Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Býr sig undir „skell fasteignaeigenda á næsta ári“

Ásta Sigrún Helga­dótt­ir, um­boðs­mað­ur skuld­ara, seg­ir að embætt­ið sé að búa sig und­ir fjölda um­sókna frá fast­eigna­eig­end­um í fjár­hags­vanda. Greina megi auk­inn óró­leika og jafn­vel kvíða hjá fólki sem þigg­ur símaráð­gjöf hjá embætt­inu. Flest sem fá að­stoð eru ör­yrkj­ar og lág­launa­fólk á leigu­mark­aði og seg­ir Ásta Sigrún að rík­is­stjórn­in verði að bregð­ast við vanda þess hóps.

Býr sig undir „skell fasteignaeigenda á næsta ári“
„Betra að leita sér aðstoðar áður en í óefni er komið“ Ásta Sigrún Helgadóttir sem hefur verið umboðsmaður skuldara í 13 ár segir að gera megi ráð fyrir að eigendur fasteigna geti margir lent í greiðsluerfiðleikum á næstu misserum.

Ríflega þriðjungur þeirra sem sótt hafa um aðstoð umboðsmanns skuldara vegna slæmrar fjárhagsstöðu það sem af er þessu ári eru öryrkjar, hlutfall þeirra sem eru í vinnu og þeirra sem eru atvinnulaus er jafnhátt, eða þrjátíu prósent þeirra sem hafa þurft að fá aðstoð vegna bágrar fjárhagsstöðu. 

Flest fólkið sem sækir um er á leigumarkaði, eða um 58 prósent. Til samanburðar var hlutfall þeirra sem hafa sótt um aðstoð hjá umboðsmanni skuldara á þessu ári og eiga íbúð, sjö prósent.

Þetta gæti verið að breytast á næstunni, það er að segja að eigendur fasteigna muni í auknum mæli þurfa aðstoð vegna fjárhagserfiðleika.  

Ætla að vera tilbúin þegar skellurinn kemur

„Við erum að búa okkur undir skell fasteignaeigenda á næsta ári, þessi hópur er ekki enn kominn til okkar en síendurteknar stýrivaxtahækkanir hækka ekki einungis húsnæðislánin heldur alla framfærslu. Við gerum ráð fyrir að eigendur fasteigna geti margir lent …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Lífskjarakrísan

Einni bílaviðgerð frá vandræðum
ViðtalLífskjarakrísan

Einni bíla­við­gerð frá vand­ræð­um

Af­borg­an­ir allra lána hafa hækk­að á síð­ustu miss­er­um og hef­ur það knú­ið Sig­trygg Ara Jó­hanns­son ljós­mynd­ara til að skoða af al­vöru að flytja bú­ferl­um til ann­ars lands til að kom­ast í skjól. „Ég átta mig á því að það er ekki eins og happ­drætt­is­vinn­ing­ur að flytja í ann­að land,“ seg­ir hann, „en ein­hverju er hægt að fórna fyr­ir stöð­ug­leika.“

Mest lesið

Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
4
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár