Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Afplánun Holmes frestað – um sinn

El­iza­beth Hol­mes, sem ætl­aði að bjarga heim­in­um með bylt­ing­ar­kenndri blóð­skimun­ar­tækni en var dæmd í 11 ára fang­elsi fyr­ir að svíkja fjár­festa, átti að hefja afplán­un á fimmtu­dag. Því hef­ur nú ver­ið sleg­ið á frest á með­an hún bíð­ur nið­ur­stöðu áfrýj­un­ar­dóm­stóls.

Afplánun Holmes frestað – um sinn
Frumkvöðull eða glæpamaður? Elizabeth Holmes, stofnandi líftæknifyrirtækisins Theranos, ætlaði að breyta heiminum með byltingarkenndri blóðskimunartækni. Hún var dæmd í 11 ára fangelsi fyrir að svíkja fjárfesta og reynir nú hvað hún getur til að fresta afplánun. Mynd: AFP

Sem barn þráði Elizabeth Holmes ekkert meira en uppgötva eitthvað sem mannkynið vissi ekki að væri mögulegt. Hún hætti í háskólanámi og stofnaði líftæknifyrirtækið Theranos sem átti að geta greint sjúkdóma með einum blóðdropa. Tækin sem Holmes lét vísindamenn sína nota voru hins vegar þegar aðgengileg á markaði og hún vissi sjálf að tæknin sem hún barðist fyrir virkaði ekki. En hún lét það ekki stöðva sig og sveik fé út úr fjölda fjárfesta áður en upp komst um að vísindin að baki starfi Theranos stóðust ekki. 

Holmes var dæmd í 11 ára fangelsi í nóvember í fyrra og átti að hefja afplánun á fimmtudag. Alríkisdómstóll í Kaliforníu hafnaði beiðni Holmes fyrr í mánuðinum um frestun afplánunar á meðan hún bíður þess að mál hennar verður tekið til áfrýjunar. Beiðninni var hafnað þar sem dómari taldi Holmes ekki ná að sýna fram á að áfrýjunarferlið myndi leiða til nýrra réttarhalda. 

Lögmenn Holmes lögðu hins vegar fram nýja áfrýjunarbeiðni í vikunni, nú til níunda áfrýjunardómstóls Bandaríkjanna (e. United States Courts for the Ninth Circuit) og með henni frestast afplánun Holmes sjálfkrafa þar til áfrýjunardómstóllinn hefur tekið afstöðu til beiðninnar. Holmes er því frjáls ferða sinna, gegn tryggingu, þar til ákvörðun áfrýjunardómstólsins liggur fyrir.

Afplánun Sunny hafin

Ramesh “Sunny” Balwani,  fyrrum viðskiptafélagi og kærasti Holmes, hefur farið svipaða leið í gegnum dómskerfið og Holmes. Hann var dæmdur í 13 ára fangelsi síðasta sumar og átti að hefja afplánun í nóvember en tókst að fresta því nokkrum sinnum, þar til nú en hann hóf afplánun í San Pedro alríkisfangelsinu í Kaliforníu 20. apríl eftir að áfrýjunardómstóll hafnaði beiðni hans um endurupptöku. 

Mál Holmes og Theranos vakti gríðarlega athygli þegar upp komst að Theranos, líftæknifyrirtæki sem Holmes stofnaði þegar hún var 19 ára gömul, stundaði rannsóknir sínar með tækjum sem þegar voru til. Í rétt­ar­höld­unum í jan­úar í fyrra sak­aði Holmes Balwani um and­­legt ofbeldi og kyn­­ferð­is­­lega mis­­­notkun sem átti sér stað á þeim tíma sem hún á að hafa svikið fjár­­­festa. Holmes segir að ofbeldið hafi haft áhrif á and­­legt ástand hennar á þessum tíma.

13 ára fangelsiRamesh "Sunny" Balwani, fyrrverandi kærasti og viðskiptafélagi Elizabeth Holmes, hóf 13 ára afplánun sína 20. apríl.

Var sannfærð um eigin snilligáfu

Holmes ætlaði alltaf að ná langt. Í bréfi sem hún skrifaði föður sínum níu ára gömul sagð­ist hún „þrá mest af öllu að upp­götva eitt­hvað nýtt, eitt­hvað sem mann­kynið vissi ekki að væri mögu­leg­t“. Hún hóf nám í efna­verk­fræði við Stan­for­d-há­skóla árið 2002 þar sem hún fékk þá hug­mynd að fram­leiða plástra sem geta sagt til um sýk­ingar og veitt sýkla­lyf eftir þörf­um. Phyllis Gar­dner, sér­fræð­ingur í klínískri lyfja­fræði við háskól­ann, sagði Holmes að slíkt myndi ekki ganga upp. „Hún starði bara á mig,“ segir Gar­dner í sam­tali við BBC. Holmes var sann­færð um eigin snilli­gáfu að sögn Gar­dner. „Hún hafði ekki áhuga á sér­þekk­ingu minni og það vakti með mér óhug“.

Holmes hélt ótrauð áfram, hætti í háskóla­nám­inu og stofn­aði líf­tækni­fyr­ir­tækið Thera­nos árið 2003, þá aðeins 19 ára göm­ul. 13 árum síðar kom hún af krafti inn í Kís­ildal­inn þegar hún hélt því fram að hafa þróað bylt­ing­ar­kennda blóð­skimun­ar­tækni sem gæti greint hund­ruð sjúk­dóma, líkt og krabba­mein og syk­ur­sýki, með örfáum blóð­drop­um. Með þess­ari bylt­ing­ar­kennda nýju tækni yrðu nálar úr sög­unni. Holmes sann­færði marga valda­mikla ein­stak­linga til að fjár­festa í fyr­ir­tæk­inu eða sitja í stjórn þess. Eða bæði. Þeirra á meðal eru fjöl­miðla­jöf­ur­inn Rupert Mur­doch og tækniris­inn Larry Elli­son. Þá áttu tveir áhrifa­miklir stjórn­mála­menn sæti í stjórn Thera­nos, Henry Kiss­in­ger fyrr­ver­andi utan­rík­is­ráð­herra og James Mattis fyrr­ver­andi varn­ar­mála­ráð­herra.

„Næsti Steve Jobs“Elizabeth Holmes var útnefnd ein af áhrifamestu einstaklingum ársins 2015 af Time Magazine. Stuttu seinna steig fram upp­ljóstr­ari innan fyr­ir­tæk­is­ins og sagð­ist efast um grein­ing­ar­tæki fyr­ir­tæk­is­ins.

Þegar best lét var Thera­nos metið á níu millj­arða doll­ara eða sem nemur rúmum 1.200 millj­örðum króna. Fjölmiðlar fjölluðu um Holmes sem yngsta kvenkyns milljarðamæringinn sem byrjaði frá grunni, hún átti að vera „næsti Steve Jobs“ og Time Magazine útnefndi hana eina af áhrifamestu einstaklingum ársins 2015. 

En það ár fór að halla undan fæti þegar upp­ljóstr­ari innan fyr­ir­tæk­is­ins steig fram og sagð­ist efast um grein­ing­ar­tæki fyr­ir­tæk­is­ins. The Wall Street Journal birti ítar­legar frétta­skýr­ingar um fyr­ir­tækið þar sem í ljós kom að Thera­nos stund­aði rann­sóknir sínar með tækjum sem þegar voru aðgengi­leg á mark­aði. Fljót­lega kom í ljós að um stærð­ar­innar blekk­ing­ar­leik var að ræða. Starfs­leyfi fyr­ir­tæk­is­ins var aft­ur­kallað árið 2016 og tveimur árum síðar var Thera­nos leyst upp.

Holmes var hand­tekin í júní 2018, sökuð um að hafa svikið fjár­festa um 945 millj­ónir doll­ara, sem nemur rúm­lega 128 millj­örðum króna. Holmes var látin laus gegn trygg­ingu og árið 2019 gift­ist hún William Evans, 27 ára erf­ingja Evans-hót­el­keðj­unn­ar. Þau eign­uð­ust son í júlí 2021. Nýtil­komið móð­ur­hlut­verk Holmes var talið geta haft áhrif á ákvörðun kvið­dóms­ins en svo virð­ist ekki hafa ver­ið.

Ólétt á leið í dómsalElizabeth Holmes á leið í dómsal í fylgd móður sinnar og eiginmanns í nóvember í fyrra þegar dómur yfir henni var kveðinn upp. Hún var þá komin sex mánuði á leið með annað barn þeirra hjóna.

„Ég er nið­ur­brotin vegna mis­gjörða minna“

Dómur var kveðinn upp í nóvember í fyrra. „Ég er nið­ur­brotin vegna mis­gjörða minna,“ sagði tár­vot Holmes í dóm­sal í þegar hún var dæmd til 11 ára fang­els­is­vistar fyrir að svíkja fjár­festa. Dóm­ur­inn markaði ákveðin kafla­skil í ára­langri umræðu um menn­ingu í Kís­ildalnum sem snýr að ýkjum og öfgum í frum­kvöðla­heim­in­um. Nið­ur­staða dóms­ins sendir skýr skila­boð til Kís­ildals­ins: Það eru afleið­ingar af því að ljúga að fjár­­­festum.

Holmes var ólétt að öðru barni sínu þegar dómur var kveðinn upp og rétt eins og í réttarhöldunum var þeirri spurningu velt upp hvort barneignir myndu hafa áhrif á afstöðu dómara. Edward Davila, dómari í máli Holmes, einblíndi hins vegar á gjörðir hennar. Dóm­ar­inn sagði Holmes „bráð­gáf­að­an“ frum­kvöðul. Harm­leik­ur­inn í þessu máli, að mati hans, er að Holmes er bráð­gáf­uð. „Mi­s­tök eru eðli­leg. En að mis­takast með því að svíkja fé út úr fólki er ekki í lag­i,“ sagði Dav­ila í beinu ávarpi til Holmes þegar hann kvað upp dóm sinn.

Holmes hefur nú barist fyrir því í fimm mánuði að áfrýja dómnum og um leið fresta afplánun, sem átti að hefjast 27. apríl. 

Mál hennar á líklega eftir að velkjast um í dómskerfinu næstu mánuði og jafnvel ár en niðurstaða áfrýjunardómstóls um hvort hún fái að ganga laus gegn tryggingu á meðan það ferli stendur yfir ætti að skýrist innan örfárra vikna. 

Fastlega má gera ráð fyrir því að Holmes muni verja öllum stundum með fjölskyldunni þangað til. Holmes giftist William Evans, 28 ára erfingja Evans-hótelkeðjunnar, árið 2019 og saman eiga þau tvö börn; William sem er tveggja ára og dótturina Invicta sem fæddist í febrúar. 

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár