Ríkisstofnunin Vísindagarðar Háskóla Íslands gerði samkomulag við samheitalyfjafyrirtæki fjárfestisins Róberts Wessman árið 2013 sem hjálpaði honum við að byggja og eignast lyfjaverksmiðju í Vatnsmýrinni án þess að leggja fram neina fjármuni sjálfur.
Félög Róberts seldu lyfjaþróunarfyrirtækinu Alvotech verksmiðjuna í lok síðasta árs eftir að hafa leigt hana til félagsins um árabil. Kaupverðið var greitt með skuldabréfum, með breytirétti í hlutafé í Alvotech, og seldu félög Róberts þessi skuldabréf í byrjun apríl 2023 fyrir tæpa 12 milljarða króna og innleystu þar með milljarða króna hagnað. Hlutabréf í Alvotech hrundu í kjölfarið eftir að félagið fékk ekki markaðsleyfi til að selja lyfið Humira í Bandaríkjunum.
Þannig lauk tíu ára sögu af eignarhaldi Róberts Wessman og félaga hans á verksmiðjunni með því að hann hafi hagnast vel á henni í gegnum net íslenskra og erlendra félaga þar sem eignarhaldið …
Athugasemdir