Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Blóðdropinn sem átti að breyta heiminum

Í þátt­un­um The Dropout er far­ið yf­ir sögu El­iza­beth Hol­mes, sem ætl­aði að bjarga heim­in­um með bylt­ing­ar­kenndri blóð­skimun­ar­tækni, sögu sem er hvergi nærri lok­ið.

Blóðdropinn sem átti að breyta heiminum

Sagan af konunni sem þráði að uppgötva eitthvað sem mannkynið vissi ekki að væri mögulegt og dýpkaði röddina til að vera tekin alvarlega er sögð meistaralega vel í hlaðvarpinu The Dropout. Elizabeth Holmes ætlaði að breyta og bjarga heiminum með byltingarkenndri blóðskimunartækni. Hún stundaði nám í efnaverkfræði við Stanford-háskóla en hætti í náminu og stofnaði líftæknifyrirtækið Theranos, þá aðeins 19 ára gömul. Holmes hélt því fram að hún hefði þróað byltingarkennda blóðskimunartækni sem gæti greint hundruð sjúkdóma.  

Rebecca Jarvis, viðskiptafréttastjóri á ABC-fréttastofunni, fer ítarlega yfir sögu Holmes í The Dropout og reynir í leiðinni að svara spurningum á borð við hvernig „yngsti milljarðamæringurinn sem byrjaði frá grunni“, „næsti Steve Jobs“ og ein af áhrifamestu einstaklingum ársins 2015 samkvæmt Time Magazine, varð sakfelld og dæmd fyrir að blekkja fjárfesta. Og hvernig náði hún að halda blekkingunni gangandi svona lengi? 

Mál Holmes hefur vakið athygli víða um heim, ekki bara í Kísildalnum, og sjónvarpsþættirnir Dropout hafa notið mikilla vinsælda. Amanda Seyfried fer með hlutverk Holmes í þáttunum og Jarvis ræðir við hana í sérstökum bónusþætti hlaðvarpsins. 

Bónusþættirnir eru fleiri, meðal annars um réttarhöldin, en Holmes var dæmd í 11 ára fangelsi í nóvember í fyrra. Holmes átti að hefja afplánun í 27. apríl en afplánuninni hefur verið frestað þar til áfrýjunarbeiðni Holmes hefur verið tekin til umfjöllunar. Holmes getur því varið tíma með eiginmanni sínum og börnum, William, sem tveggja ára og Invicta, sem fæddist í febrúar, þar til annað kemur í ljós. Sögunni er því hvergi nærri lokið og það er aldrei að vita nema að bónusþættir The Dropout verði fleiri. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hlaðvarpið

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár