Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Í meðalhófinu með hlýju og mýkt

Guð­mund­ur Andri Thors­son, rit­höf­und­ur og fyrr­ver­andi þing­mað­ur, hef­ur sent frá létt­leik­andi bók með alls kon­ar textum og pæl­ing­um. Í bók­inni birt­ist hug­mynda­heim­ur með­al­hófs­manns­ins sem leið­ist öfg­ar og læti.

Í meðalhófinu með hlýju og mýkt

Á lista í flæðinu á samfélagsmiðlum um daginn var yfirlit þar sem heimspekingar í sögunni voru flokkaðir eftir því hversu mikið pönk þeir voru. Sumir voru pönk á meðan aðrir voru ekki-pönk og allt þar á milli. Ef búinn yrði til slíkur listi yfir íslenska rithöfunda þá yrði Guðmundur Andri Thorsson líklega settur á kvarðann ekki-pönk.

Hann var að gefa út bók sem er einhvers konar bræðingur af dagbók, manifestói (frjálslynds jafnaðarmanns?), örævisögulegum þáttum og heimspekilegum vangaveltum.  Guðmundur Andri segir í bókinni að hann skilji ekki af hverju einkunnin „bútasaumur“ sé talin slæm þegar þingmenn nota orðið um lagafrumvörp. Hann vonar að þessi bók fái þann stimpil að vera bútasaumur. Hún er það sannarlega, eða kássa, grýta, grautur, súpa, hræringur af alls konar brotum þar sem höfundurinn er frjáls og leyfir sér flest sem er. 

En af hverju er Guðmundur Andri anti-pönk? Af því að í bókinni birtast lífsskoðanir hans, lífssýn, sem gengur út á flest annað en það að vera eindreginn eða afgerandi. Hann segir meðal annars í bókinni að hann skrifi ekki til að ögra: „Ég skrifa ekki til að færa neinum óþægileg sannindi en ég geri það ekki heldur til að skrökva. Ég vil ekki ögra en það er heldur ekki keppikefli mitt að svæfa.

Guðmundur Andri er meðalhófsmaður. Honum er uppsigað við ofstæki, predikanir, lýðskrum og þá sem telja sig vera handhafa sannleikans. Hann gagnrýnir notkun á tungumálinu sem miðar að því að blekkja eða plata og er  til dæmis með sérstakan texta um „Hugmyndafræði hins ákveðna greinis“. Notkun hans, segir Guðmundur Andri, bendir oft til lýðskrums þar sem talað er um alþýðuna, þjóðina eða lýðræðið. 

Einn kjarni bókarinnar er því að gagnrýna skoðana- og dómhörku, sem Guðmundur Andri telur meðal annars að birtist oft og tíðum í umræðum á samfélagsmiðlum. „Fyrir utan grundvallarlífsviðhorf hef ég samt ekki eindregnar skoðanir – miklu heldur tvídregnar, jafnvel fjór- eða fimmdregnar. Eða kannski bara ódregnar. Vonandi seindregnar. En örugglega margdregnar og langdregnar: ég tala eftir löngu dregnum brautum, samkvæmt strúkturum sem myndast hafa í hausnum af því að lesa greinar og bækur og blöð ... Stundum er ég svo leiðitamur að segja mætti að ég hafi ekki skoðanir heldur hafi skoðanir mig. 

Eins og yfirleitt þegar Guðmundur Andri skrifar þá eru þessir textar fallega stílaðir og sniðnir. Allt er á sínum stað; það gerist varla að Guðmundur Andri noti semíkommu sem láti lesandann spyrja sig: Af hverju setur hann semíkommu þarna? Hann er búinn að klappa þetta til, pússa af vankanta ef þeir voru einhvern tímann þarna, þannig að útkoman rennur hlý og mjúk inn í lesandann.

Sjálfur talar hann um það í bókinni að stundum sé texta hans líkt við „konfekt“ en kannski má líka tala um vel gerðan smíðisgrip eða handverk. Þegar Guðmundur Andri skrifaði sínar vikulegu greinar í Fréttablaðið lagði ég mig fram við að lesa þær. Það var ekki endilega alltaf það sem Guðmundur Andri sagði í pistlunum sem vakti athygli heldur hvernig hann sagði það. Þessi bók er líka þannig: Guðmundur Andri er úti að leika sér með penna eða lyklaborð. 

Í þessari bók eru textanir eðlilega misáhugaverðir og djúpir. Sumir eru léttpólitískir, og segja til dæmis frá sjávarútvegi og kvótakerfi, á meðan aðrir  fjalla um túristana á Íslandi og lundann.

Einn fjallar svo til dæmis um efni sem Guðmundur Andri hefur fjallað um áður, án þess að ég muni hvar. Þetta er minimalisminn sem á að einkenna nútímaleg heimili. Minismalisminn gengur út á það að hlutir heima hjá fólki eigi helst ekki að sjást, það á að fela lífið og mennskuna sem birtist í hlutum á heimilinu. Gegn minimalismanum teflir hann maximalismanum og kallar þá sem aðhyllast þessar ólíku hugmyndir „fáskrúðshyggjumenn“ og „fjölskrúðsfólk“ og er ljóst að hvorum -ismanum höfundurinn hallast: „En ég fagna samt geymslum fullum af aflögðum nytjahlutum, hrúgum af ósamstæðu glingri, hillum þöktum hlutum sem eru ekki til neins, og ótal bókum sem hafa að geyma, hver og ein, sinn alheim.“

Við lesturinn fannst mér ljóst að Guðmundur Andri hafði gaman af því að skrifa þessa texta, alveg eins og það var morgunljóst í bókinni fallegu sem hann skrifaði um pabba sinn fyrir nokkrum árum. Vonandi kemur svo líka bók um mömmu hans með tíð og tíma því sú fyrri var nammi.   

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár