Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Söluverð Fossa fjórfalt hærra en það ætti að vera miðað við mat félagsins sjálfs

Vá­trygg­inga­fé­lag­ið VÍS og Foss­ar eru í mót­sögn við fyrra mat Fossa á for­send­un­um sem verð­meta ætti fé­lag­ið á. Til stend­ur að al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið VÍS kaupi Fossa á 4,2 millj­arða og bygg­ir það verð­mat á fram­tíð­ar­tekj­um fé­lags­ins og mögu­leik­um. Í dóms­máli ár­ið 2019 töldu Foss­ar hins veg­ar að fé­lag­ið ætti að vera verð­met­ið út frá bók­færðu virði eig­in­fjár.

Söluverð Fossa fjórfalt hærra en það ætti að vera miðað við mat félagsins sjálfs
Önnur skoðun Fyrir fjórum árum töldu Fossar að reikna ætti verðmæti fyrirtækisins út frá bókfærðu virði eiginfjár þess. Nú stendur til að VÍS, sem er í meirihlutaeigu lífeyrissjóða, kaupi félagið á rúmlega fjórum sinnum hærra verði en virði bókfærðs eigin fjár Fossa.

Verðmiðinn upp á um 4,2 milljarða króna sem settur er á fjárfestingarbankann Fossa í fyrirhugðum viðskiptum við vátryggingafélagið VÍS er byggður á allt öðrum forsendum en fyrirtækið sjálft verðmat sig árið 2019. Samkvæmt þeim forsendum sem Fossar töldu eðlilegast að verðmeta félagið á í dómsmáli við félög tveggja af fyrrverandi starfsmönnum Fossa ætti virði fjárfestingarbankans að vera rúmlega 1 milljarður króna.

„Sóknaraðili byggir á því að eðlilegra sé að horfa til bókfærðs virðis eigin fjár þegar félög á borð við sóknaraðila eru metin.“
Fossar rökstyðja verðmat félagsins fyrir dómi

Þetta má lesa út úr dómsskjölum í málinu frá árinu 2019 þar sem Fossar og starfsmennirnir tveir, Þorbjörn Atli Sveinsson og Gunnar Freyr Gunnarsson, deildu um á hvaða verði hlutabréf eignarhaldsfélaga þeirra ættu að vera keypt þegar þeir létu af störfum hjá verðbréfafyrirtækinu. Hvor um sig átti 2,73 prósent í Fossum. Greint var frá þeim málarekstri í fjölmiðlum á sínum tíma.

Hluthafafundur VÍS mun á morgun taka afstöðu til þess hvort vátryggingafélagið eigi að kaupa Fossa og greiða fyrir með 13,3 prósenta hlut í VÍS. Þessi hlutur er um 4,5 milljarða króna miðað við markaðsgengi félagsins. VÍS er í meirihlutaeigu lífeyrissjóða sem fjárfesta fyrir iðgjöld sjóðsfélaga sinna - almennings. VÍS er skráð á markað og er því almenningshlutafélag sem er í meirihluteigu almennings í gegnum lífeyrissjóði. 

Málið snýst því í grunninn um það hvort nota eigi fé tryggingafélags sem er meirihlutaeigu lífeyrissjóðs og þar með almennings til að kaupa nýlegan fjárfestingarbanka á yfirverði. 

Deildu um verðmæti FossaÞorbjörn Atli Sveinsson, sem var þekktur fótboltamaður á árum áður, deildi við Fossa um verðmæti hlutabréfa hans í félaginu. Hann var einn af stofnendum Fossa en hætti hjá félaginu árið 2018.

Mótsagnir í verðmötum

Í deilunni við starfsmennina sagði lögmaður félagsins, fyrir þessa hönd, að miða ætti verðmat á Fossum við bókfært virði eiginfjár þegar metið væri á hvaða verði kaupa ætti hlutabréf starfsmannanna tveggja. „Sóknaraðili  byggir á því að eðlilegra sé að horfa til bókfærðs  virðis  eigin  fjár  þegar  félög  á  borð við sóknaraðila eru metin.“ 

Í verðmatinu sem liggur til grundvallar í fyrirhuguðum viðskiptum VÍS með Fossa er hins vegar byggt á framtíðarmöguleikum Fossa til að skapa tekjur. „Verðmat Fossa fjárfestingabanka byggir því á væntingum um framtíðartekjur og arðsemi til framtíðar,“ segir í svari VÍS til Heimildarinnar.  

