Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Norska stjórnin ætlar að lækka skattinn en eigandi Arnarlax segir hagnað laxeldisins ekki óhóflegan

Norska rík­i­s­tjórn­in hef­ur boð­ið breyt­ing­ar á skatt­heimtu sinni á lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in þar í landi. Lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in eru hins veg­ar ósátt og kvarta yf­ir skatt­lagn­ing­unni. Með­al ann­ars er um að ræða Salm­ar AS, stærsta eig­anda Arn­ar­lax á Bíldu­dal, sem tel­ur að arð­semi fyr­ir­tæk­is­ins sé ekki óhóf­leg þrátt fyr­ir rúm­lega 30 millj­arða arð­greiðsl­ur út úr fyr­ir­tæk­inu nokk­ur ár í röð.

Norska stjórnin ætlar að lækka skattinn en eigandi Arnarlax segir hagnað laxeldisins ekki óhóflegan
Segir laxeldisiðnaðinn verða að leggja meira til samfélagsins Mynd: Norski Verkamannaflokkurinn

Norska ríkisstjórnin hefur ákveðið að lækka fyrirhugaðar skattahækkanir á norsk laxeldisfyrirtæki úr  40 prósent og niður í 35 prósent. Ríkisstjórn Jonas Gahr Støre, formanns Verkamannaflokksins,  greindi frá þessu í fréttatilkynningu í morgun. Útspil ríkisstjórnarinnar í Noregi er ein af stóru fréttunum í landinu í dag.  Støre og fjármálaráðherrann Trygve Slagsvold Vedun úr Miðflokknum eru þeir sem hafa kynnt þessar hugmyndir norsku miðju vinstristjórnarinnar.

Verkamannaflokkur Støre er systurflokkur Samfylkingarinnar á meðan Miðflokkurinn er ígildi Framsóknarflokksins hér á landi í norskum stjórnmálum. Til stóð að Sósíalíski vinstriflokkurinn, sem er systurflokkur VG hér á landi, yrði með í ríkisstjórninni þegar hún var mynduð um haustið 2021 en flokkurinn dró sig úr ríkisstjórnarmynduninni.

„Það er réttlátt að samfélagið fái hluta af þeim verðmætum sem skapast þegar einhver fær afnot af náttúruauðlindum samfélagsins“
Jonas Gahr Store,
forsætisráðherra Noregs

Tillögur þessarar ríkisstjórnar um aukna skattheimtu á laxeldisfyrirtækin hafa verið harðlega gagnrýndar af þeim og þrýstihópum þeirra, meðal annarrs Sjömat Norge sem líkja má við SFS hér á landi, frá því að tillögurnar voru fyrst kynntar í fyrrahaust.

Í kjölfar tilkynningar ríkisstjórnarinnar féllu hlutabréf stórra laxeldisfyrirtækja eins og Mowi, sem er stærsta laxeldisfyrirtæki í heimi og hluthafi í Arctic Fish á Ísafirði, í verði. 

Salmar gagnrýnið eftir rúmlega 30 milljarða arðgreiðslu

Norsku laxeldisfyrirtækin eru hins vegar ennþá ósátt við fyrirhugaða skattlagningu, meðal annars Salmar AS sem er stærsti eigandi Arnarlax á Bíldudal.

Í tilkynningu fra Salmar kemur fram að hugmyndirnar um skattlagninguna sé byggðar á veikum forsendum. „Tillögurnar eru byggðar á því að matvælaframleiðsla sé iðngrein, sem byggir á notkun á auðlindum, sem skili allt of hárri arðsemi miðað við áhættuna sem fylgir henni. Þetta er rangt. Allt skattalagafrumvarpið byggir þar með á veikum forsendum. Þess vegna á að leggja hugmyndir um auðlindaskatt á fiskeldi í Noregi varanlega til hliðar.“   

Þessi andmæli Salmar AS við skattlagningunni í Noregi koma í kjölfar þess að félagið greiddi út  32 milljarða króna arð vegna rekstrarársins í fyrra. Síðastliðin þrjú ár hefur reksturinn verið afar góður og hafa arðgreiðslurnar verið jafnar síðastliðin ár, meira en 30 milljarðar króna ári. Þrátt fyrir þetta hefur fyrirtækið tönnlast á þvi að arðsemi laxeldisfyrirtækja í Noregi sé ekki óhófleg. 

Forsætisráðherrann stendur fast á sínu

Þrátt fyrir mótmæli laxeldisfyrirtækjanna stendur forsætisráðherra Noregs, Jonas Gahr Støre, fastur á sínu og ætlar að skattleggja greinina með stórauknum hætti.

Á blaðamannafundinum í morgun sagði hann meðal annars að samfélagið veitti laxeldisfyrirtækjunum aðgang að fjörðum landsins og að þar af leiðandi væri réttlátt að samfélagið bæri einnig meira úr býtum. „Að mörgu leyti má segja að samfélagið veiti einkaaðgang að fjörðum þess til fólks sem er gott í því að nýta auðlindirnar í þessum fjörðum. [...] Það er réttlátt að samfélagið fái hluta af þeim verðmætum sem skapast þegar einhver fær afnot af náttúruauðlindum samfélagsins.

Fjármálaráðherrann, Trygve Vedun, segir sömuleiðis að með skattahækkunum þá þurfi laxeldisfyrirtækin í Noregi, sem mörg hver eru með erlent eignarhald, að skilja eftir meiri peninga í Noregi.  „Þetta þýðir að erlendu eigendurnir þurfa að leggja meiri peninga til Karlseyjar [eyja í Norður-Noregi] og geta þá tekið minni peninga til Kýpur. Og þetta er gott. Mistubishi [bílaframleiðandinn] er til dæmis stór eigandi í Cermaq [laxeldisfyrirtæki í Noregi] og þarf þá að leggja meiri peninga til Misund [sveitarfélag í Noregi] og svolítið minni peninga til Mitsubishi. Í mínum huga er þetta rétt og mikilvægt.

Skattalagafrumvarp ríkisstjórnarinnar verður nú lagt fram til umræðu og mögulegra breytinga á norska þinginu. 

Önnur aðferðafræðiRíkisstjórn Íslands hefur ekki fetað sömu leið í skattlagningu á laxeldisfyrirtækin eins og sú norska. Hér sjást þeu Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson þegar fyrri ríkisstjórn flokka þeirra var mynduð árið 2017.

Ísland fetar aðra braut í skattlagningu

Ísland fetar aðra braut í gjaldtökunni af laxeldisfyrirtækjum hér á landi en gert er í Noregi.

Fyrir það fyrsta hafa ný laxeldisleyfi hér á landi verið gefin á grundvelli umsókna laxeldisfyrirtækjanna á meðan ný leyfi ganga kaupum og sölum í Noregi fyrir háar fjárhæðir. Tekið skal fram að munurinn á Íslandi og Noregi er sá að Norðmenn hafa stundað sjókvíaeldi í nokkra áratugi á meðan Íslendingar eru fyrst núna að byrja að ná árangri í sjókvíaeldi á laxi eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir til að koma þessum atvinnuvegi á laggirnar á fyrri áratugum. Þegar verið var að koma þessum iðnaði á laggirnar í Noregi á sínum tíma voru laxeldisleyfin líka gefin í Noregi á meðan fyrirtækin voru að koma undir sig fótunum. 

Munurinn á Íslandi núna og Noregi þá er hins vegar meðal annars sá að norsku fyrirtækin voru frumkvöðlafyrirtæki þar sem Noregur var fyrsta landið í heiminum sem náði að koma sér upp arðbærum iðnaði í sjókvíaeldi á laxi. Íslensku laxeldisfyrirtækin eru hins vegar að stóru leyti í eigu þessara fjársterku laxeldisfyrirtækja í Noregi sem og í auknum mæli í eigu íslenskra útgerðarfélaga. 

Í öðru lagi þá er skattlagning á rekstur íslensku laxeldisfyrirtækjanna miklu lægri en í Noregi en þetta byggir meðal annars á því að þessi iðnaður er yngri hér á landi en þar. Á Íslandi er til dæmis enginn sérstakur auðlindaskattur á greinina sem er sambærilegur við það sem Norðmenn eru að innleiða.  Skattheimtan hér á landi er svo miklu hagstæðari fyrir laxeldisiðnaðinn að stjórnaformaður Arnarlax, Kjartan Ólafsson, hefur bent á að í þessu gætu falist tækifæri fyrir norsku fyrirtkin að flýja aukna skatta í Noregi og koma til Íslands í staðinn. 

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jóhannes Baldvinsson skrifaði
    Hvenær ætlið þið að fara í rannsókn á bókhaldi Arnarlax-->Icelandic Salmon AS Group-->Salmon AS group? Í enskri útgáfu á samstæðureikningi Arnarlax fyrir 2021 er talað um um þennan öfuga samruna þegar þeir stofna Icelandic Salmon AS Group og gera Arnarlax að dótturfélagi þess félags og búa til viðskiptavild upp á 4.5 milljónir evra. En þetta félag Icelandic Salmon Group er ekki til á skrá hjá RSK og móðurfélag þess félags hið norska Salmon AS Group er ekki skattskylt hér á landi. Þetta mix virðist allt til þess gert að komast hjá skattskyldu og er gerólíkt vinnubrögðum hjá Fiskeldi Austurlands og móðurfélagi þess MidtNorskHavbrukAS.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Tími jaðranna er ekki núna
6
ViðtalFormannaviðtöl

Tími jaðr­anna er ekki núna

Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir er sá stjórn­mála­mað­ur sem mið­að við fylg­is­mæl­ing­ar og legu flokks­ins á hinum póli­tíska ás gæti helst lent í lyk­il­stöðu í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­um að lokn­um þing­kosn­ing­um. Þor­gerð­ur boð­ar fækk­un ráðu­neyta, frek­ari sölu á Ís­lands­banka og sterk­ara geð­heil­brigðis­kerfi. Hún vill koma að rík­is­stjórn sem mynd­uð er út frá miðju og seg­ir nóg kom­ið af því að ólík­ir flokk­ar reyni að koma sér sam­an um stjórn lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár