Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Það er munur á áhorfanda og stuðningsmanni

Daní­el Örn Sól­veig­ar­son, versl­un­ar­stjóri á Olís á Sæ­braut, elsk­ar fót­bolta. Hann held­ur með Crystal Palace í ensku deild­inni og hef­ur tvisvar far­ið á völl­inn þar. Hann tel­ur mik­inn mun á stuðn­ings­manni og áhorf­end­um, á Ís­landi eru helst áhorf­end­ur en í Englandi eru stuðn­ings­menn sem hrópa og syngja og fá út­rás.

Það er munur á áhorfanda og stuðningsmanni

Ég heiti Daníel Örn Sólveigarson og við erum á Olís á Sæbraut. Ég er verslunarstjóri hér. Ég er búinn að vera hér í tvö ár. Það skemmtilegasta við þessa vinnu er fjölbreytileikinn og mikið af skemmtilegu fólki sem kemur hingað. Stærsti kúnnahópurinn eru fastakúnnar og við fáum að kynnast þeim helling. Það er hluti af því sem er skemmtilegt við þetta starf. Við náum alveg að spjalla mikið þegar gefst tími inn á milli. Það er mjög skemmtilegt. Hinn týpíski fastakúnni eru leigubílstjórar og atvinnubílstjórar. 

Enski boltinn er mér efst í huga. Tímabilið er að klárast og svo er reyndar íslenski boltinn að byrja. Ég held með Crystal Palace í ensku og Víking Reykjavík. Ég held að við séum svona fimmtán á Íslandi sem höldum með Crystal Palace. Maður frænku minnar á Norðfirði byrjaði að halda með þeim þegar þeir voru lélegasta liðið á Englandi og hann náði að smita mig og ég sé ekki eftir því. 

Ég hef tvisvar farið út á leik og er að fara núna á föstudaginn út með átta ára litla frænda minn á hans fyrsta leik. Það komast 26 þúsund manns fyrir á vellinum úti, sem er lítið miðað við önnur lið, eins og Old Trafford, sem eru með 80 þúsund manns í sæti. En þetta er mjög skemmtilegur klúbbur með mikla sögu, elsti atvinnumannaklúbbur í heimi. 

Sá atburður sem breytti lífi mínu var árið 2013 þegar Crystal Palace fóru í fyrsta skipti í fjórtán ár í úrvalsdeildina. Þá gat ég horft á alla leiki í stað þess að horfa bara á einn á ári. 

Ég fer svo á alla leiki með Víking Reykjavík, sem eru einmitt á toppnum í deildinni.  

Hérna heima er meira af áhorfendum en úti eru stuðningsmenn, það eru meiri læti og stemning þar. En það er svo sem að aukast hérna líka en mest bara klappað þegar einhver skorar mörk. Stuðningsmenn lifa fyrir liðið sitt, standa allan leikinn og syngja. Hér er minna um það. Það er skemmtilegra að fara á leiki úti. Ég væri til í að stemningin væri eins hér en það er erfiðara.

Það virðist vera að þegar maður er kominn yfir ákveðinn aldur er orðið asnalegt að haga sér svona. Úti er samt eldra fólk sem hagar sér svona, sem er kannski búið að vera að mæta á völlinn í 50 ár og er enn þá með brjáluð læti. Þetta er rosalega góð útrás og ég væri til í að þetta væri svona hér. Ég held að þetta snúist líka um að hér þekkja allir alla og þá er kjánalegt að öskra á einhverjum fótboltaleik, þeir eru bara óheflaðari þarna úti. 

Ég æfði fótbolta með yngri flokkum og nú er ég aðeins í neðri deildunum, ég er aðeins að sparka í neðri deildar bolta en ekkert alvarlegt. Þetta eru bara amatörar. Ég mæti samt á æfingu tvisvar til þrisvar í viku. Ég er að spila með Álafossi í Mosó. Það er mjög góð stemning, þetta er aðallega upp á stemninguna að gera. Við vinnum ekki oft leiki en við spiluðum í utandeildinni í sumar og unnum hana, við vinnum alveg eitthvað. Það var geðveikt gaman. Við fögnuðum og fengum okkur bjór. 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
4
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár