Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Sátt er játning á brotum

Sátt Ís­lands­banka við fjár­mála­eft­ir­lit Seðla­banka Ís­lands er játn­ing á brot­um að mati Gunn­ars Jak­obs­son­ar, vara­seðla­banka­stjóra fjár­mála­stöð­ug­leika Seðla­banka Ís­lands.

Sátt er játning á brotum
Nefndarfundur Gunnar Jakobsson er varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka Íslands. Hann situr hér lengst til vinstri á myndinni, en auk hans voru mætt á fundinn fyrir hönd Seðlabankans þau Björk Sigurgísladóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands og Gunnar Þór Pétursson, nefndarmaður í fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

„Það er kannski er að þvælast fyrir okkur þegar við erum að tala um sátt að það séu allir sáttir. Þetta snýst í rauninni bara um það að það er játning og við ljúkum málinu með játningu á þeirri atvikalýsingu sem er og þeim brotum sem hafa verið framin,“ sagði Gunnar á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis sem nú stendur yfir. 

Fundarefnið er brot Íslandsbanka við sölumeðferð eignarhluta ríkisins í bankanum og auk Gunnars eru Björk Sigurgísladóttir og Gunnar Þór Pétursson, nefndarmaður í fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands, gestir fundarins. Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, og Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, eru einnig gestir fundarins. 

„Það er játning og við ljúkum málinu með játningu á þeirri atvikalýsingu sem er og þeim brotum sem hafa verið framin,“
Gunnar Jakobsson,
varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika Seðlabanka Íslands.

Gunnar sagði það heppilegt þegar hægt er að ljúka málum sem þessum með játningu í stað þess að fara dómstólaleiðina. „Mitt mat er það að það er heppilegt þar sem það er hægt að ljúka málum með játningu heldur í staðinn fyrir að fara í vegferð fyrir dómstólum til þess að fá úr því skorið hvort um hafi verið að ræða brot og hvers konar brot, sérstaklega þegar við erum að reyna að koma á úrbótum.“

Birna Einarsdóttir, sem lét af störfum sem bankastjóri Íslandsbanka í nótt, hefur lýst sátt bankans við fjár­mála­eft­ir­lit Seðla­banka Ís­lands sem trausts­yf­ir­lýs­ingu gagn­vart sér. Í sátt­inni eru þó al­var­legar at­huga­semd­ir við hátt­semi henn­ar og stjórn­ar bank­ans og að brot­in séu ekki til­fallandi held­ur al­var­leg og kerf­is­læg.

Birna sagði ekkert um játningu í samtali við Heimildina fyrir helgi heldur var það mat hennar að í sáttinni fælist traustsyfirlýsing í sinn garð. 

„Með því að bjóða sátt er fjármálaeftirlitið að sýna stjórn og bankastjóra traust til þess að innleiða þær breytingar sem þarf. Og það er að sjálfsögðu mikilvægt. Og það er mikilvægt að okkur er boðin sátt,“ sagði hún enn frekar. Í sáttinni sjálfri er því þó lýst að Íslandsbanki hafi beðið um að fá að ljúka málinu með sátt þann 6. janúar, eftir að hafa fengið frummat fjármálaeftirlitsins til yfirferðar. Þegar málum er lokið með sátt er miðað við að sektarfjárhæðir séu hlutfallslega lægri en ætla má að þær væru ef stjórnvaldssektir yrðu lagðar á einhliða. Skiptir líka máli hvenær falast er eftir sátt. 

Það er annar tónn en sleginn er í niðurstöðu fjármálaeftirlitsins og birtist í sáttinni sem stjórnendur bankans höfðu þá þegar lýst yfir vilja til að undirgangast. „Þá er það mat fjármálaeftirlitsins að stjórnarhættir málsaðila, í tengslum við undirbúning og aðkomu hans að útboði Bankasýslu ríkisins, beri vott um skort á áhættuvitund stjórnenda og hafi ekki verið til þess fallnir að stuðla að skilvirkri og varfærinni stjórnun hans.“

Björk Sigurgísladóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands, sagði, líkt og Gunnar, að Íslandsbanki hefði gengist við brotinu. 

„Ef að skilyrði sáttar eru uppfyllt þá er það alltaf möguleiki sem er á borðinu. Í þessu tilviki óskar Íslandsbanki sjálfur eftir að ljúka þessu með þessum hætti. Þá þarf að uppfylla tvö önnur skilyrði, að aðili máls gengst við brotinu, hann viðurkennir að hann hafi brotið af sér og hann ræðst í úrbætur á grundvelli úrbótakrafna.“

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
5
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár