Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Leysum ekki fíknivanda með því að taka á einkennunum heldur með því að fara í kjarnann

Or­sök fíkn­ar er ekki efn­ið held­ur erf­ið­leik­arn­ir, seg­ir Björn Leví Gunn­ars­son þing­mað­ur Pírata. Heil­brigð­is­ráð­herra tek­ur und­ir og seg­ir þörf á fjöl­breytt­um úr­ræð­um og að af­glæpa­væð­ing kunni að vera eitt af þeim. „Við þurf­um að horfa á þetta í heild sinni,“ seg­ir hann.

Leysum ekki fíknivanda með því að taka á einkennunum heldur með því að fara í kjarnann
Þingmaðurinn segir að fíllinn í herberginu sé refsingarnar sem fólk sem á í þessum vanda glímir við – og hræðslan við það að verða refsað Mynd: Bára Huld Beck

„Við leysum ekki vandann með því að taka á einkennunum. Við leysum vandann með því að fara í kjarnann, með því að fara í það hvaðan vandinn er sprottinn og hann kemur úr erfiðleikum, yfirleitt úr þessum tómleika sem fólk reynir að fylla upp í, úr skorti á tengslum.“

Þetta sagði Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata á þingi í dag en hann spurði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma út í aðgerðir vegna fíkniefnavanda. 

Þingmanninum var niðri fyrir þegar hann spurði ráðherrann út í málið. Hann sagði að sífellt væri verið að leita að einhverjum plástrum á núverandi refsikerfi „þegar við vitum að það er fíllinn í herberginu; refsingarnar sem fólk sem á í þessum vanda glímir við, bara hræðsluna við það að verða refsað“. 

Erfiðleikarnir eru orsökin

Björn Leví sagði að refsingar löguðu ekki vandann heldur gerðu hann verri ef eitthvað væri því að orsök fíknar væri ekki efnið. „Það eru erfiðleikarnir, það er tómleikinn sem fíknin fyllir upp í. Við múrum ekkert upp í tómleikann og lokum hann á bak við lás og slá og segjum: Nú er málinu reddað. Það virkar einfaldlega ekki þannig. Við þurfum í alvörunni að hugsa þetta aðeins lengra. Við þurfum að horfast í augu við það að þetta stríð gegn dópi, gegn vímuefnum, hefur ekki virkað. Það er ekki hægt að lemja það úr fólki að leita sér einhvers konar sáluhjálpar, í þessu tilviki í einhverjum efnum sem valda vandræðum. 

Við leysum ekki vandann með því að taka á einkennunum. Við leysum vandann með því að fara í kjarnann, með því að fara í það hvaðan vandinn er sprottinn og hann kemur úr erfiðleikum, yfirleitt úr þessum tómleika sem fólk reynir að fylla upp í, úr skorti á tengslum. Það má alveg horfa á það til dæmis hvaða tengslarof urðu til að mynda í samkomutakmörkunum. Við þurfum í alvörunni að horfast í augu við þetta, ekki vera að refsa fólki fyrir vandamál sín heldur hjálpa því,“ sagði Björn Leví. 

Þurfum fjölbreytt úrræði og afglæpavæðing kann að vera eitt af þeim

Ráðherrann svaraði og sagði að horfa yrði á þetta sem alþjóðlegt vandamál og því miður væri þessi þróun víða. „Það er eitthvað að brotna upp í samfélaginu,“ sagði hann og tók undir með Birni Leví að það væru mjög oft flóknar orsakir, oft og tíðum félagslegs eðlis, sem lægju að baki. „Þess vegna þurfum við að gera margt þegar kemur að stuðningi og meðferð við fíknisjúkdómum og sérstaklega þegar við erum að ræða þennan skelfilega ópíóíðafaraldur þar sem sterk efni eru á ferð.

Við þurfum fjölbreytt úrræði og afglæpavæðing kann að vera eitt af þeim. Við höfum einhvern veginn ekki náð sátt um það hvernig því yrði fyrir komið í lögum, hvorki hér á þingi né í þeim starfshópi sem allir aðilar hafa verið þátttakendur í. Í gegnum samtalið í þeim hópi hefur það birst mér að við þurfum að takast sameiginlega á við þetta verkefni,“ sagði hann. 

Willum ÞórHeilbrigðisráðherra segir að gera þurfi margt þegar kemur að stuðningi og meðferð við fíknisjúkdómum.

Willum Þór tók einnig undir það með Birni Leví að það leysti engan vanda að horfa á þetta sem einhvers konar glæpi. „Við erum að hjálpa fólki, sjúku fólki. Það er kjarninn í þessu. Ég trúi því að einhvers konar sameiginleg sátt náist þvert yfir um að nálgast verkefnið þannig, án þess að við þurfum að fara í einhverjar skilgreiningar á því hvað eru neysluskammtar og hvað ekki.“

Þarf ekki að finna upp hjólið

Björn Leví kom aftur í pontu og sagði að ekki þyrfti að finna upp hjólið í þessum málum. „Þetta hefur verið gert í öðrum löndum. Þetta er ekki svona flókið, að við þurfum einhvern veginn að vesenast í því hvernig nákvæmlega er hægt að útfæra þetta í lögum hér á Alþingi. Það á bara að byrja á að gera þetta. Við erum að spila hérna leik með líf fólks.“

Benti hann á að ráðherra þekkti það sem þjálfari þegar hann væri að spila leik og kominn undir að þá ætti að skipta um aðferð. „Við hættum jafnvel að spila þennan fótbolta yfirleitt af því að hann kostar mannslíf. Við þurfum að velja einhvern annan leik, leik þar sem líf eru ekki undir,“ sagði hann. 

Björn Leví átti erfitt með að ljúka máli sínu og afsakaði sig. „Ég á bara erfitt með mig hérna því að skammsýni sumra þingmanna hér í óundirbúnum fyrirspurnum leggst dálítið þungt á mig. Mér finnst gríðarlega sjálfhverft einhvern veginn að horfa á þetta einhvern veginn sem – bara afsakið.“

Afglæpavæðing ein og sér leysir ekki vandann

Ráðherrann svaraði í annað sinn og ítrekaði að þetta hvíldi þungt á öllum. Björn Leví greip fram í og sagði: „Gerum þá eitthvað.“

Willum Þór sagði að stjórnvöld væru að gera fjölmargt til þess að styðja fólk og hjálpa því í gegnum þennan skelfilega sjúkdóm, bráðdrepandi sjúkdóm þegar kæmi að hættulegum efnum og fjölmörgum morfíntengdum lyfjum. 

„Afglæpavæðingin ein og sér leysir ekki þennan vanda, eins og háttvirtur þingmaður sjálfur fór svo réttilega yfir, kringumstæðurnar eru bara miklu flóknari en svo. Við þurfum að horfa á þetta í heild sinni í skaðaminnkandi úrræðum. Afglæpavæðing í sinni einangruðu mynd varðandi það að við séum ekki að refsa fólki er hluti af því, ég er alveg sammála. Hvernig við útfærum það, það hefur hins vegar reynst okkur flókið og það er miður. 

Ég vildi svo sannarlega að ég gæti leyst það bara einn og sér og við höfum margrætt þetta hér og tekið það í gegnum þingið. Það má hins vegar ekki verða til þess að við séum að rífast um þetta eða kljást um einn einangraðan þátt, við þurfum að gera fjölmargt. Það hef ég viðurkennt í þessum ræðustóli og við erum í þeirri vinnu. Við ætlum að taka höndum saman um það,“ sagði hann. Björn Leví kallaði fram í: „Gerum þá eitthvað í því.“

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár