Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Kafað í söguna

Í þátt­un­um In Our Time kaf­ar Mel­vyn Bragg í sögu­leg mál­efni og fyr­ir­brigði á 45 mín­út­um, ásamt þrem­ur sér­fræð­ing­um í því mál­efni sem er til um­ræðu.

Kafað í söguna

Breski fjölmiðlamaðurinn Melvyn Bragg hefur allt frá árinu 1998 stýrt útvarpsþættinum In Our Time, sem varpað er út á BBC Radio 4. Þátturinn hefur verið einn vinsælasti þáttur stöðvarinnar allt frá þeim tíma, en í hverjum þætti kafar Bragg ofan í tiltekið sögulegt málefni ásamt þremur sérfróðum gestum, fræðimönnum á því sviði sem rætt er um.

Melvyn Bragg

Þættirnir, sem koma út vikulega, nálgast það brátt að verða þúsund talsins og eru allir aðgengilegir á vefsíðu BBC, auk þess sem finna má alla þætti sem hafa komið út frá árinu 2015 á hlaðvarpsveitum.

Efnistök Bragg og gesta eru margvísleg og óhætt að segja að flestir sem hafa áhuga á því að fræðast um heiminn og söguna ættu að geta haft gagn og gaman af þáttunum, sem eru um 45 mínútna langir.

Á undanförnum mánuðum hefur Bragg fengið til sín gesti til þess að ræða jafn ólíka hluti og írsku byltinguna árið 1798, jötunsteina sem menn komu fyrir hér og þar á Bretlandseyjum til forna, kvikmyndina Citizen Kane, kenningar John Rawls um réttlæti og „Fnykinn mikla“ sem stafaði af skólprennsli í Thames-ána og gerði lífið í bresku höfuðborginni nær óbærilegt sumarið 1858.

Þáttastjórnandinn Bragg er fæddur árið 1939, hóf störf á BBC árið 1961 og hefur starfað við fjölmiðla með hléum allar götur síðan. Hann hefur verið fulltrúi Verkamannaflokksins í lávarðadeild breska þingsins frá því að Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra, skipaði hann þangað inn fyrir lífstíð árið 2002.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hlaðvarpið

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár