Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Segir nýja fjármálaáætlun geyma engar raunverulegar aðgerðir til að hagræða

Þing­mað­ur Við­reisn­ar gagn­rýndi fimm ára fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar á Al­þingi í dag á með­an þing­mað­ur Vinstri grænna mærði hana og sagði að í áætl­un­inni væri með skýr­um hætti for­gangsrað­að í þágu heil­brigðis­kerf­is­ins og al­manna­trygg­inga­kerf­is­ins þar sem ekki væri gerð að­haldskrafa.

Segir nýja fjármálaáætlun geyma engar raunverulegar aðgerðir til að hagræða
Markaðurinn hafi misst trú á að Sjálfstæðisflokkurinn geti náð niður verðbólgunni Þorbjörg segir að orð fjármálaráðherra sýni að hann taki það til sín að markaðurinn hafi misst trú á að Sjálfstæðisflokkurinn geti stýrt efnahagsmálunum, að hann geti náð verðbólgunni niður. Mynd: Eyþór Árnason

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar spyr hvar markmiðin um að lækka skuldir og lækka viðskiptahalla séu í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára sem sett var fram í vikunni. Þetta kom fram í máli hennar undir liðnum störf þingsins í dag. 

Fyrri umræða um fjármálaáætlunina fer fram síðar í dag en þingið mun fara í páskafrí í tvær vikur eftir daginn.

Heimildin fjallaði um fjár­mála­áætl­unina í gær en henni er ætl­að að hjálpa til við að berja nið­ur verð­bólgu og slá á þenslu. Þar eru boð­að­ar skatta­hækk­an­ir, sem sum­ar eru út­færð­ar og aðr­ar ekki, að­halds­að­gerð­ir og eigna­sala. 

Heildarafkoman skiptir máli

Bjarni Benediksson fjármála- og efnahagsráðherra sagði fyrr í mánuðinum að það væri stað­reynd að mark­að­irn­ir hefðu misst trú á að stjórn­völd næðu verð­bólg­unni nið­ur á næstu miss­er­um. „Við verð­um að gang­ast við því,“ sagði hann.

Þorbjörg vísaði í þessi ummæli og sagði í ræðu sinni í dag að orð ráðherrans sýndu að hann tæki það til sín að markaðurinn hefði misst trú á að Sjálfstæðisflokkurinn gæti stýrt efnahagsmálunum, að hann gæti náð verðbólgunni niður. 

„Ný fjármálaáætlun geymir nefnilega engar raunverulegar aðgerðir til að hagræða. Útgjaldapólitíkin er enn sú sama. Það er ekkert talað um að lækka svimandi háan vaxtakostnað íslenska ríkisins, sem myndi hjálpa við að ná niður verðbólgu. Ísland ætlar áfram að blanda sér alvarlega í baráttuna um Evrópumeistaratitilinn í vaxtakostnaði. Verðbólga er skilgreind sem versti óvinurinn en aðgerðir til að berjast gegn höfuðóvininum vantar, eru fyrst á dagskrá 2024 til 2028. Ríkisstjórnin ætlar þá að skoða sameiningu stofnana eftir einhver ár og kannski hærri veiðileyfagjöld einhvern tímann seinna.

Þetta hjálpar auðvitað ekki ungu fólki á húsnæðismarkaði núna. Fjármálaáætlunin er eins og geggjað aðhaldsprógramm sem byrjar 2024 og skilar kannski þjóðinni í kjólinn fyrir jólin 2028. Þrátt fyrir öll varnaðarorð heimsins valdi fjármálaráðherra að skila fjárlögum fyrir þetta ár með 120 milljarða halla. Hann talar núna um að frumjöfnuður sé að batna. Það er fáránlegur mælikvarði, eins og að segja að afkoma heimilanna sé góð áður en búið er að taka með í reikninginn afborganir af lánum. Það er auðvitað heildarafkoman sem skiptir máli og það á að reka ríkið á yfirdrætti út árið 2027,“ sagði hún. 

Spurði Þorbjörg hvar markmiðin um að lækka skuldir væru. „Hvar eru markmiðin um að lækka viðskiptahalla? Svörin við þessum spurningum geta orðið til þess að fjármálaráðherra endurheimti trú fólks á því að hann ráði við verkefnið.“

Rétt að beita ríkisfjármálum með markvissum hætti til að ná niður verðbólgu

Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins og formaður velferðarnefndar fjallaði einnig um fjármálaáætlunina í ræðu sinni undir sama lið í dag. 

Þar sagði hún að fjármálaáætlunin sýndi stefnu ríkisstjórnarinnar svart á hvítu, að rétt væri að beita ríkisfjármálum með markvissum hætti til að ná niður verðbólgu og koma í veg fyrir frekari hækkun vaxta með auknu aðhaldi, tekjuöflun og frestun framkvæmda. 

„Á sama tíma er lögð áhersla á að verja grunnþjónustuna, styðja áfram við viðkvæma hópa og verja lífskjör almennings. Skuldahlutfall ríkissjóðs lækkar líka á tímabilinu og afkoma batnar. Þetta er það eina rétta við núverandi aðstæður,“ sagði hún og vitnaði í menningar- og viðskiptaráðherra, Lilju Dögg Alfreðsdóttur: „Stóra verkefnið samhliða breyttum aðstæðum er að ná niður verðbólgu sem er helsti óvinur heimila og fyrirtækja í landinu. Aðhald og skýr forgangsröðun er meginstef. Ríkisfjármálin þurfa að vinna með peningastefnu Seðlabankans til að ná jafnvægi.“

Forgangsraðað í þágu heilbrigðiskerfisinsLíneik Anna segir að í áætluninni sé með skýrum hætti forgangsraðað í þágu heilbrigðiskerfisins og almannatryggingakerfisins þar sem ekki sé gerð aðhaldskrafa.

Líneik Anna sagði jafnfram að þrátt fyrir að ýmsum framkvæmdum yrði frestað væri staðinn vörður um framkvæmdir sem væru í gangi eða ættu að hefjast á árinu eins og við Landspítala og í samgöngu- og húsnæðismálum. „Þá verður sérstaklega stutt við þá hópa, sem síst geta mætt áhrifum hærri verðbólgu, með ýmsum stuðningsaðgerðum stjórnvalda, eins og þegar er hafið með hækkun vaxtabóta og barnabóta.

Í áætluninni er líka með skýrum hætti forgangsraðað í þágu heilbrigðiskerfisins og almannatryggingakerfisins þar sem ekki er gerð aðhaldskrafa. Það þýðir að 12 milljarðarnir sem bætt var inn í heilbrigðiskerfið um síðustu áramót eru komnir til að vera. Sem formaður velferðarnefndar hef ég fylgst með vinnunni í heilbrigðiskerfinu og legg mikla áherslu á að við getum haldið áfram öllum þeim góðu verkum sem nú er unnið að,“ sagði hún að lokum. 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár