Spurningaþraut Illuga 8. september 2023

Hér geta les­end­ur spreytt sig á spurn­inga­þraut Ill­uga Jök­uls­son­ar sem birt­ist í tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar 8. sept­em­ber.

Spurningaþraut Illuga 8. september 2023

Fyrri mynd:

Hvað heitir KONAN á myndinni hér að ofan?

Seinni mynd:

Hvaða dýr má hér sjá?

1.  Í hvaða landi fundust fyrr í sumar fjögur börn á lífi eftir að hafa reikað um í frumskógi í 40 daga eftir flugslys?

2.  Um hvað fjallar kvikmyndin The Shawshank Redemption?

3.  Hver er eina höfuðborgin á Norðurlöndum sem hefur skipt um nafn?

4.  Úr hvaða jurt er unnið ópíum?

5.  Hvaða dýr er kallað lágfóta?

6.  Við Ísland lifir langlífasta hryggdýr Jarðarinnar. Hvaða dýr er það?

7.  Hverrar þjóðar var Katrín mikla keisaraynja í Rússlandi upphaflega?

8.  Titian eða Tiziano Veselli var upp á 16. öld. Hvað var tilfall hans til frægðar?

9.  Hvaða suðrænu tré stóð til að rækta í glerhjúpum í Reykjavík?

10.  Hver lék aðalkvenhlutverkið í myndinni The Sound of Music?

11.  Á ofanverðri 20. öld var í fyrsta sinn farið að nota gamalkunnugt orð yfir náttúrulegt fyrirbæri sem karlmannsnafn á Íslandi. Innan við 10 piltar höfðu þó verið skírðir þessu nafni þegar foreldar fóru árið 1994 líka að skíra stúlkur þessu nafni. Vinsældir nafnsins hafa aukist mikið undanfarið og þótt strákar séu í talsverðum meirihluta, þá heita talsvert margar stúlkur nafninu líka. Hvaða nafn er þetta?  

12.  Nú er talið víst að tunglið okkar hafi myndast ... hvernig?

13.  Árið 1920 fór Bandaríkjamaður að nafni Factor (áður Factorowicz) að nota nýtt hugtak yfir notkun á framleiðsluvörum sínum. Þetta hugtak sló í gegn og er nú notað vítt og breitt um það athæfi sem vörur Factors og ótal annarra er notað til. Hvaða enska hugtak er þetta?

14. Hvað heitir höfuðborgin í Póllandi?

15.  Valentina Tereshkova frá Rússlandi varð árið 1963 fyrst kvenna til að ... gera hvað?

Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni sést hluti af andliti leikkonunnar Ingrid Bergman sem lék ásamt Humphrey Bogart í Casablanca. Á seinni myndinni er tapír.
Önnur svör:
1.  Kólumbíu.  —  2.  Flótta úr fangelsi.  —  3.  Osló hét lengi vel Kristjanía.  —  4.  Valmúa.  —  5.  Refur.  —  6.  Hákarlinn, Grænlandshákarlinn.  —  7.  Þýsk.  —  8.  Hann var málari.  —  9.  Pálmatré.  —  10.  Julie Andrews.  —  11.  Blær.  —  12.  Við árekstur Jarðar og annarrar plánetu í árdaga.  —  13.  Make-up.  —  14.  Varsjá.  —  15.  Fara út í geim.
Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár