Ríflega þriðjungur þeirra sem sótt hafa um aðstoð umboðsmanns skuldara vegna slæmrar fjárhagsstöðu það sem af er þessu ári eru öryrkjar, hlutfall þeirra sem eru í vinnu og þeirra sem eru atvinnulaus er jafnhátt, eða þrjátíu prósent þeirra sem hafa þurft að fá aðstoð vegna bágrar fjárhagsstöðu.
Flest fólkið sem sækir um er á leigumarkaði, eða um 58 prósent. Til samanburðar var hlutfall þeirra sem hafa sótt um aðstoð hjá umboðsmanni skuldara á þessu ári og eiga íbúð, sjö prósent.
Þetta gæti verið að breytast á næstunni, það er að segja að eigendur fasteigna muni í auknum mæli þurfa aðstoð vegna fjárhagserfiðleika.
Ætla að vera tilbúin þegar „skellurinn kemur“
„Við erum að búa okkur undir skell fasteignaeigenda á næsta ári, þessi hópur er ekki enn kominn til okkar en síendurteknar stýrivaxtahækkanir hækka ekki einungis húsnæðislánin heldur alla framfærslu. Við gerum ráð fyrir að eigendur fasteigna geti margir lent …
Athugasemdir