Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Lítið að frétta og því fátt um svör“

Enn ból­ar ekk­ert á ráð­herra­skipt­um í dóms­mála­ráðu­neyt­inu. Þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Guð­rún Haf­steins­dótt­ir, seg­ir að lít­ið sé að frétta varð­andi þetta mál og fátt um svör. Formað­ur flokks­ins gef­ur ekki færi á sér og svar­ar ekki fyr­ir­spurn­um um mál­ið.

„Lítið að frétta og því fátt um svör“
Mars, maí, júní eða seinna? Guðrún sagði í byrjun árs að hún myndi taka við sem dómsmálaráðherra í mars síðastliðnum en þá voru 18 mánuðir frá kosningum. Ef talið er frá þeim tímapunkti sem ríkisstjórnin var kynnt þá má búast við því að hún taki við embættinu í maí eða júní. Mynd: Bára Huld Beck

„Lítið að frétta og því fátt um svör,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins við Heimildina þegar hún er spurð hvort hún viti hvenær hún muni taka við sem dómsmálaráðherra af Jóni Gunnarssyni sem nú gegnir því embætti. 

Forsagan er sú að þegar ríkisstjórnin var skipuð í lok nóvember 2021 var tilkynnt að Jón Gunnarsson yrði dómsmálaráðherra í mesta lagi í 18 mánuði. Eftir þann tíma ætti Guðrún að taka við af Jóni.

Umdeild ákvörðun

Þetta þótti áhugavert í ljósi þess að Jón var ekki odd­viti síns kjör­dæmis og heldur sat hann í öðru sæti á lista Sjálf­stæð­is­flokks í Krag­an­um, kjör­dæmi flokks­for­manns­ins Bjarna. Hann var enn fremur eini ráð­herr­ann í rík­is­stjórn sem ekki var odd­viti. Með því að velja Jón gekk Bjarni fram­hjá tveimur odd­vitum í lands­byggð­ar­kjör­dæm­um, Guð­rúnu í Suð­ur­kjör­dæmi og Njáli Trausta Frið­berts­syni í Norð­aust­ur­kjör­dæmi.

Bjarni varði valið á Jóni með þeim rökum að Jón kæmi úr stærsta kjör­­dæmi lands­ins þar sem fylgi Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins væri mest. Hann hefði verið þing­­maður frá árinu 2007 og áður gegnt ráð­herra­emb­ætti um skamma hríð á árinu 2017. Þá var hann rit­ari flokks­ins þegar rík­is­stjórnin var mynduð og hefði, að mati Bjarna, sterkt umboð innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Guðrún gerð formaður nýs starfshóps

Varðandi þessa 18 mánuði þá er ekki einhugur um hvenær á að byrja að telja, frá kosningum eða þegar ríkisstjórnin var kynnt. Guðrún sagðist í viðtali í Dagmálum á mbl.is í byrjun árs að hún myndi taka við embættinu í mars á þessu ári, en þá voru 18 mánuðir frá kosningum, en af því varð ekki. 

Heimildin greindi frá því þegar hún var gerð formaður starfshóps sem Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra skipaði í lok febrúar þrátt fyrir að fyrir lægi að Guðrún myndi taka við embætti dómsmálaráðherra á vormánuðum. 

Í samtali við Heimildina í byrjun mars sagði Guðrún að ráðherraskiptin ættu að eiga sér stað „á næstu vikum“. Ekki lægi fyrir nákvæm dagsetning.

Hún sagði jafnframt að hún hefði haldið sig við sína túlkun á því hvenær hún myndi taka við sem dómsmálaráðherra. „Það er alveg á hreinu að þetta verður, þannig að ég er alveg róleg hvað það varðar. En auðvitað er ég óþreyjufull og vil komast að, því að maður er að upplifa núna hvað kjörtímabilið líður hratt,“ sagði Guðrún í mars. 

Þá greindi hún frá því að hún ætlaði að segja skilið við fyrrnefndan starfshóp þegar hún yrði ráðherra. 

Nýtt frumvarp næsta haustJón hafði enga hugmynd þegar hann var spurður úr í málið í mars hvenær hann myndi láta af embætti dómsmálaráðherra. Hann hefur nú boðað nýtt frumvarp næsta haust.

Ekki hefur náðst í Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra vegna málsins en hann sagði í samtali við Heimildina í mars síðastliðnum að hann hefði enga hugmynd um hvenær ráðherraskiptin ættu að eiga sér stað og að engin svör væru við því. „Enga hugmynd um það og engin svör við því,“ sagði hann. 

„Við látum vita þegar þar að kemur, og þá verður eflaust sjálfsagt mál að veita viðtal.“
Hersir Aron Ólafsson
aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins er þögull sem gröfin varðandi þetta mál. Heimildin sendi honum og aðstoðarmanni fyrst fyrirspurn um málið þann 1. mars síðastliðinn þar sem hann er spurður hvenær Guðrún muni taka við sem ráðherra. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur Bjarni ekki svarað fyrirspurnum eða gefið færi á samtali um málið. „Við látum vita þegar þar að kemur, og þá verður eflaust sjálfsagt mál að veita viðtal,“ segir aðstoðarmaður ráðherra í skriflegu svari. 

Jón boðaði frumvarp næsta haust

Formaðurinn tjáði sig um málið í Pallborðinu á Vísi í byrjun nóvember síðastliðins þegar hann var spurður að því hvort það væri alveg á hreinu að Jón Gunnarsson væri á leið úr dómsmálaráðuneytinu í vetur og að Guðrún Hafsteinsdóttir tæki við af honum. „Ég var skýr með það frá upphafi og hef aldrei skipt um skoðun á því,“ svaraði hann. 

Bjarni sagði jafnframt að Jón hefði mikið verið í eldlínunni og staðið sig vel. „Og mér fannst bara rangt að það væri stöðugt í umræðunni hvort hann væri ekki örugglega alveg að fara að hætta. Og vildi bara koma því út að það hefur í sjálfu sér ekkert breyst með Guðrúnu Hafsteinsdóttur; hún fer í ríkisstjórn. Getur verið að það breytist eitthvað með Jón Gunnarsson? Nei, það er í sjálfu sér ekkert sem bendir til þess en hver veit hvað gerist í pólitík í sjálfu sér?“ Hann sagði jafnframt að margt gæti breyst og þá eitthvað sem taka þyrfti tillit til en ekkert slíkt væri í kortunum. Það væri löngu tímabært að oddviti Suðurlands tæki sæti í ríkisstjórn.

Þá neitaði hann því að Jón yrði mögulega færður til í annað ráðherraembætti.

Þar sem ekkert bólar á ráðherraskiptum miðað við svarleysi Bjarna og svör frá Guðrúnu þá vekur athygli að Jón hefur boðað nýtt frumvarp næsta haust. Í frétt Morgunblaðsins frá 15. apríl síðastliðnum segir að lög um fjárhættuspil séu í vinnslu í dómsmálaráðuneytinu en í fréttinni var Jón spurður út í vinnu ráðuneytisins er snýr að breytingum á sviði happdrættismála. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
2
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
4
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
6
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár