Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

„Stjórnendur Íslandsbanka hafa ekki trúverðugleika“

Stjórn­end­ur Ís­lands­banka hafa ekki trú­verð­ug­leika og fram­ganga þeirra síð­ustu daga bend­ir líka til þess að mati Lilju Al­freðs­dótt­ur, menn­ing­ar- og við­skipta­ráð­herra. For­ysta Fram­sókn­ar­flokks­ins er ein­dreg­ið á þeirri skoð­un að stjórn­un á bank­an­um er óá­sætt­an­leg og hef­ur kom­ið því til skila til fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra.

„Stjórnendur Íslandsbanka hafa ekki trúverðugleika“
Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Mín skoðun á þessu er mjög skýr. Stjórnendur Íslandsbanka hafa ekki trúverðugleika og framganga þeirra síðustu daga bendir líka til þess,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, eftir fund ráðherranefndar um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfis sem er nýlokið. 

Fundurinn var boðaður í gær eftir að sátt Íslandsbanka og fjármálaeftirlitsins var birt. Ásamt Lilju sátu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra fundinn. 

Í samtali við Helga Seljan blaðamann Heimildarinnar eftir fundinn sagði Lilja að hennar skoðun á málinu væri mjög skýr, stjórnendur Íslandsbanka hefðu ekki trúverðugleika.

„Ég hef sagt það áður að ég tel ekki að það sé verið að draga þann lærdóm sem þau ættu að gera af þessu söluferli. Þetta er kerfislega mikilvæg fjármálastofnun og í ljósi sögunnar er enn brýnna að þau taki þetta til sín og taki þannig skref sem er til þess fallið að auka traust og trúverðugleika á kerfinu.“

Sem er að hætta?

„Ég tel að þau njóti ekki trausts.“

Og að þau eigi að hætta? 

„Þau njóta ekki trausts.“

Aðspurð af hverju hún vilji ekki segja beint að stjórnendur Íslandsbanka eigi að segja af sér segir Lilja að hennar afstaða sé skýr: Stjórnun Íslandsbanka er óásættanleg.

„Forysta Framsóknar er eindregið á þeirri skoðun að stjórnun á bankanum sé óásættanleg og við höfum komið því fyllilega til skila til fjármála- og efnahagsráðherra.“     

Boðað hefur verið til hluthafafundar hjá Íslandsbanka í næsta mánuði. 

„Ég hef hvatt til þess að það verði boðað til þessa hluthafafundar af því að trúverðugleiki stjórnenda bankans er enginn í dag og upp á það að byggja upp gott og traust fjármálakerfi þá er nauðsynlegt að við höfum mjög skýra mynd af því hvernig framhaldið verður,“ segir Lilja.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár