Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Spurningaþraut Illuga 8. september 2023

Hér geta les­end­ur spreytt sig á spurn­inga­þraut Ill­uga Jök­uls­son­ar sem birt­ist í tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar 8. sept­em­ber.

Spurningaþraut Illuga 8. september 2023

Fyrri mynd:

Hvað heitir KONAN á myndinni hér að ofan?

Seinni mynd:

Hvaða dýr má hér sjá?

1.  Í hvaða landi fundust fyrr í sumar fjögur börn á lífi eftir að hafa reikað um í frumskógi í 40 daga eftir flugslys?

2.  Um hvað fjallar kvikmyndin The Shawshank Redemption?

3.  Hver er eina höfuðborgin á Norðurlöndum sem hefur skipt um nafn?

4.  Úr hvaða jurt er unnið ópíum?

5.  Hvaða dýr er kallað lágfóta?

6.  Við Ísland lifir langlífasta hryggdýr Jarðarinnar. Hvaða dýr er það?

7.  Hverrar þjóðar var Katrín mikla keisaraynja í Rússlandi upphaflega?

8.  Titian eða Tiziano Veselli var upp á 16. öld. Hvað var tilfall hans til frægðar?

9.  Hvaða suðrænu tré stóð til að rækta í glerhjúpum í Reykjavík?

10.  Hver lék aðalkvenhlutverkið í myndinni The Sound of Music?

11.  Á ofanverðri 20. öld var í fyrsta sinn farið að nota gamalkunnugt orð yfir náttúrulegt fyrirbæri sem karlmannsnafn á Íslandi. Innan við 10 piltar höfðu þó verið skírðir þessu nafni þegar foreldar fóru árið 1994 líka að skíra stúlkur þessu nafni. Vinsældir nafnsins hafa aukist mikið undanfarið og þótt strákar séu í talsverðum meirihluta, þá heita talsvert margar stúlkur nafninu líka. Hvaða nafn er þetta?  

12.  Nú er talið víst að tunglið okkar hafi myndast ... hvernig?

13.  Árið 1920 fór Bandaríkjamaður að nafni Factor (áður Factorowicz) að nota nýtt hugtak yfir notkun á framleiðsluvörum sínum. Þetta hugtak sló í gegn og er nú notað vítt og breitt um það athæfi sem vörur Factors og ótal annarra er notað til. Hvaða enska hugtak er þetta?

14. Hvað heitir höfuðborgin í Póllandi?

15.  Valentina Tereshkova frá Rússlandi varð árið 1963 fyrst kvenna til að ... gera hvað?

Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni sést hluti af andliti leikkonunnar Ingrid Bergman sem lék ásamt Humphrey Bogart í Casablanca. Á seinni myndinni er tapír.
Önnur svör:
1.  Kólumbíu.  —  2.  Flótta úr fangelsi.  —  3.  Osló hét lengi vel Kristjanía.  —  4.  Valmúa.  —  5.  Refur.  —  6.  Hákarlinn, Grænlandshákarlinn.  —  7.  Þýsk.  —  8.  Hann var málari.  —  9.  Pálmatré.  —  10.  Julie Andrews.  —  11.  Blær.  —  12.  Við árekstur Jarðar og annarrar plánetu í árdaga.  —  13.  Make-up.  —  14.  Varsjá.  —  15.  Fara út í geim.
Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
2
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár