Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Íbúðaverð hefur margfaldast, vaxtakostnaður stóraukist og snjóhengja fram undan

Gríð­ar­leg aukn­ing ferða­manna og fjölg­un þeirra sem starfa við ferða­þjón­ustu hef­ur auk­ið eft­ir­spurn eft­ir íbúð­um á Ís­landi veru­lega. Íbúa­fjöld­inn nálg­ast 400 þús­und og íbú­um fjölg­ar um þús­und á mán­uði. Seðla­banka­stjóra var brugð­ið þeg­ar þess­ar töl­ur voru sett­ar fyr­ir fram­an hann og hvatti hann banka til að sýna sam­fé­lags­lega ábyrgð.

Íbúðaverð hefur margfaldast, vaxtakostnaður stóraukist og snjóhengja fram undan
Íbúum fjölgar um þúsund á mánuði Ferðaþjónustan er mjög mannaflsfrek atvinnugrein. Gríðarleg aukning ferðamanna og fjölgun þeirra sem starfa við ferðaþjónustu hefur aukið eftirspurn eftir íbúðum á Íslandi verulega. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Húsnæðisverð hefur hækkað meira á Íslandi en í nokkru öðru ríki innan Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) síðasta rúma áratuginn. Ef horft er á höfuðborgarsvæðið, þar sem næstum tveir af hverjum þremur íbúum landsins búa, hefur það nálægt því þrefaldast í krónum talið. Að raunvirði, þegar búið er að leiðrétta fyrir verðbólgu, hefur það rúmlega tvöfaldast, hækkað um 104 prósent á tíu árum. Til samanburðar hækkaði húsnæðisverð í Noregi að raunvirði um 23 prósent á sama tíma. 

Nokkrar samhangandi breytur hafa skapað það ástand. Í fyrsta lagi hefur verið miklu meiri eftirspurn eftir húsnæði en framboð. Ástæða þess er meðal annars sú að hægt var allt of mikið á byggingu nýs húsnæðis eftir bankahrunið. Hún er líka sú að stórkostlegur uppgangur ferðaþjónustu – þar sem ferðamönnum fjölgaði úr 672 þúsund árið 2012 í 2,3 milljónir árið 2018 – hefur sett mikinn þrýsting á húsnæðismarkaðinn. Bæði hefur þurft að taka …

Kjósa
39
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Sammála nafna mínum, góð grein. Hin hliðin á þessum peningi er jú sú staðreind að okkar líðræði og þróun byggir á að viðhalda stöðu innfluttra og réttinda lausra, það vita þó mannvitsbrekkurnar sem við fáum að kjósa, til þess að stjórna okkur.
    0
  • JÞM
    Jóhann Þór Magnússon skrifaði
    Mjög góð og tímabær samantekt hjá Þórði Snæ. Það sem vantar til að umræðan um húsnæðisvandan bíti betur er að varpa ljósi á tölfræði húsnæðis undirheimanna. Tölfræði yfir þá sem búa í svartri leigu í óleyfis húsnæði, kolakjöllurum. Tölfræði yfir þá sem búa eins og síld í tunnu í íbúðum sem er búið að stúka niður í smáherbergi í óleyfi, húsnæði sem engin íslendingur mundi láta bjóða sér. Húsnæði sem ákveðnir flokkar berjast með kjafti og klóm gegn því að slökkviliðið fái að skoða. Tölfræði yfir unga og miðaldra Íslendinga sem væru fluttir úr foreldrahúsum í eðlilegu ástandi á fasteignamarkaði- hluti snjóhengjunnar. En svo er viðbúið að a.m.k sumir stjórnmálaflokkar gefi skít í hvernig fátækt erlent verkafólk hefur það í þessum hreysum - þau hafa jú fæst atkvæðisrétt í Alþingiskosningum. Mörgum virðist þægilegast að þetta sé bara ósýnilega fólkið sem þrífur hótelherbergin og sjái um aðra vinnu sem Íslendingar hafa minni en engan áhuga á.
    9
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
1
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Leitin að upprunanum
4
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár