Á Skjaldborg verður jafnframt sýnt eldra efni frá Kvikmyndasafni Íslands sem er fengur í. Kristín Andrea Þórðardóttir, kvikmyndaframleiðandi og leikstjóri, er einn stjórnenda hátíðarinnar og hún rabbaði um hátíðina, ásamt Ester Bíbí Ásgeirsdóttur, sem er verkefnastjóri á Kvikmyndasafninu.
Við Kristín Andrea hefjum spjallið meðan við hinkrum eftir Ester Bíbí.
Þegar við skoðum girnilegan bækling um hátíðina bendir hún mér á að þrjár af myndunum eru í fullri lengd. Það eru myndirnar Skuld, í leikstjórn Rutar Sigurðardóttur, Soviet Barbara – The Story of Ragnar Kjartansson in Moscow, í leikstjórn Gauks Úlfarssonar og Heimaleikurinn, í leikstjórn Smára Gunnarssonar og Loga Sigursveinssonar. „Alls verða sautján heimildamyndir frumsýndar á hátíðinni og efnistökin spanna allt frá því að vera djúpstæðar persónulegar sögur yfir í það að snerta á heimsmálunum,“ segir Kristín Andrea.
Þetta eru svo margar myndir að talið berst að undirbúningnum sem hlýtur að kosta blóð, svita og tár!
„Undirbúningurinn …
Athugasemdir