð­is­­­­flokks­ins skáru sig úr þegar kom að þessu, en 74 pró­­­­sent þeirra voru á því að úttekt Rík­­­­is­end­­­­ur­­­­skoð­unar nægði til. Tæp­­­­lega þriðj­ungur kjós­­­­enda hinna stjórn­­­­­­­ar­­­­flokk­anna var á þeirri skoðun en um tveir þriðju á því að skipa þyrfti rann­­­­sókn­­­­ar­­­­nefnd. Ekki þarf að koma á óvart að kjós­­­­endur stjórn­­­­­­­ar­and­­­­stöð­u­­­­flokka voru nær allir á því að rann­­­­sókn­­­­ar­­­­nefnd sé nauð­­­­syn­­­­leg.

Kjósa
28
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Undirgefni Landans gagvart eigin pinturum er óendanleg.
    0
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Listinn yfir kaupendur var birtur á sínum tíma. Með því að bera hann saman við sáttina við Fjármálaeftirlitið má sjá yfir hverjir hafa verið strikaðir út.

    https://www.mbl.is/media/70/11670.pdf
    1
  • KHB
    Kristrún Helga Björnsdóttir skrifaði
    Mér finnst skipta máli að fram komi hvaða starfsmenn bankans, og aðrir sem að sölunni komu, hafa orðið uppvísir að því fylgja ekki lögum, þau send í leyfi á meðan sakamálarannsókn fari fram og þá fyrst er hægt að tala um að byggja upp traust. Að sjálfsögðu á það að eiga við um alla þá sem einhverja ábyrgð bera á þessu klúðri!
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
1
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Alma og Willum ræða stöðu bráðamóttökunnar
6
Pressa#30

Alma og Will­um ræða stöðu bráða­mót­tök­unn­ar

Alma D. Möller land­lækn­ir og Will­um Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herra voru gest­ir Pressu í dag og ræddu með­al ann­ars al­var­lega stöðu á bráða­mót­töku. Will­um og Alma leiða bæði lista í Suð­vest­ur­kjör­dæmi í kom­andi al­þing­is­kosn­ing­um, Alma fyr­ir Sam­fylk­ingu og WIll­um Fram­sókn. Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son mæt­ir einnig í þátt­inn og sagði frá nýj­um þátt­um um bráða­mót­tök­una sem birt­ast hjá Heim­ild­inni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
4
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár