Húsnæðisverð hefur hækkað meira á Íslandi en í nokkru öðru ríki innan Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) síðasta rúma áratuginn. Ef horft er á höfuðborgarsvæðið, þar sem næstum tveir af hverjum þremur íbúum landsins búa, hefur það nálægt því þrefaldast í krónum talið. Að raunvirði, þegar búið er að leiðrétta fyrir verðbólgu, hefur það rúmlega tvöfaldast, hækkað um 104 prósent á tíu árum. Til samanburðar hækkaði húsnæðisverð í Noregi að raunvirði um 23 prósent á sama tíma.
Nokkrar samhangandi breytur hafa skapað það ástand. Í fyrsta lagi hefur verið miklu meiri eftirspurn eftir húsnæði en framboð. Ástæða þess er meðal annars sú að hægt var allt of mikið á byggingu nýs húsnæðis eftir bankahrunið. Hún er líka sú að stórkostlegur uppgangur ferðaþjónustu – þar sem ferðamönnum fjölgaði úr 672 þúsund árið 2012 í 2,3 milljónir árið 2018 – hefur sett mikinn þrýsting á húsnæðismarkaðinn. Bæði hefur þurft að taka …
Athugasemdir (2)