Þetta mat á verði Fossa er í algjörri mótsögn við það hvernig Fossar töldu að verðmeta ætti félagið árið 2019. Afleiðingin af því að verðmeta Fossa með þeim hætti sem félagið vildi gera árið 2019 myndi leiða til þess að félagið ætti að vera metið á 1058 milljónir í viðskiptunum við Vátryggingafélag Íslands. Ekki tæplega 4500 milljónir.  Munurinn er rúmlega fjórfaldur. 

Fossar vildu kaupa út starfsmenn út frá bókfærðu virði

Í dómsmálinu kemur fram að Fossar hafi upphaflega boðið þeim Þorbirni Atla og Gunnari að kaupa af þeim hlutabréfin á sem 2,73 prósentum af bókfærðu eigin fé Fossa. Í þeirra tilfellum voru þetta rúmlega 8 miljónir króna á mann. Þeir vildu hins vegar að Fossar myndu greiða um 30 milljónir króna til hvors um sig fyrir hlutabréfin. Munurinn var 3,75 faldur og því lægri en sá munur sem er verðmati Fossa á sjálfu sér í dag og því hvernig fyrirtækið taldi að ætti að verðmeta það árið 2019. 

Ekki liggur fyrir á hvaða verði Fossar keyptu hlutabréf Þorbjörns Atla og Gunnars Þórs á að lokum þar sem þetta kemur ekki fram í dómsskjölunum. Mikið skildi hins vegar á milli aðila. Líklega má ætla að gerður hafi verið einhvers konar samningur á milli aðila sem trúnaður gildir um. 

Fossar endurómuðu áhyggjur lífeyrissjóðs

Athygli vekur að í dómsskjölunum í málinu þá færa Fossar rök fyrir því að eiga verðmat fyrirtækisins við bókfært virði eiginfjár þess sem svipar til þeirra raka sem Davíð Rúdolfsson, forstöðumaður eignastýringar Gildis, leggur fram þegar hann ræðir um af hverju verðmæti Fossa er ofmetið. 

Í málaferlunum sagði lögmaðurinn fyrir hönd Fossa:  „Starfsemi sóknaraðila grundvallist í megindráttum á þóknunum sem greiddar séu fyrir  milligöngu  um  verðbréfaviðskipti.  Ekki  sé  um  föst  viðskipti  eða  fastar  tekjur  að  ræða  og  af  þeim sökum sé ekki hægt að finna markaðsverð á hlutunum byggt á margföldun á væntum framtíðartekjum eða hagnaði.  Þá  sé  starfsemi  sóknaraðila  viðkvæm  fyrir  mannabreytingum  þar  sem  tekjur  byggist  að  miklu leyti  á  persónulegum  tengslum  starfsmanna  við  viðskiptavini  og  vinnu  þeirra  hverju  sinni.  [...] Sóknaraðili sé fámennt félag með um 13 starfsmenn og því geti breytingar í starfsmannahópi haft veruleg áhrif á rekstrarniðurstöðu hverju sinni. Í ljósi þessarar áhættu sem rekstri matsbeiðanda fylgi sé óvarlegt að byggja verðmat á áætlunum um fjárflæði og væntum framtíðartekjum.

Þrátt fyrir að Fossar hafi sagt þetta um eigið hlutabréfaverð fyrir nokkrum árum þá er kom allt annað hljóð í strokkinn nú: Verðmatið á Fossum byggir einmitt á áætlunum um fjárflæði og framtíðartekjum. 

Munurinn á afstöðu Fossa má mögulega rekja til þess að í deilunni við starfsmennina þjónaði það hagsmunum hluthafanna að virði Fossa væri sem minnst til að hlutabréfin yrðu keypt af þeim Gunnari og Þorbirni Atla á sem lægstu verði. Í dag þjónar það hins vegar hagsmunum hluthafa Fossa að félagið sé verðmetið á eins háu verði og mögulegt er það sem þýðir hærra verð fyrir þá þegar þeir selja Fossa inn í VÍS. 

*Upphaflega  byggði fréttin á þeim forsendum að hluthafar Fossa myndu fá greitt fyrir sinn hlut með 260 milljón hlutum í VÍS eða 13,3 prósenta hlut. Þetta var upphaflega hugmyndin í febrúar 2023. Síðan þá hefur væntanlegt söluverð verið lækkað í 245 milljón hluti eða 12,62 prósenta hlut í VÍS. 

-
hluti í sóknaraðila. Ágreiningur sé á milli aðila um ve
rðmæti umræddra hluta.
Í matsbeiðni sóknaraðila kemur fram að 19. júní sl. hafi sóknaraðili sent varnaraðilum kauptilboð í A
-
hlutabréf þeirra að fjárhæð 8.218.771 kr. sem hafi verið byggt á hlutdeild varnaraðila í bókfærðu eigin fé
sóknaraðila miðað við en
durskoðaðan ársreikning sóknaraðila fyrir árið 201. Við starfslok hafi hvor þeirra um sig átt 2.684.419 A
-
hluti í sóknaraðila. Ágreiningur sé á milli aðila um ve
rðmæti umræddra hluta.
Í matsbeiðni sóknaraðila kemur fram að 19. júní sl. hafi sóknaraðili sent varnaraðilum kauptilboð í A
-
hlutabréf þeirra að fjárhæð 8.218.771 kr. sem hafi verið byggt á hlutdeild varnaraðila í bókfærðu eigin fé
sóknaraðila miðað við en
durskoðaðan ársreikning sóknaraðila fyrir árið 20Starfsemi sóknaraðila grundvallist í megindráttum á þóknunum sem
greiddar séu
fyrir  milligöngu  um  verðbréfaviðskipti.  Ekki  sé  um  föst  viðskipti  eða  fastar  tekjur  að  ræða  og  af  þeim
sökum sé ekki hægt að finna markaðsverð á hlutunum byggt á margföldun á væntum framtíðartekjum eða
hagnaði.  Þá  sé  starfsemi  sóknaraðila  við
kvæm  fyrir  mannabreytingum  þar  sem  tekjur  byggist  að  miklu
leyti  á  persónulegum  tengslum  starfsmanna  við  viðskiptavini  og  vinnu  þeirra  hverju  sinni.  Þannig  hafi
uppsagnir  starfsmanna  á  fyrri  hluta  árs  2018  skilað  sér  í  verulegri  lækkun  rekstrartekna  á  árin
u  2018.
Sóknaraðili sé fámennt félag með um 13 starfsmenn og því geti breytingar í starfsmannahópi haft veruleg
áhrif á rekstrarniðurstöðu hverju sinni. Í ljósi þessarar áhættu sem rekstri matsbeiðanda fylgi sé óvarlegt
að byggja verðmat á áætlunum um fjár
flæði og væntum framtíðartekjum
Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Sameining VÍS og Fossa

Birta um kaup VÍS á Fossum: „Kannski verið hægt að semja betur við þá“
FréttirSameining VÍS og Fossa

Birta um kaup VÍS á Foss­um: „Kannski ver­ið hægt að semja bet­ur við þá“

Kaup Vá­trygg­inga­fé­lags Ís­lands á Foss­um í fyrra voru um­deild og lögð­ust þrír líf­eyr­is­sjóð­ir í hlut­hafa­hópn­um gegn þeim. Árs­reikn­ing­ur Fossa fyr­ir ár­ið 2023 sýn­ir fé­lag í rekstr­ar­vanda. Ólaf­ur Sig­urðs­son hjá Birtu seg­ir að árs­reikn­ing­ur­inn sýni að mögu­lega hefði hægt að semja bet­ur við Fossa en að of snemmt sé að dæma við­skipt­in sem mis­tök.
VÍS borgaði 2,7 milljarða króna yfirverð fyrir Fossa vegna vörumerkis og viðskiptavildar
GreiningSameining VÍS og Fossa

VÍS borg­aði 2,7 millj­arða króna yf­ir­verð fyr­ir Fossa vegna vörumerk­is og við­skipta­vild­ar

Eitt af stóru trygg­inga­fé­lög­um lands­ins, VÍS, keypti fjár­fest­inga­bank­ann Fossa í fyrra fyr­ir alls 4,7 millj­arða króna í fyrra. End­an­lega verð­ið var nokk­uð frá því sem áð­ur hafði ver­ið í um­ræð­unni og í nýbirt­um árs­reikn­ingi kem­ur fram að stærsti hluti kaup­verðs­ins hafi ver­ið svo­kall­að yf­ir­verð. Verð sem greitt var fyr­ir eitt­hvað ann­að en virði eigna Fossa. Í þessu til­felli vörumerki og við­skipta­vild.
Lífeyrissjóðirnir í VÍS kusu svona um kaupin á Fossum
FréttirSameining VÍS og Fossa

Líf­eyr­is­sjóð­irn­ir í VÍS kusu svona um kaup­in á Foss­um

Heim­ild­in spurði þá líf­eyr­is­sjóði sem eru með­al 20 stærstu hlut­hafa í Vá­trygg­inga­fé­lagi Ís­lands (VÍS) hvernig þeir hefðu kos­ið í at­kvæða­greiðslu um kaup­in á fjár­fest­ing­ar­bank­an­um Foss­um. Kaup­in voru sam­þykkt með 83 pró­sent greiddra at­kvæða og fylgja rök líf­eyr­is­sjóð­anna fyr­ir þeirra at­kvæð­um hér.
Gildi telur verðmæti Fossa ofmetið og styður ekki kaup VÍS á félaginu að óbreyttu
FréttirSameining VÍS og Fossa

Gildi tel­ur verð­mæti Fossa of­met­ið og styð­ur ekki kaup VÍS á fé­lag­inu að óbreyttu

Á mið­viku­dag­inn tek­ur hlut­hafa­fund­ur trygg­inga­fé­lags­ins VÍS af­stöðu til þess hvort kaupa eigi fjár­fest­ing­ar­bank­ann Fossa fyr­ir um 4,2 millj­arða. Dav­íð Rúd­olfs­son, for­stöðu­mað­ur eign­a­stýr­ing­ar Gild­is, seg­ist ekk­ert botna í verð­mati fé­lags­ins. Verð fjár­fest­ing­ar­bank­ans Fossa er einnig of­met­ið sam­kvæmt grein­ingu banda­ríska fjár­fest­ing­ar­bank­ans Goldm­an Sachs á sam­bæri­leg­um fyr­ir­tækj­um. VÍS er í meiri­hluta­eigu líf­eyr­is­sjóða og þar með al­menn­ings.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
3
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
4
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
Glamúrvæðing áfengis í íslensku raunveruleikasjónvarpi: „Freyðivínið alltaf við höndina“
5
Viðtal

Glamúr­væð­ing áfeng­is í ís­lensku raun­veru­leika­sjón­varpi: „Freyði­vín­ið alltaf við hönd­ina“

Guð­björg Hild­ur Kol­beins byrj­aði að horfa á raun­veru­leika­þætt­ina Æði og LXS eins og hverja aðra af­þrey­ingu en blöskr­aði áfeng­isneysla í þátt­un­um. Hún setti upp gler­augu fjöl­miðla­fræð­ings­ins og úr varð rann­sókn sem sýn­ir að þætt­irn­ir geta hugs­an­lega haft skað­leg áhrif á við­horf ung­menna til áfeng­isneyslu enda neysl­an sett í sam­hengi við hið ljúfa líf og lúx­us hjá ungu og fal­legu fólki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár