Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Leysum ekki fíknivanda með því að taka á einkennunum heldur með því að fara í kjarnann

Or­sök fíkn­ar er ekki efn­ið held­ur erf­ið­leik­arn­ir, seg­ir Björn Leví Gunn­ars­son þing­mað­ur Pírata. Heil­brigð­is­ráð­herra tek­ur und­ir og seg­ir þörf á fjöl­breytt­um úr­ræð­um og að af­glæpa­væð­ing kunni að vera eitt af þeim. „Við þurf­um að horfa á þetta í heild sinni,“ seg­ir hann.

Leysum ekki fíknivanda með því að taka á einkennunum heldur með því að fara í kjarnann
Þingmaðurinn segir að fíllinn í herberginu sé refsingarnar sem fólk sem á í þessum vanda glímir við – og hræðslan við það að verða refsað Mynd: Bára Huld Beck

„Við leysum ekki vandann með því að taka á einkennunum. Við leysum vandann með því að fara í kjarnann, með því að fara í það hvaðan vandinn er sprottinn og hann kemur úr erfiðleikum, yfirleitt úr þessum tómleika sem fólk reynir að fylla upp í, úr skorti á tengslum.“

Þetta sagði Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata á þingi í dag en hann spurði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma út í aðgerðir vegna fíkniefnavanda. 

Þingmanninum var niðri fyrir þegar hann spurði ráðherrann út í málið. Hann sagði að sífellt væri verið að leita að einhverjum plástrum á núverandi refsikerfi „þegar við vitum að það er fíllinn í herberginu; refsingarnar sem fólk sem á í þessum vanda glímir við, bara hræðsluna við það að verða refsað“. 

Erfiðleikarnir eru orsökin

Björn Leví sagði að refsingar löguðu ekki vandann heldur gerðu hann verri ef eitthvað væri því að orsök fíknar væri ekki efnið. „Það eru erfiðleikarnir, það er tómleikinn sem fíknin fyllir upp í. Við múrum ekkert upp í tómleikann og lokum hann á bak við lás og slá og segjum: Nú er málinu reddað. Það virkar einfaldlega ekki þannig. Við þurfum í alvörunni að hugsa þetta aðeins lengra. Við þurfum að horfast í augu við það að þetta stríð gegn dópi, gegn vímuefnum, hefur ekki virkað. Það er ekki hægt að lemja það úr fólki að leita sér einhvers konar sáluhjálpar, í þessu tilviki í einhverjum efnum sem valda vandræðum. 

Við leysum ekki vandann með því að taka á einkennunum. Við leysum vandann með því að fara í kjarnann, með því að fara í það hvaðan vandinn er sprottinn og hann kemur úr erfiðleikum, yfirleitt úr þessum tómleika sem fólk reynir að fylla upp í, úr skorti á tengslum. Það má alveg horfa á það til dæmis hvaða tengslarof urðu til að mynda í samkomutakmörkunum. Við þurfum í alvörunni að horfast í augu við þetta, ekki vera að refsa fólki fyrir vandamál sín heldur hjálpa því,“ sagði Björn Leví. 

Þurfum fjölbreytt úrræði og afglæpavæðing kann að vera eitt af þeim

Ráðherrann svaraði og sagði að horfa yrði á þetta sem alþjóðlegt vandamál og því miður væri þessi þróun víða. „Það er eitthvað að brotna upp í samfélaginu,“ sagði hann og tók undir með Birni Leví að það væru mjög oft flóknar orsakir, oft og tíðum félagslegs eðlis, sem lægju að baki. „Þess vegna þurfum við að gera margt þegar kemur að stuðningi og meðferð við fíknisjúkdómum og sérstaklega þegar við erum að ræða þennan skelfilega ópíóíðafaraldur þar sem sterk efni eru á ferð.

Við þurfum fjölbreytt úrræði og afglæpavæðing kann að vera eitt af þeim. Við höfum einhvern veginn ekki náð sátt um það hvernig því yrði fyrir komið í lögum, hvorki hér á þingi né í þeim starfshópi sem allir aðilar hafa verið þátttakendur í. Í gegnum samtalið í þeim hópi hefur það birst mér að við þurfum að takast sameiginlega á við þetta verkefni,“ sagði hann. 

Willum ÞórHeilbrigðisráðherra segir að gera þurfi margt þegar kemur að stuðningi og meðferð við fíknisjúkdómum.

Willum Þór tók einnig undir það með Birni Leví að það leysti engan vanda að horfa á þetta sem einhvers konar glæpi. „Við erum að hjálpa fólki, sjúku fólki. Það er kjarninn í þessu. Ég trúi því að einhvers konar sameiginleg sátt náist þvert yfir um að nálgast verkefnið þannig, án þess að við þurfum að fara í einhverjar skilgreiningar á því hvað eru neysluskammtar og hvað ekki.“

Þarf ekki að finna upp hjólið

Björn Leví kom aftur í pontu og sagði að ekki þyrfti að finna upp hjólið í þessum málum. „Þetta hefur verið gert í öðrum löndum. Þetta er ekki svona flókið, að við þurfum einhvern veginn að vesenast í því hvernig nákvæmlega er hægt að útfæra þetta í lögum hér á Alþingi. Það á bara að byrja á að gera þetta. Við erum að spila hérna leik með líf fólks.“

Benti hann á að ráðherra þekkti það sem þjálfari þegar hann væri að spila leik og kominn undir að þá ætti að skipta um aðferð. „Við hættum jafnvel að spila þennan fótbolta yfirleitt af því að hann kostar mannslíf. Við þurfum að velja einhvern annan leik, leik þar sem líf eru ekki undir,“ sagði hann. 

Björn Leví átti erfitt með að ljúka máli sínu og afsakaði sig. „Ég á bara erfitt með mig hérna því að skammsýni sumra þingmanna hér í óundirbúnum fyrirspurnum leggst dálítið þungt á mig. Mér finnst gríðarlega sjálfhverft einhvern veginn að horfa á þetta einhvern veginn sem – bara afsakið.“

Afglæpavæðing ein og sér leysir ekki vandann

Ráðherrann svaraði í annað sinn og ítrekaði að þetta hvíldi þungt á öllum. Björn Leví greip fram í og sagði: „Gerum þá eitthvað.“

Willum Þór sagði að stjórnvöld væru að gera fjölmargt til þess að styðja fólk og hjálpa því í gegnum þennan skelfilega sjúkdóm, bráðdrepandi sjúkdóm þegar kæmi að hættulegum efnum og fjölmörgum morfíntengdum lyfjum. 

„Afglæpavæðingin ein og sér leysir ekki þennan vanda, eins og háttvirtur þingmaður sjálfur fór svo réttilega yfir, kringumstæðurnar eru bara miklu flóknari en svo. Við þurfum að horfa á þetta í heild sinni í skaðaminnkandi úrræðum. Afglæpavæðing í sinni einangruðu mynd varðandi það að við séum ekki að refsa fólki er hluti af því, ég er alveg sammála. Hvernig við útfærum það, það hefur hins vegar reynst okkur flókið og það er miður. 

Ég vildi svo sannarlega að ég gæti leyst það bara einn og sér og við höfum margrætt þetta hér og tekið það í gegnum þingið. Það má hins vegar ekki verða til þess að við séum að rífast um þetta eða kljást um einn einangraðan þátt, við þurfum að gera fjölmargt. Það hef ég viðurkennt í þessum ræðustóli og við erum í þeirri vinnu. Við ætlum að taka höndum saman um það,“ sagði hann. Björn Leví kallaði fram í: „Gerum þá eitthvað í því.“

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu