Embætti ríkislögreglustjóra bar „ábyrgð á öryggi gestanna og viðburðarins“, þegar kom að leiðtogafundi Evrópuráðsins, segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir í samtali við Heimildina.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins fór fram í Reykjavík þriðjudaginn 16. maí og miðvikudaginn 17. maí. Þangað mættu um 40 þjóðarleiðtogar, auk þess sem Volodomyr Zelensky, forseti Úkraínu, ávarpaði fundinn í gegnum fjarfundarbúnað, þar sem hann ítrekaði þörfina fyrir frekari vopnasendingar til landsins. „Rússar reyna hvað þeir geta til að verða betri í að drepa. Við reynum hvað við getum til að verða betri í að vernda fólkið okkar,“ sagði Zelensky.
Öryggisgæsla vegna fundarins var mun meiri en Íslendingar eiga almennt að venjast. Nær allir lögreglumenn landsins og erlendir lögreglumenn komu að verkefninu. Við Hörpuna voru vopnaðir lögreglumenn í tugatali, með hríðskotabyssur, leyniskyttur voru á þökum nærliggjandi húsa og búið að loka allri umferð um svæðið. Sigríður Björk segir að verkefnið hafi verið það umfangsmesta á hennar ferli og dagarnir voru …
Athugasemdir (1)