Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Stórhættulegir og bráðdrepandi ópíóíðar valda ótta og usla

Ópíóíðafíkn vex með hverju ári og ótt­ast er að met­fjöldi muni lát­ast á þessu ári vegna henn­ar. Heim­ild­in tók sam­an 10 stað­reynd­ir um þenn­an mikla skað­vald.

Stórhættulegir og bráðdrepandi ópíóíðar valda ótta og usla
Lyfinu ávísað við svæsnum verkjum Ópíóíðum er almennt ávísað við svæsnum eða meðalsvæsnum verkjum. Mynd: Heiða Helgadóttir

1.

Ópíöt eru lyf sem eru annaðhvort unnin úr ópíumi eða hafa svipaða efnafræðilega byggingu og virkni og slík lyf. Meðal ópíata teljast meðal annars morfín, heróín, kódín, metadón og petidín. Þau hafa áhrif á heila og miðtaugakerfi, til dæmis hafa þau öflug verkjastillandi áhrif og valda syfju, sljóleika og sælutilfinningu.

2.

Ópíöt eru mjög vanabindandi og fólk sem hættir neyslu þeirra eftir að vera orðið háð þeim finnur fyrir sterkum fráhvarfseinkennum. Þetta á sérstaklega við um sterkari ópíöt á borð við heróín og morfín. Af þessum sökum er framleiðsla á heróíni almennt bönnuð með lögum og morfín er aðeins notað undir ströngu eftirliti og við sérstakar kringumstæður vegna kvalastillandi áhrifa þess.

3.

Ópíum er duft sem unnið er úr safa ópíum-valmúans. Það er blanda af nokkrum efnasamböndum og þar á meðal eru morfín og kódín. Heróín er svo unnið úr morfíni. Svokölluð efnasmíðuð ópíöt eru framleidd á rannsóknarstofum og meðal þeirra er metadón sem er til dæmis notað til að draga úr fráhvarfseinkennum hjá þeim sem reyna að hætta heróínneyslu.

4.

Ópíóíðum er almennt ávísað við svæsnum eða meðalsvæsnum verkjum. Gagnsemi ópíóíða til verkjastillingar í skammtímameðhöndlun mikilla verkja, af öðrum toga en krabbameini, er vel staðfest í rannsóknum en aftur á móti hefur gagnsemi ópíóíða í langtímameðferð við verkjum ekki verið staðfest. Meðferð langvinnra verkja getur verið mjög flókin. 

5.

Lyfjafyrirtækið Purdue Pharma setti svokallað OxyContin, sem flokkast sem ópíóíðar, á markað árið 1996 en það var framleitt í stórum stíl þar í landi. Framleiðsla og sala á þessum verkjalyfjum stórjókst svo á fyrsta áratug aldarinnar þegar samheitalyfjafyrirtæki eins og Actavis byrjuðu að framleiða samheitaútgáfu af Oxycontin og eins eigin morfínlyf sem voru frumlyf. 

Stóra breytingin með OxyContin var að Purdue Pharma markaðssetti lyfið þannig að það væri hægt að nota það að staðaldri gegn krónískum, langvinnum verkjum eins og í baki, sinaskeiðabólgu, gigt og jafnvel höfuðverk. Einn af sölupunktum fyrirtækisins á OxyContin var að „einungis minna en 1 prósent notendanna yrðu háðir því“.

6.

Reglulega kemur upp umræða í íslensku samfélagi um ópíóíðafíkn. Engar staðfestar tölur liggja fyrir yfir hversu margir hafa látist á þessu ári hjá Landlæknisembættinu sem heldur utan um tölfræði um dánarorsök. Gögn frá sjúkrahúsinu Vogi sýna að 20 einstaklingar undir 50 ára, sem hafa nýtt þau úrræði sem sjúkrahúsið býður upp á, hafa látist á fyrstu þremur mánuðum ársins.

7.

Í viðtali við Stundina fyrir um ári síðan sagðist rúmlega 30 ára íslensk kona hafa stundað það um nokkurra ára skeið á síðasta áratug að kaupa OxyContin á Spáni og selja lyfið á Íslandi. Konan segist fyrst hafa orðið vör við OxyContin á fíkniefnamarkaðinum á Íslandi árið 2014. Hún sagðist meðal annars hafa falsað bréf frá íslenskum lækni um að hún væri með bakverki. Svo hefði hún farið með þetta bréf til Spánar og fengið ávísað OxyContin þar í landi. Hún flutti þetta OxyContin svo til Íslands og seldi það hér á landi. Pillan á Spáni kostaði 1.000 krónur en konan seldi hana á 8.000 krónur á Íslandi. Konan keypti einnig lyf á Íslandi, af milliliðum.

Hún greindi frá því að aðgengið að OxyContin á svarta markaðinum væri frekar gott, meðal annars vegna þessa innflutnings frá Spáni. Viðskiptin með þessi lyf færu fram í gegnum samskiptaforrit eins og Telegram.

8.

Yfirlæknir á Vogi, Valgerður Rúnarsdóttir, sagði í viðtali við RÚV fyrir stuttu að hún óttaðist að það stefndi í metár í andlátum vegna fíknisjúkdóma. Hún sagði að mikil aukning væri í ópíóíðafíkn – sérstaklega hjá þessum yngri hóp. „Það er mjög hættuleg fíkn. Þessi sterku verkjalyf, OxyContin og Contalgin, sem er fyrst og fremst verið að nota á Íslandi, þau eru bara bráðdrepandi.“

Óttast ástandiðValgerður segir að metfjöldi falli frá vegna fíknisjúkdóma á þessu ári. Ekki liggja fyrir nákvæmar tölur hjá Landlæknisembættinu.

9.

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra tjáði sig um sláandi tölur látinna á þessu ári á Alþingi í þar síðustu viku. „Við verðum bara að horfa á þessar óyggjandi tölur og þurfum að gera fjölmargt, betur og meir.“ Hann sagði að fjölmargt þyrfti að gera. „Það þarf sveitarfélögin og sameiginlegt átak þings og ríkisstjórnar, þvert á ráðuneyti og með sveitarfélögum, og skoða þarf skaðaminnkandi úrræði.“

Sameiginlegt átakHeilbrigðisráðherra segir að nú þurfi sameiginlegt átak sveitarfélaga, þings og ríkisstjórnar.

Hann sagði jafnframt að auka þyrfti forvarnir og fræðslu og ná til þeirra félagasamtaka sem vinna með fjölskyldum og veita aukinn stuðning við þær. „Við þurfum að koma á þessari viðbragðsþjónustu og auka aðgengi og svo þurfum við að horfa til þessara skaðaminnkandi úrræða, frekari klíník, neyslurými.“ Enn fremur væru stjórnvöld að skoða það að bæta við þjónustu á sjúkrahúsinu Vogi, svokallaðri viðbragðsþjónustu, og auka samvinnu við Landspítalann um þá lífsbjargandi viðhaldsmeðferð sem veitt er þar. 

Í lok apríl lagði Willum fram minnisblað um að verja 170  millj­ón­um króna á árs­grund­velli í að­gerð­ir til að sporna við skaða af völd­um ópíóða. Á rík­is­stjórn­ar­fundi í dag var þessi upp­hæð hækk­uð um 55 millj­ón­ir og sam­þykkt að verja 225 millj­ón­um í mála­flokk­inn.

10.

Í þessari umræðu allri hefur lyfið Naloxone borið á góma en það er mótefni gegn ópíóíðlyfjum eins og morfín, fentanýl, oxykódon, heróín, metadón og búprenorfín. Naloxone hefur mikla sækni í ópíóíðviðtaka og ryður í burtu og kemur í veg fyrir að ópíóíðarnir nái að bindast og valda verkjun. Lyfið stöðvar verkun ópíóíða tímabundið og kemur ekki í staðinn fyrir bráðaþjónustu læknis. Lyfið er notað sem neyðarlyf og er notað tafarlaust við ofskömmtun ópíóíða eða hugsanlegri ofskömmtun ópíóíða hjá fullorðnum og unglingum 14 ára og eldri. Einkenni ofskömmtunar geta verið öndunarerfiðleikar, alvarleg syfja og bregst ekki við miklum hávaða eða snertingu.

Heilbrigðisráðuneytið gaf út yfirlýsingu í júní í fyrra þar sem sagði að Naloxone-nefúði yrði aðgengilegur um allt land, notendum að kostnaðarlausu. Naloxone er hvorki ávanabindandi né hættulegt og eina ábendingin fyrir notkun þess er tafarlaus neyðarmeðferð við þekktri eða ætlaðri ofskömmtun ópíóíða sem kemur fram sem öndunarbæling og/eða bæling á miðtaugakerfinu. Eftir sem áður þarf að koma viðkomandi undir læknishendur. Stjórnvöld skoða nú hvort hægt sé að setja Naloxone í lausasölu – þó að það hafi ekki verið samþykkt af Lyfjastofnun Evrópu.

Heimild:

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Vilhjálmur Hjaltalín skrifaði
    Fíkn í ópíóða er llíklega versta fíkn sem til er. Fráhvarfseinkennin eru hræðileg og mikil hætta á ofskömmtun sem leiðir til dauða. Það er fyrir löngu búið að dæma framleiðandur ópíóðalyfja fyrir að ljúga til um skaðsemina af langvarandi notkun þeirra. Samt eru læknar ennþá að skrifa upp á þau fyrir langvarandi verki. Hvernig væri að ráðherra byrjaði á réttum enda og setti miklu strangari reglur um ávísanir á þessi lyf. Það er algjörlega óboðlegt að læknar séu í stórum stíl að gera fólk að fíklum.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

10 staðreyndir

Mest lesið

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Þórður Snær Júlíusson
3
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
6
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Kostnaður við árshátíð fram úr skattfrelsi: „Ekki einhver trylltur glamúr“
8
Viðskipti

Kostn­að­ur við árs­há­tíð fram úr skatt­frelsi: „Ekki ein­hver tryllt­ur glamúr“

Kostn­að­ur á hvern starfs­mann við árs­há­tíð Lands­virkj­un­ar fór fram úr skatt­frjáls­um kostn­aði um 34 til 230 þús­und á mann, eft­ir því hvernig á það er lit­ið, og gæti starfs­fólk­ið því þurft að greiða skatt af þeim krón­um. Lands­virkj­un ætl­ar, að sögn upp­lýs­inga­full­trúa, að fara að lög­um og regl­um um skatt­skil en gef­ur ekki uppi hvernig upp­gjör­inu er hátt­að gagn­vart starfs­fólk­inu.
„Hætta á misferli“ – Alvarlegar athugasemdir KPMG við fjárreiður Blaðamannafélagsins
9
Fréttir

„Hætta á mis­ferli“ – Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir KP­MG við fjár­reið­ur Blaða­manna­fé­lags­ins

Fyrr­ver­andi formað­ur og fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags Ís­lands milli­færði end­ur­tek­ið á sig fyr­ir­fram­greidd laun sem hann end­ur­greiddi vaxta­laust allt að hálfu ári síð­ar, keypti tíu tölv­ur fyr­ir sig á níu ár­um og greiddi út styrki án sam­þykk­is stjórn­ar. KP­MG ger­ir at­huga­semd­ir við þetta í nýrri skýrslu sem unn­in var að beiðni stjórna BÍ. Hjálm­ar Jóns­son, sem sagt var upp hjá fé­lag­inu í árs­byrj­un, seg­ir þetta allt eiga sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
6
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
7
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
8
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
Heimilið er að koma aftur í tísku
10
Innlit

Heim­il­ið er að koma aft­ur í tísku

Í Hús­stjórn­ar­skól­an­um í Reykja­vík fá nem­end­ur tæki­færi til að læra allt sem við kem­ur því að reka heim­ili, auk þess sem þau læra hannyrð­ir. Kenn­ar­ar í skól­an­um segja hann frá­bær­an und­ir­bún­ing fyr­ir líf­ið en flest­ir nem­end­ur eru um tví­tugs­ald­ur­inn. Þá eru kenn­ar­arn­ir sam­mála um að hrað­inn í sam­fé­lag­inu sé orð­in mik­ill og þá sé fátt betra en að hægja á sér inni á heim­il­inu og sinna áhuga­mál­um sín­um og sér í leið­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár