Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Hafa keypt varnarbúnað af Veiðihúsinu Sakka fyrir 46 milljónir frá áramótum

Sig­ríð­ur Björk Guð­jóns­dótt­ir rík­is­lög­reglu­stjóri vann langt fram á kvöld við tryggja ör­yggi gesta á leið­toga­fundi Evr­ópu­ráðs­ins. Hún vill ekki svara hvaða skot­vopn hafi ver­ið keypt fyr­ir fund­inn né hvað verð­ur af þeim.

Hafa keypt varnarbúnað af Veiðihúsinu Sakka fyrir 46 milljónir frá áramótum
Líður vel þrátt fyrir álag Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri vann myrkrana á milli í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins enda nóg að huga að og viðburðurinn sá stærsti á hennar ferli hingað til. Mynd: Bára Huld Beck

Embætti ríkislögreglustjóra bar „ábyrgð á öryggi gestanna og viðburðarins“, þegar kom að leiðtogafundi Evrópuráðsins, segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir í samtali við Heimildina. 

Leiðtogafundur Evrópuráðsins fór fram í Reykjavík þriðjudaginn 16. maí og miðvikudaginn 17. maí. Þangað mættu um 40 þjóðarleiðtogar, auk þess sem Volodomyr Zelensky, forseti Úkraínu, ávarpaði fundinn í gegnum fjarfundarbúnað, þar sem hann ítrekaði þörfina fyrir frekari vopnasendingar til landsins. „Rússar reyna hvað þeir geta til að verða betri í að drepa. Við reynum hvað við getum til að verða betri í að vernda fólkið okkar,“ sagði Zelensky.

Öryggisgæsla vegna fundarins var mun meiri en Íslendingar eiga almennt að venjast. Nær allir lögreglumenn landsins og erlendir lögreglumenn komu að verkefninu. Við Hörpuna voru vopnaðir lögreglumenn í tugatali, með hríðskotabyssur, leyniskyttur voru á þökum nærliggjandi húsa og búið að loka allri umferð um svæðið. Sigríður Björk segir að verkefnið hafi verið það umfangsmesta á hennar ferli og dagarnir voru …

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Tóti Steingríms skrifaði
    Það er stórfurðulegt að þessi fundur sem var víst nokkurn vegin heimssögulegur skyldi ekki hafa fengið neina umfjöllun í erlendum fjölmiðlum. Skýring?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu