Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður þingflokks Pírata, krefst þess að kaupendur sem ekki uppfylltu skilyrði útboðs á hlut ríkisins í Íslandsbanka en fengu samt að kaupa hluti í bankanum verði nafngreindir. Nöfn þeirra hafa verið útmáð í sátt Íslandsbanka og fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands sem var birt opinberlega í morgun.
„Hér var gefinn aðgangur að takmörkuðum gæðum sem átti að vera lokaður almenningi,“ segir Þórhildur Sunna í samtali við Heimildina. „Nú er komið í ljós að það eru ákveðnir aðilar í þessu ferli sem fengu að taka þátt í útboðinu þrátt fyrir að uppfylla ekki skilyrði útboðsins. Þá vaknar auðvitað spurningin: Hvaða aðilar eru það sem fengu þennan aðgang umfram aðra sem fengu hann ekki?“
Frekar til þess fallin að koma fólki undan ábyrgð
Íslandsbanki mun greiða 1,2 milljarða króna sekt í ríkissjóð vegna sáttarinnar. Er það …
Athugasemdir (2)