Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sátt er játning á brotum

Sátt Ís­lands­banka við fjár­mála­eft­ir­lit Seðla­banka Ís­lands er játn­ing á brot­um að mati Gunn­ars Jak­obs­son­ar, vara­seðla­banka­stjóra fjár­mála­stöð­ug­leika Seðla­banka Ís­lands.

Sátt er játning á brotum
Nefndarfundur Gunnar Jakobsson er varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka Íslands. Hann situr hér lengst til vinstri á myndinni, en auk hans voru mætt á fundinn fyrir hönd Seðlabankans þau Björk Sigurgísladóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands og Gunnar Þór Pétursson, nefndarmaður í fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

„Það er kannski er að þvælast fyrir okkur þegar við erum að tala um sátt að það séu allir sáttir. Þetta snýst í rauninni bara um það að það er játning og við ljúkum málinu með játningu á þeirri atvikalýsingu sem er og þeim brotum sem hafa verið framin,“ sagði Gunnar á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis sem nú stendur yfir. 

Fundarefnið er brot Íslandsbanka við sölumeðferð eignarhluta ríkisins í bankanum og auk Gunnars eru Björk Sigurgísladóttir og Gunnar Þór Pétursson, nefndarmaður í fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands, gestir fundarins. Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, og Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, eru einnig gestir fundarins. 

„Það er játning og við ljúkum málinu með játningu á þeirri atvikalýsingu sem er og þeim brotum sem hafa verið framin,“
Gunnar Jakobsson,
varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika Seðlabanka Íslands.

Gunnar sagði það heppilegt þegar hægt er að ljúka málum sem þessum með játningu í stað þess að fara dómstólaleiðina. „Mitt mat er það að það er heppilegt þar sem það er hægt að ljúka málum með játningu heldur í staðinn fyrir að fara í vegferð fyrir dómstólum til þess að fá úr því skorið hvort um hafi verið að ræða brot og hvers konar brot, sérstaklega þegar við erum að reyna að koma á úrbótum.“

Birna Einarsdóttir, sem lét af störfum sem bankastjóri Íslandsbanka í nótt, hefur lýst sátt bankans við fjár­mála­eft­ir­lit Seðla­banka Ís­lands sem trausts­yf­ir­lýs­ingu gagn­vart sér. Í sátt­inni eru þó al­var­legar at­huga­semd­ir við hátt­semi henn­ar og stjórn­ar bank­ans og að brot­in séu ekki til­fallandi held­ur al­var­leg og kerf­is­læg.

Birna sagði ekkert um játningu í samtali við Heimildina fyrir helgi heldur var það mat hennar að í sáttinni fælist traustsyfirlýsing í sinn garð. 

„Með því að bjóða sátt er fjármálaeftirlitið að sýna stjórn og bankastjóra traust til þess að innleiða þær breytingar sem þarf. Og það er að sjálfsögðu mikilvægt. Og það er mikilvægt að okkur er boðin sátt,“ sagði hún enn frekar. Í sáttinni sjálfri er því þó lýst að Íslandsbanki hafi beðið um að fá að ljúka málinu með sátt þann 6. janúar, eftir að hafa fengið frummat fjármálaeftirlitsins til yfirferðar. Þegar málum er lokið með sátt er miðað við að sektarfjárhæðir séu hlutfallslega lægri en ætla má að þær væru ef stjórnvaldssektir yrðu lagðar á einhliða. Skiptir líka máli hvenær falast er eftir sátt. 

Það er annar tónn en sleginn er í niðurstöðu fjármálaeftirlitsins og birtist í sáttinni sem stjórnendur bankans höfðu þá þegar lýst yfir vilja til að undirgangast. „Þá er það mat fjármálaeftirlitsins að stjórnarhættir málsaðila, í tengslum við undirbúning og aðkomu hans að útboði Bankasýslu ríkisins, beri vott um skort á áhættuvitund stjórnenda og hafi ekki verið til þess fallnir að stuðla að skilvirkri og varfærinni stjórnun hans.“

Björk Sigurgísladóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands, sagði, líkt og Gunnar, að Íslandsbanki hefði gengist við brotinu. 

„Ef að skilyrði sáttar eru uppfyllt þá er það alltaf möguleiki sem er á borðinu. Í þessu tilviki óskar Íslandsbanki sjálfur eftir að ljúka þessu með þessum hætti. Þá þarf að uppfylla tvö önnur skilyrði, að aðili máls gengst við brotinu, hann viðurkennir að hann hafi brotið af sér og hann ræðst í úrbætur á grundvelli úrbótakrafna.“

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár