Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ekkja plastbarkaþegans leitar enn réttlætis í skugga nýrra réttarhalda

Plast­barka­mál­inu svo­kall­aða er enn ekki lok­ið, langt í frá. Í næstu viku hefjast ný rétt­ar­höld yf­ir ít­alska skurð­lækn­in­um Pau­lo Macchi­ar­ini í Sví­þjóð. Eig­in­kona fyrsta plast­barka­þeg­ans í heim­in­um, Mehrawit Tefaslase, er einnig með ís­lenska lög­menn í vinnu til að skoða rétt­ar­stöðu sína.

Ekkja plastbarkaþegans leitar enn réttlætis í skugga nýrra réttarhalda
Skoða réttarstöðu Mehrawit Ekkja Eritreumannsins Andemariam Beyene, Mehrawit , leitar enn réttar síns gagnvart Landspítala-háskólasjúkrahúsi. Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður starfar fyrir hana hér á landi og skoðar réttarstöðu hennar. Mynd: Árni Torfason

Ekkja Andemariams Beyene, sem búsettur var hér á landi þegar ákveðið var að græða í hann nýjan barka úr plasti í Stokkhólmi hjá ítalska skurðlækninum Paulo Macchiarini, leitar enn réttar síns gagnvart Landspítala-háskólasjúkrahúsi og Karolinska-sjúkrahúsinu í Svíþjóð.

Konan, Mehrawit Tefaslase, hefur skoðað réttarstöðu sína gagnvart sjúkrahúsinu með hjálp íslenskra lögmanna með mögulega skaðabótakröfu í huga. Þetta segir annar lögmanna Mehrawit, Sigurður G. Guðjónsson, í samtali við Heimildina. „Við erum að skoða réttarstöðu hennar,segir hann.  Sigurður hefur meðal annars fengið aðgang að sjúkragögnum Andemariam frá Karolinska-sjúkrahúsinu sem hann fer í gegnum áður en næstu skref í málinu verða ákveðin. 

Stundin, annar af fyrirrennurum Heimildarinnar, sagði frá því árið 2018 að Mehrawit vildi fá skaðabætur út af læknismeðferðinni á eiginmanni hennar.  Þá hafði íslensk rannsóknarnefnd, sem Páll Hreinsson stýrði, komist að þeirri niðurstöðu að hugsanlega hefði verið brotið gegn mannrétindum Andemariam.

Í skýrslunni var bent á að Landspítalinn ætti mögulega að veita Mehrawit fjárhagsaðstoð svo hún gæti kannað lagalega stöðu og mögulega skaðabótakröfu. Í skýrslunni sagði um þetta: „Ástæðan er ekki síst sú að mál þetta á sér vart neina hliðstæðu á Íslandi og því er ástæða til að Landspítali sýni sérstakt frumkvæði við að leysa úr málinu á sanngjarnan og farsælan hátt fyrir eiginkonu og þrjá syni ATBs. [Andemariam Beyene]“ 

„Við erum að skoða réttarstöðu hennar“
Sigurður G. Guðjónsson,
lögmaður

Ákæruvaldið vill harðari refsingu

Ný málaferli ákæruvaldsins í Svíþjóð gegn Paulo Macchiarini hefjast á millidómsstigi þar í landi í næstu viku. Hann var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi í fyrra vegna eins ákæruliðs en ákæruvaldið áfrýjaði þeim dómi. Ákæruvaldið vill að Macchiarini verði dæmdur fyrir fleiri ákæruliði og að dómurinn verði að einhverju leyti óskilorðsbundinn. Athygli vekur að Macchiarini áfrýjar líka dómnum í málinu og vill fá sýknu. Báðir aðilar voru því ósáttir við dóminn. 

Macchiarini var ákærður fyrir þrjár af aðgerðunum en var einungis dæmdur fyrir eina þeirra, aðgerðina á tyrknesku stúlkunni Yesim Cetir. Hann var ákærður fyrir líkamsárásir á sjúklingunum þremur, meðal annars Andemariam Beyene, en var einungis dæmdur fyrir að hafa valdið Yesim Cetir líkamstjóni. Mehrawit vitnaði gegn Macchiarini í málinu. 

Ítalski skurðlæknirinn var því ekki dæmdur sérstaklega fyrir aðgerðina á Andemariam Beyene. Í dómnum í fyrra hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að aðgerðin á honum hafi ekki verið í samræmi við vísindi og rannsóknir. 

Staðan í málinu er því sú, gagnvart Mehrawit, að Macchiarini hefur ekki verið dæmdur fyrir aðgerðina á Andemariam Beyene og hún hefur ekki fengið neinar bætur vegna fráfalls eiginmanns síns. 

Sjúklingar notaðir eins og tilraunadýr

Mehrawit og Andemariam voru búsett á Íslandi þar sem hann lagði stund á nám í jarðfræði. Hann var sendur frá Íslandi til Svíþjóðar sumarið 2011 eftir að krabbamein sem hann var með í hálsi hafði tekið sig upp aftur og læknir hans hér á landi, Tómas Guðbjartsson, vildi athuga hvaða meðferðarúrræði væru fyrir hendi í Svíþjóð. Úr varð að barki úr plasti var græddur í Andemariam án þess að búið væri að prófa þetta meðferðarúræði á dýrum áður en það var reynt á manni. Andemariam lést í kjölfarið þar sem plastbarkinn virkaði aldrei sem skyldi enda höfðu engar rannsóknir verið gerðar sem bentu til þess að hann myndi gera það. 

Tómas Guðbjartsson var svo þátttakandi í aðgerðinni á Andemariam árið 2011 og sá um eftirmeðferð hans á Íslandi. Eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum var haldið sérstakt málþing  um aðgerðina í Háskóla Íslands sumarið 2012. Á málþinginu var um aðgerðina sem stórvirki í læknavísindum. Þá var talað um að aðgerðin á Andemariam hefði gengið vel og var ekki enn búið að greina frá því að engar sannreyndar, læknisfræðilegar forsendur höfðu verið fyrir henni. Ýmsir af stærstu fjölmiðlum heims, sem og íslenskir fjölmiðlar, fjölluðu þá með jákvæðum hætti um aðgerðina á Andemariam. 

Andemariam, og hinir sjúklingarnir tveir, voru því í reynd notaðir sem eins konar tilraunadýr þar sem læknismeðferðin hafði ekki verið sannreynd. Plastbarkaaðgerðirnar hafa verið sagðar vera eitt mesta hneyksli sem komið hefur upp í læknisfræði í heiminum. 

Mehrawit er í dag búsett i smábæ í Dalarna í Svíþjóð ásamt börnum hennar og Andemariam Beyene. 

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Ég óska ekkjunni góðs gengis í hugsanlegum málaferlum, bæði á Íslandi og í Svíþjóð.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Plastbarkamálið

Uppljóstrarar: „Plastbarkamálið er ennþá opið sár“
FréttirPlastbarkamálið

Upp­ljóstr­ar­ar: „Plast­barka­mál­ið er enn­þá op­ið sár“

Tveir af upp­ljóstr­ur­un­um í plast­barka­mál­inu svo­kall­aða, Karl Henrik Grinnemo og Oscar Simons­son, lýsa reynslu sinni af því að segja frá því sem gerð­ist á Karol­inska-sjúkra­hús­inu þar sem þeir unnu. Karl Henrik seg­ist hafa ver­ið með sjálfs­vígs­hugs­an­ir eft­ir að hann varð fyr­ir hefndarað­gerð­um inn­an Karol­inska-sjúkra­húss­ins. Þeir segja að upp­gjör­inu við plast­barka­mál­ið sé hvergi nærri lok­ið í Sví­þjóð og að gera þurfi al­menni­lega rann­sókn á því þar.
Sjúkratryggingar Íslands voru á „barmi þess“ að brjóta lög í plastbarkamálinu
GreiningPlastbarkamálið

Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands voru á „barmi þess“ að brjóta lög í plast­barka­mál­inu

Plast­barka­mál­ið hef­ur ver­ið til um­fjöll­un­ar í ís­lensk­um og sænsk­um fjöl­miðl­um síð­ast­lið­in ár. Viss lúkn­ing er kom­in í mál­ið með end­an­leg­um fang­els­is­dómi yf­ir ít­alska skurð­lækn­in­um Pau­lo Macchi­ar­ini. Þrjár ís­lensk­ar rík­is­stofn­an­ir komu að mál­inu, sem stimpl­að hef­ur ver­ið sem lög­brot, en minnst hef­ur ver­ið fjall­að um að­komu Sjúkra­trygg­inga Ís­lands að því.
Tómas óskaði sjálfur eftir leyfi frá Landspítalanum
FréttirPlastbarkamálið

Tóm­as ósk­aði sjálf­ur eft­ir leyfi frá Land­spít­al­an­um

Lækn­ir­inn Tóm­as Guð­bjarts­son fór í leyfi frá störf­um við Land­spít­al­ann að eig­in frum­kvæði. Hann var lækn­ir And­emariams Beyene sem lést í kjöl­far plast­barkaígræðslu ár­ið 2011. Paolo Macchi­ar­ini, sá sem fram­kvæmdi ígræðsl­una, fékk Tóm­as til að halda því fram að aðr­ar með­ferð­ir væru úti­lok­að­ar fyr­ir And­emariam.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
1
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
9
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár