Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vegfarendur finna fyrir hækkunum

Heim­ild­in ræddi við veg­far­end­ur um sí­end­ur­tekn­ar vaxta­hækk­an­ir og áhrif þeirra.

Á ekki jafn fín föt og í fyrra

Sigríður Steinunn Gottskálksdóttir, hjúkrunarfræðingur og myndlistarkona. 

Hafa vaxtahækkanir haft áhrif á þitt heimilisbókhald?

Nei, vegna þess að ég er ekki með lán. En þær hafa haft áhrif á fólkið í kringum mig. Mér finnst það mjög miður fyrir unga fólkið. Þau sem eru nánust mér eiga erfitt með til dæmis að kaupa sér húsnæði eða eru að ströggla með það. Ég hef sjálf komið mér út úr því að vera með lán.“

Hafa verðbólga og vaxtahækkanir haft áhrif á matarkörfuna þína? 

„Ég er sparsöm, en ég sé að allt hefur hækkað. Ég reyni að sníða stakk eftir vexti. Þær vörur sem hafa hvað helst dottið út eru fatainnkaup. Ég var erlendis og keypti föt þar, en þar hefur verðið líka hækkað. Það er kannski mest þannig að ég á ekki eins fín föt og í fyrra. Einn kjóll kostar alveg frekar mikið.“

Hefur þér brugðið við einhverja ákveðna verðhækkun?

„Já, bensín. Það er algjörlega brjálað. Ég keyri mjög lítið, hjóla aðallega og labba, en ég fylli tankinn á bílnum og bensínverð hefur eiginlega tvöfaldast á einhverju tímabili.“


Kannski þurfum við að selja

Sigurður Björn Guðmundsson rafveituvirki og Kristín Guðmundsdóttir öryrki.

Hafa vaxtahækkanir haft áhrif á ykkar heimilisbókhald?

Sigurður: „Já, það eru meiri útgjöld.“

Kristín: „Já, það gerir það. Allt innkaupaverð hækkar fyrir heimilið.“

Hafa verðbólga og vaxtahækkanir haft áhrif á matarkörfuna ykkar? 

Kristín: „Já, hún hefur gert það. Maður passar sig betur að kaupa ekki eitthvað rándýrt. Lambalæri er orðið mikið dýrara og allt lambakjöt. Nautakjöt er líka mjög dýrt. Maður kaupir frekar kjúkling og svínakjöt.“ 

Eruð þið með húsnæðislán?

Sigurður: „Já.“

Hafa afborganir af fasteignaláninu hækkað?

Sigurður: „Já, já, þær hafa hækkað helling. Ég held að lán sem ég borgaði af í fyrra hafi verið eitthvað um 80 þúsund, en við erum að borga 150 þúsund núna.“

Eigið þið erfitt með að ráða við þessa hækkun?

Kristín: „Nei, ég held ekki. Við erum orðin ein heima. Við ráðum ágætlega við þetta, en ég hugsa að unga fólkið ráði ekki eins vel við það.“

Hvaða augum lítið þið framtíðina hvað þetta varðar?

Kristín: „Þetta er mjög slæmt fyrir ungt fólk. Ég veit ekki hvernig það verður fyrir okkur. Kannski verðum við bara að selja og kaupa okkur litla íbúð.“


Þurfum að taka upp evru

Ingibjörg Georgsdóttir barnalæknir.

Hafa vaxtahækkanir haft áhrif á þitt heimilisbókhald?

„Nei, ég er ein af þessum eldri, vel settu einstaklingum sem eru ekki skuldugir. Þannig að nei.“ 

Hefur þetta áhrif á fólk í kringum þig?

„Þetta hefur áhrif á unga fólkið í sambandi við íbúðarkaup.“

Hafa verðbólga og vaxtahækkanir haft áhrif á matarkörfuna þína? 

„Jú, auðvitað. Á móti kemur að ungarnir eru að fljúga úr hreiðrinu, þannig að kostnaðurinn minnkar líka. Ég sé alveg að verðið hefur hækkað, en ég er með lítið heimili núna þannig að það er ekkert stórmál.“

Er eitthvað sem þú ert farin að sleppa?

„Nei, ég er bara á þeim stað í lífinu. Ég var að hætta að vinna og er komin á eftirlaun. Þetta er allt í góðum farvegi hjá mér.“

Hvaða augum lítur þú framtíðina hvað þetta varðar?

„Ég treysti Ásgeiri og fólkinu í Seðlabankanum. Ég held að á tímum þar sem er stríð í Evrópu og verðbólga þá muni það hafa áhrif, en þetta fólk í bankanum mun taka bestu ákvarðanir fyrir okkur. Við erum  algjört örsamfélag. Ég er á þeim aldri að ég hef séð verðbólgu. Ég var fullorðin þegar tvö núll fóru af krónunni. Þetta hefur allt gerst hérna. Við þurfum að taka upp evruna, ef ég má segja það. Við þurfum að komast í alþjóðlegt samband þannig að fá atriði stjórni ekki öllu hér á þessu eyríki.“

Finnst þér Íslendingar vera samheldnir í þessari stöðu?

„Við erum eyjarskeggar. Þegar ég bjó í Kanada var mér sagt að eyjafólk væri sérstakt, því það færi sjaldan eftir lögum og reglum. Ég held að það sé margt til í því. Við erum samheldin gagnvart náttúruvá og alvarlegum atvikum, en við erum kannski ekki samheldin í peningamálunum.“


Þetta bítur í rassinn, fast

Eiríkur Rafn Stefánsson tónlistarmaður. 

Hafa vaxtahækkanir haft áhrif á þitt heimilisbókhald?

„Ekki núna, en þær munu gera það eftir ár þegar vextirnir hjá mér losna.“

 Hefur þú áhyggjur af því?

„Já, mjög miklar.“

 Hvað sérðu fyrir þér að muni gerast þá?

„Þá þurfum við að lifa í einhverjum allt öðrum veruleika en í dag. Allavega á mínu heimili. Við munum hafa minna á milli handanna.“

Ertu hræddur við að missa húsnæðið?

„Nei, ég er ekki alveg svo svartsýnn. En þetta verður mjög erfitt ef staðan verður óbreytt.“

Hafa verðbólga og vaxtahækkanir haft áhrif á matarkörfuna þína? 

„Já, maður finnur fyrir því að verðlagið hefur hækkað.“

Ertu að sleppa einhverjum vörum?

„Nei, við erum ekki að sleppa neinu. Við erum ekkert endilega að kaupa umfram það sem við þurfum.“

Hefur þér brugðið við einhverja ákveðna verðhækkun?

„Nei, þetta er pínulítið eins og heitt vatn. Ef hitastigið hækkar meðan maður er í vatninu, þá finnur maður ekki fyrir því.“

Hvernig er fólk í þínu umhverfi að bregðast við hækkunum?

„Það er mikill kvíði í kringum mig. Fjölskyldumeðlimir finna fyrir þessu.“

Er fólk hrætt við að geta ekki staðið undir hækkunum?

„Ég hef ekki heyrt það beint frá mínu nánasta fólki en þetta bítur það alveg í rassinn, mjög fast.“


Dæmdur í fátækt á leigumarkaði

Sigurjón Ari Reynisson dúklagningamaður.

Hafa vaxtahækkanir haft áhrif á þitt heimilisbókhald?

„Já, reikningar hækka og leiga.“

Hafa verðbólga og vaxtahækkanir haft áhrif á matarkörfuna þína? 

„Ég hef ekki tekið eftir því. Það hefur örugglega áhrif.“

Hefur þér brugðið við einhverjar ákveðnar verðhækkanir?

„Nei, ég get ekki alveg sagt það. Þetta eru aðallega reikningar heimilisins sem mér finnst þetta hafa áhrif á.“

Hafa þessar hækkanir haft áhrif á fólk í kringum þig?

„Fólk er pirrað á þessu. Ég hef tekið eftir því. Það er pirrað út í hærri reikninga og talar um það.“

Nú ert þú á leigumarkaði, hafa vaxtahækkanir áhrif á leiguverð?

„Mér finnst það, já. Það gerir það svo sem alltaf. Leigan hækkar bara og hækkar. Það er eiginlega alveg sama hvað.“

Sérðu fyrir þér að komast inn á húsnæðismarkaðinn bráðum?

„Nei, aldrei. Ég sé það ekki fyrir mér. Bara gleymdu því. Maður kemst ekkert af þessum leigumarkaði. Að vera á leigumarkaði er að vera dæmdur í fátækt. Það er bara mjög einfalt.“

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Lífskjarakrísan

Býr sig undir „skell fasteignaeigenda á næsta ári“
FréttirLífskjarakrísan

Býr sig und­ir „skell fast­eigna­eig­enda á næsta ári“

Ásta Sigrún Helga­dótt­ir, um­boðs­mað­ur skuld­ara, seg­ir að embætt­ið sé að búa sig und­ir fjölda um­sókna frá fast­eigna­eig­end­um í fjár­hags­vanda. Greina megi auk­inn óró­leika og jafn­vel kvíða hjá fólki sem þigg­ur símaráð­gjöf hjá embætt­inu. Flest sem fá að­stoð eru ör­yrkj­ar og lág­launa­fólk á leigu­mark­aði og seg­ir Ásta Sigrún að rík­is­stjórn­in verði að bregð­ast við vanda þess hóps.
Einni bílaviðgerð frá vandræðum
ViðtalLífskjarakrísan

Einni bíla­við­gerð frá vand­ræð­um

Af­borg­an­ir allra lána hafa hækk­að á síð­ustu miss­er­um og hef­ur það knú­ið Sig­trygg Ara Jó­hanns­son ljós­mynd­ara til að skoða af al­vöru að flytja bú­ferl­um til ann­ars lands til að kom­ast í skjól. „Ég átta mig á því að það er ekki eins og happ­drætt­is­vinn­ing­ur að flytja í ann­að land,“ seg­ir hann, „en ein­hverju er hægt að fórna fyr­ir stöð­ug­leika.“

Mest lesið

Ráðherrar vængstýfðu Umhverfisstofnun
2
FréttirRunning Tide

Ráð­herr­ar væng­stýfðu Um­hverf­is­stofn­un

Ít­ar­leg rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar á starf­semi Runn­ing Tide sýndi að í að­drag­anda leyf­is­veit­ing­ar hafi ráð­herr­ar tek­ið stöðu með fyr­ir­tæk­inu gegn und­ir­stofn­un­um sín­um sem skil­greindu áform Runn­ing Tide sem kast í haf­ið. Um­hverf­is­stofn­un hafði ekk­ert eft­ir­lit með þeim 15 leiðöngr­um sem fyr­ir­tæk­ið stóð að, þar sem um 19 þús­und tonn­um af við­ark­urli var skol­að í sjó­inn.
Birta um kaup VÍS á Fossum: „Kannski verið hægt að semja betur við þá“
4
FréttirSameining VÍS og Fossa

Birta um kaup VÍS á Foss­um: „Kannski ver­ið hægt að semja bet­ur við þá“

Kaup Vá­trygg­inga­fé­lags Ís­lands á Foss­um í fyrra voru um­deild og lögð­ust þrír líf­eyr­is­sjóð­ir í hlut­hafa­hópn­um gegn þeim. Árs­reikn­ing­ur Fossa fyr­ir ár­ið 2023 sýn­ir fé­lag í rekstr­ar­vanda. Ólaf­ur Sig­urðs­son hjá Birtu seg­ir að árs­reikn­ing­ur­inn sýni að mögu­lega hefði hægt að semja bet­ur við Fossa en að of snemmt sé að dæma við­skipt­in sem mis­tök.
Kaupmáttur eykst lítillega eftir langt samdráttarskeið
10
Fréttir

Kaup­mátt­ur eykst lít­il­lega eft­ir langt sam­drátt­ar­skeið

Kaup­mátt­ur ráð­stöf­un­ar­tekna á mann jókst lít­il­lega á fyrsta árs­fjórð­ungi þessa árs, eða um 0,1 pró­sent. Á síð­ustu þrem­ur árs­fjórð­ung­um í fyrra hafði kaup­mátt­ur dreg­ist sam­an. Vaxta­gjöld heim­il­anna halda áfram að vega þungt í heim­il­is­bók­haldi lands­manna. Á fyrsta árs­fjórð­ungi greiddu heim­ili lands­ins sam­an­lagt um 35 millj­arða króna í vaxta­gjöld.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
1
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
4
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
„Takk fyrir að gefa stað sem er nú rannsakaður fyrir mansal svona góð ummæli“
5
Fréttir

„Takk fyr­ir að gefa stað sem er nú rann­sak­að­ur fyr­ir man­sal svona góð um­mæli“

At­hygl­is­verð um­mæli hafa birst und­ir net­gagn­rýni um Gríska hús­ið á Google. Þar virð­ist veit­inga­stað­ur­inn, sem var lok­að­ur af lög­reglu í gær vegna gruns um man­sal, þakka ánægð­um við­skipta­vin­um fyr­ir að veita staðn­um já­kvæð um­mæli þrátt fyr­ir man­sal­ið. Gríska hús­ið hef­ur al­mennt ver­ið dug­legt að svara gagn­rýn­end­um sín­um full­um hálsi á net­inu.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
7
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.
Running Tide hætt starfsemi í Bandaríkjunum
9
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide hætt starf­semi í Banda­ríkj­un­um

Marty Od­lin, stofn­andi og for­stjóri Runn­ing Tide í Banda­ríkj­un­um, hef­ur til­kynnt að starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins hafi ver­ið lögð nið­ur. Sömu sögu er að segja af dótt­ur­fé­lagi þess á Akra­nesi. Í nýj­asta tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar var fjall­að um að­gerð­ir Runn­ing Tide hér á landi. Þær fólust í því að henda kanadísku timb­urk­urli í haf­ið inn­an lög­sögu Ís­lands.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
8
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
10
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár