Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Hækkanir á afborgunum valda magaverk

Af­borg­an­ir á hús­næð­is­láni sex manna fjöl­skyldu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa hækk­að um 116 þús­und krón­ur á 18 mán­uð­um. Fjöl­skyld­an hef­ur þurft að ganga á sparn­að til að ráða við reglu­leg út­gjöld og er nú í því ferli að breyta lán­inu úr óverð­tryggðu í verð­tryggt til að ráða við af­borg­an­irn­ar.

Hækkanir á afborgunum valda magaverk
Breyta lánum Fjölskyldan stendur nú í því ferli að breyta húsnæðisláni sínu úr óverðtryggðu í verðtryggt, til að standa undir afborgunum af því. Mynd: Shutterstock

Afborganir á húsnæðisláni sex manna fjölskyldu hafa hækkað um ríflega helming á einu og hálfu ári. Fjölskyldan býr í blokkaríbúð á höfuðborgarsvæðinu sem keypt var fyrir tveimur árum, þegar bregðast þurfti við fjölgun fjölskyldumeðlima. Í byrjun síðasta árs greiddi fjölskyldan tæpar 200 þúsund krónur af óverðtryggðu íbúðaláni mánaðarlega. Afborgunin í byrjun júní næstkomandi verður hins vegar 315 þúsund krónur. Til að láta enda ná saman hefur fjölskyldan þurft að ganga á sparnað og er um þessar mundir að breyta láninu í verðtryggt að hluta, „til að minnka magaverkinn“, eins og móðirin í fjölskyldunni segir í samtali við Heimildina.

Konan vill ekki koma fram undir nafni, til að valda ekki vinum og vandamönnum áhyggjum. Fjölskyldan muni leysa málið þó þessi staða sé vissulega ömurleg. „Þetta þýðir að við leggjum ekkert til hliðar í sparnað heldur höfum við þurft að ganga á okkar sparnað til að ráða við regluleg útgjöld hvers mánaðar. …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Lífskjarakrísan

Býr sig undir „skell fasteignaeigenda á næsta ári“
FréttirLífskjarakrísan

Býr sig und­ir „skell fast­eigna­eig­enda á næsta ári“

Ásta Sigrún Helga­dótt­ir, um­boðs­mað­ur skuld­ara, seg­ir að embætt­ið sé að búa sig und­ir fjölda um­sókna frá fast­eigna­eig­end­um í fjár­hags­vanda. Greina megi auk­inn óró­leika og jafn­vel kvíða hjá fólki sem þigg­ur símaráð­gjöf hjá embætt­inu. Flest sem fá að­stoð eru ör­yrkj­ar og lág­launa­fólk á leigu­mark­aði og seg­ir Ásta Sigrún að rík­is­stjórn­in verði að bregð­ast við vanda þess hóps.
Einni bílaviðgerð frá vandræðum
ViðtalLífskjarakrísan

Einni bíla­við­gerð frá vand­ræð­um

Af­borg­an­ir allra lána hafa hækk­að á síð­ustu miss­er­um og hef­ur það knú­ið Sig­trygg Ara Jó­hanns­son ljós­mynd­ara til að skoða af al­vöru að flytja bú­ferl­um til ann­ars lands til að kom­ast í skjól. „Ég átta mig á því að það er ekki eins og happ­drætt­is­vinn­ing­ur að flytja í ann­að land,“ seg­ir hann, „en ein­hverju er hægt að fórna fyr­ir stöð­ug­leika.“

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár