Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ekkja plastbarkaþegans leitar enn réttlætis í skugga nýrra réttarhalda

Plast­barka­mál­inu svo­kall­aða er enn ekki lok­ið, langt í frá. Í næstu viku hefjast ný rétt­ar­höld yf­ir ít­alska skurð­lækn­in­um Pau­lo Macchi­ar­ini í Sví­þjóð. Eig­in­kona fyrsta plast­barka­þeg­ans í heim­in­um, Mehrawit Tefaslase, er einnig með ís­lenska lög­menn í vinnu til að skoða rétt­ar­stöðu sína.

Ekkja plastbarkaþegans leitar enn réttlætis í skugga nýrra réttarhalda
Skoða réttarstöðu Mehrawit Ekkja Eritreumannsins Andemariam Beyene, Mehrawit , leitar enn réttar síns gagnvart Landspítala-háskólasjúkrahúsi. Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður starfar fyrir hana hér á landi og skoðar réttarstöðu hennar. Mynd: Árni Torfason

Ekkja Andemariams Beyene, sem búsettur var hér á landi þegar ákveðið var að græða í hann nýjan barka úr plasti í Stokkhólmi hjá ítalska skurðlækninum Paulo Macchiarini, leitar enn réttar síns gagnvart Landspítala-háskólasjúkrahúsi og Karolinska-sjúkrahúsinu í Svíþjóð.

Konan, Mehrawit Tefaslase, hefur skoðað réttarstöðu sína gagnvart sjúkrahúsinu með hjálp íslenskra lögmanna með mögulega skaðabótakröfu í huga. Þetta segir annar lögmanna Mehrawit, Sigurður G. Guðjónsson, í samtali við Heimildina. „Við erum að skoða réttarstöðu hennar,segir hann.  Sigurður hefur meðal annars fengið aðgang að sjúkragögnum Andemariam frá Karolinska-sjúkrahúsinu sem hann fer í gegnum áður en næstu skref í málinu verða ákveðin. 

Stundin, annar af fyrirrennurum Heimildarinnar, sagði frá því árið 2018 að Mehrawit vildi fá skaðabætur út af læknismeðferðinni á eiginmanni hennar.  Þá hafði íslensk rannsóknarnefnd, sem Páll Hreinsson stýrði, komist að þeirri niðurstöðu að hugsanlega hefði verið brotið gegn mannrétindum Andemariam.

Í skýrslunni var bent á að Landspítalinn ætti mögulega að veita Mehrawit fjárhagsaðstoð svo hún gæti kannað lagalega stöðu og mögulega skaðabótakröfu. Í skýrslunni sagði um þetta: „Ástæðan er ekki síst sú að mál þetta á sér vart neina hliðstæðu á Íslandi og því er ástæða til að Landspítali sýni sérstakt frumkvæði við að leysa úr málinu á sanngjarnan og farsælan hátt fyrir eiginkonu og þrjá syni ATBs. [Andemariam Beyene]“ 

„Við erum að skoða réttarstöðu hennar“
Sigurður G. Guðjónsson,
lögmaður

Ákæruvaldið vill harðari refsingu

Ný málaferli ákæruvaldsins í Svíþjóð gegn Paulo Macchiarini hefjast á millidómsstigi þar í landi í næstu viku. Hann var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi í fyrra vegna eins ákæruliðs en ákæruvaldið áfrýjaði þeim dómi. Ákæruvaldið vill að Macchiarini verði dæmdur fyrir fleiri ákæruliði og að dómurinn verði að einhverju leyti óskilorðsbundinn. Athygli vekur að Macchiarini áfrýjar líka dómnum í málinu og vill fá sýknu. Báðir aðilar voru því ósáttir við dóminn. 

Macchiarini var ákærður fyrir þrjár af aðgerðunum en var einungis dæmdur fyrir eina þeirra, aðgerðina á tyrknesku stúlkunni Yesim Cetir. Hann var ákærður fyrir líkamsárásir á sjúklingunum þremur, meðal annars Andemariam Beyene, en var einungis dæmdur fyrir að hafa valdið Yesim Cetir líkamstjóni. Mehrawit vitnaði gegn Macchiarini í málinu. 

Ítalski skurðlæknirinn var því ekki dæmdur sérstaklega fyrir aðgerðina á Andemariam Beyene. Í dómnum í fyrra hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að aðgerðin á honum hafi ekki verið í samræmi við vísindi og rannsóknir. 

Staðan í málinu er því sú, gagnvart Mehrawit, að Macchiarini hefur ekki verið dæmdur fyrir aðgerðina á Andemariam Beyene og hún hefur ekki fengið neinar bætur vegna fráfalls eiginmanns síns. 

Sjúklingar notaðir eins og tilraunadýr

Mehrawit og Andemariam voru búsett á Íslandi þar sem hann lagði stund á nám í jarðfræði. Hann var sendur frá Íslandi til Svíþjóðar sumarið 2011 eftir að krabbamein sem hann var með í hálsi hafði tekið sig upp aftur og læknir hans hér á landi, Tómas Guðbjartsson, vildi athuga hvaða meðferðarúrræði væru fyrir hendi í Svíþjóð. Úr varð að barki úr plasti var græddur í Andemariam án þess að búið væri að prófa þetta meðferðarúræði á dýrum áður en það var reynt á manni. Andemariam lést í kjölfarið þar sem plastbarkinn virkaði aldrei sem skyldi enda höfðu engar rannsóknir verið gerðar sem bentu til þess að hann myndi gera það. 

Tómas Guðbjartsson var svo þátttakandi í aðgerðinni á Andemariam árið 2011 og sá um eftirmeðferð hans á Íslandi. Eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum var haldið sérstakt málþing  um aðgerðina í Háskóla Íslands sumarið 2012. Á málþinginu var um aðgerðina sem stórvirki í læknavísindum. Þá var talað um að aðgerðin á Andemariam hefði gengið vel og var ekki enn búið að greina frá því að engar sannreyndar, læknisfræðilegar forsendur höfðu verið fyrir henni. Ýmsir af stærstu fjölmiðlum heims, sem og íslenskir fjölmiðlar, fjölluðu þá með jákvæðum hætti um aðgerðina á Andemariam. 

Andemariam, og hinir sjúklingarnir tveir, voru því í reynd notaðir sem eins konar tilraunadýr þar sem læknismeðferðin hafði ekki verið sannreynd. Plastbarkaaðgerðirnar hafa verið sagðar vera eitt mesta hneyksli sem komið hefur upp í læknisfræði í heiminum. 

Mehrawit er í dag búsett i smábæ í Dalarna í Svíþjóð ásamt börnum hennar og Andemariam Beyene. 

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Ég óska ekkjunni góðs gengis í hugsanlegum málaferlum, bæði á Íslandi og í Svíþjóð.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Plastbarkamálið

Uppljóstrarar: „Plastbarkamálið er ennþá opið sár“
FréttirPlastbarkamálið

Upp­ljóstr­ar­ar: „Plast­barka­mál­ið er enn­þá op­ið sár“

Tveir af upp­ljóstr­ur­un­um í plast­barka­mál­inu svo­kall­aða, Karl Henrik Grinnemo og Oscar Simons­son, lýsa reynslu sinni af því að segja frá því sem gerð­ist á Karol­inska-sjúkra­hús­inu þar sem þeir unnu. Karl Henrik seg­ist hafa ver­ið með sjálfs­vígs­hugs­an­ir eft­ir að hann varð fyr­ir hefndarað­gerð­um inn­an Karol­inska-sjúkra­húss­ins. Þeir segja að upp­gjör­inu við plast­barka­mál­ið sé hvergi nærri lok­ið í Sví­þjóð og að gera þurfi al­menni­lega rann­sókn á því þar.
Sjúkratryggingar Íslands voru á „barmi þess“ að brjóta lög í plastbarkamálinu
GreiningPlastbarkamálið

Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands voru á „barmi þess“ að brjóta lög í plast­barka­mál­inu

Plast­barka­mál­ið hef­ur ver­ið til um­fjöll­un­ar í ís­lensk­um og sænsk­um fjöl­miðl­um síð­ast­lið­in ár. Viss lúkn­ing er kom­in í mál­ið með end­an­leg­um fang­els­is­dómi yf­ir ít­alska skurð­lækn­in­um Pau­lo Macchi­ar­ini. Þrjár ís­lensk­ar rík­is­stofn­an­ir komu að mál­inu, sem stimpl­að hef­ur ver­ið sem lög­brot, en minnst hef­ur ver­ið fjall­að um að­komu Sjúkra­trygg­inga Ís­lands að því.
Tómas óskaði sjálfur eftir leyfi frá Landspítalanum
FréttirPlastbarkamálið

Tóm­as ósk­aði sjálf­ur eft­ir leyfi frá Land­spít­al­an­um

Lækn­ir­inn Tóm­as Guð­bjarts­son fór í leyfi frá störf­um við Land­spít­al­ann að eig­in frum­kvæði. Hann var lækn­ir And­emariams Beyene sem lést í kjöl­far plast­barkaígræðslu ár­ið 2011. Paolo Macchi­ar­ini, sá sem fram­kvæmdi ígræðsl­una, fékk Tóm­as til að halda því fram að aðr­ar með­ferð­ir væru úti­lok­að­ar fyr­ir And­emariam.

Mest lesið

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
„Hann sagðist ekki geta meir“
6
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár