Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Faðir Stefáns studdi hann dyggilega

Ung­ur að ár­um var Stefán Vagn Stef­áns­son byrj­að­ur að fylgja föð­ur sín­um, Stefáni Guð­munds­syni, á póli­tíska fundi. Þeg­ar Stefán Vagn hóf svo stjórn­mála­þátt­töku hvatti fað­ir hans hann áfram.

Faðir Stefáns studdi hann dyggilega
Verður að sinna fólkinu sínu Stefán Vagn fer heim til sín, norður á Sauðárkrók, um helgar, rétt eins og Stefán Guðmundsson faðir hans gerði í þá tvo áratugi sem hann sat á þingi.

Þriðjungur sitjandi alþingismanna eru annað hvort náskyldir eða mægðir fólki sem setið hefur á alþingi, ýmist sem aðal- eða varamenn. Þá er enn fleiri þingmenn tengdir fólki sem hefur stýrt sveitarfélögum eða leitt framboð í sveitarstjórnarkosningum.

Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðiprófessor hefur rannsakað elítur og valdakerfi í íslensku samfélagi og meðal annars kannaði hann ættartengsl íslenskra þingmanna á árabilinu 1990 til 2020. Hans niðurstaða er að um þriðjungur þingmanna hafi á þessu tímabili haft ættartengsl við fyrrverandi þingmenn.

„Íslenska kerfið hefur viss einkenni sem ættu að ýta undir ættartengsl, og þau koma vissulega fyrir hér, en ég myndi ekki halda að þau væru megin áhrifaþáttur á framabrautir í stjórnmálum hér á landi,“ segir Gunnar Helgi og bendir á að svipuð mynstur megi greina í öðrum starfsgreinum eða þjóðfélagshópum, innan íþróttahreyfingarinnar eða í listalífi til að mynda.

Þeir þingmenn sem Heimildin ræddi við í samhengi við úttekt á ættartengslum töluðu flestir á svipuðum nótum og Gunnar Helgi. Það er að segja, að ættartengsl þeirra kannski ekki ráðið úrslitum um að þeir hafi lagt fyrir sig pólitík. Það hafi frekar verið að virk umræða um stjórnmál og samfélagsmál sem fram hafi farið inni á heimilinum hafi þar haft meira að segja.

Áhuginn síaðist inn

Stefán Vagn Stefnánsson var kjörinn á þing fyrir Framsóknarflokkinn í síðustu alþingiskosningum. Stefán, sem er lögreglumaður og starfaði sem slíkur, hafði þá um margra ára skeið starfað fyrir Framsóknarflokkinn í sinni heimabyggð, Skagafirði, þar sem hann var oddviti flokksins í sveitarstjórn á árunum 2010 til 2021, og þar af forseti sveitarstjórnar síðustu tvö árin. Hann var einnig varaþingmaður á síðasta kjörtímabili.

Stefán Vagn á pólitískan áhuga sinn ekki langt að sækja. Móðir hans er Sigríður Hrafnhildur Stefánsdóttir verlslunarmaður og faðir hans Stefán Guðmundsson, alþingismaður Framsóknarflokksins um tveggja áratuga skeið, á árunum 1979 til 1999. Hann var jafnframt bæjarfulltrúi á Sauðárkróki 1966 til 1982.

„Ég var ekki mjög gamall þegar ég var að skottast með á fundi og fara niður í Framsóknarhús“

„Það er engin launung að það hafði áhrif á mig, mikil áhrif á mig,“ segir Stefán Vagn í samtali við Heimildina. „Ég elst upp við þetta. Ég er fæddur 1972 og pabbi fer á þing 1979 og er á þingi til 1999. Ég er alinn upp í þessu pólitíska umhverfi, ég var ekki mjög gamall þegar ég var að skottast með á fundi og fara niður í Framsóknarhús, sem var beint á móti heimili okkar. Ég fylgdist því vel með, þó ég hefði kannski ekki skilning eða jafnvel áhuga beint á verkefnunum þegar ég var gutti. En einhvern veginn síaðist þetta inn og þegar maður varð eldri fór maður að kveikja á því um hvað þetta snýst. Ég hef alltaf haft áhuga á stjórnmálum, sem er örugglega meðal annars til kominn vegna þessa. Ég er sannfærður um að það hefur ýtt mér frekar í þessa átt heldur en frá henni að pabbi var þingmaður.“

Var ekki virkur sem ungur maður

Stefán Vagn segir að það hafi þó ekki staðið sérstaklega til hjá honum að fara út í pólitík sem ungur maður. Hann hafi gengið í lögregluna og séð fyrir sé feril þar, sem og hafi orðið. „Ég var til dæmis ekki mjög virkur í grasrótarstarfi flokksins þegar ég bjó suður í Reykjavík, en var samt alltaf viðloðandi þegar kom að kosningum. Menn voru ræstir út þá og ég hafði líka áhuga á því. Það er í raun og veru ekki fyrr en ég kem aftur hingað norður á Krókinn 2008 og fer að vinna í lögreglunni þar að ég finn sterka þörf og löngun til að fara og láta gott af mér leiða fyrir samfélagið þar.“

„Þú verður að hafa það í fingrunum hvað er að gerast heima hjá þér ef þú ert landsbyggðarþingmaður“

Stefán Vagn var kjörinn í sveitarstjórn Skagafjarðar árið 2010 og sat í tólf ár sem oddviti Framsóknarflokksins í Skagafirði. „Þá fann ég alltaf sterkar eftir því sem tíminn leið hvað það togaði mikið í mig að láta gott af mér leiða fyrir þetta samfélag hér,“ segir Stefán Vagn og bætir við að hann telji að reynsla hans af sveitarstjórnarmálum sé gríðarlega gott veganesti til að taka þátt í landsmálapólitík.

Þýðir ekkert að flytja suður

Faðir Stefáns Vagns, Stefán Guðmundsson, lést árið 2011. Spurður hvort hann hafi verið ánægður með að sonurinn hafi verið farinn að feta hina pólitísku vegferð segir Stefán Vagn að þeir hafi ekki endilega rætt hvort hann væri ánægður með það. „En hann studdi mig dyggilega í þessu og hvatti mig áfram svo ég held hann hafi bara verið ánægður með það.“

Spurður hvort að hann telji sig búa yfir meira stjórnmálalegu auðmagni en margur annar sökum uppruna segir Stefán Vagn að hann viti það svo sem ekki. „Alla vega finnst mér þetta hafa hjálpað mér gríðarlega. Pabbi bjó alla tíð á Króknum á meðan hann var á þingi, hann keyrði á milli. Ég var alinn upp við að pabbi fór á sunnudögum og kom heim á föstudögum. Hann talaði alltaf um að það þýddi ekkert að flytja suður, þá myndu menn missa tengslin. Svo núna þegar ég er farinn út í þetta skil ég nákvæmlega hvað hann var að tala um, og ég geri þetta, ég kem heim um helgar. Ég held að það sé ekki nein önnur leið til að gera þetta almennilega. Þú verður að hafa það í fingrunum hvað er að gerast heima hjá þér ef þú ert landsbyggðarþingmaður, þú verður að sinna fólkinu þínu og svæðinu þínu.“

Stefán Vagn á fullorðin börn og börn á unglingsaldri. Spurður hvort að hans vegferð í pólitík og afa þeirra hafi haft áhrif til að ýta börnunum í sömu átt segir Stefán Vagn að hann myndi ekki útiloka það. Þau hafi öll áhuga á pólitík.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Sjá meira

Þingmennska reynist nátengd ætterni
ÚttektErfðavöldin á Alþingi

Þing­mennska reyn­ist ná­tengd ætt­erni

Af nú­ver­andi al­þing­is­mönn­um er þriðj­ung­ur tengd­ur nán­um fjöl­skyldu­bönd­um við fólk sem áð­ur hef­ur set­ið á Al­þingi. Fimm þing­menn eiga feð­ur sem sátu á Al­þingi og fjór­ir þing­menn eiga afa eða ömmu sem einnig voru al­þing­is­menn. Þessu til við­bót­ar eru tólf þing­menn ná­tengd­ir fólki sem hef­ur ver­ið virkt í sveit­ar­stjórn­um eða hef­ur ver­ið áhrifa­fólk í stjórn­mála­flokk­um.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    "og faðir hans Stefán Guðmundsson, alþingismaður Framsóknarflokksins um tveggja áratuga skeið"
    Líkist hann föður sínum mun ekki sjást mikið eftir hann á þingi.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Erfðavöldin á Alþingi

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár