Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Norska stjórnin ætlar að lækka skattinn en eigandi Arnarlax segir hagnað laxeldisins ekki óhóflegan

Norska rík­i­s­tjórn­in hef­ur boð­ið breyt­ing­ar á skatt­heimtu sinni á lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in þar í landi. Lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in eru hins veg­ar ósátt og kvarta yf­ir skatt­lagn­ing­unni. Með­al ann­ars er um að ræða Salm­ar AS, stærsta eig­anda Arn­ar­lax á Bíldu­dal, sem tel­ur að arð­semi fyr­ir­tæk­is­ins sé ekki óhóf­leg þrátt fyr­ir rúm­lega 30 millj­arða arð­greiðsl­ur út úr fyr­ir­tæk­inu nokk­ur ár í röð.

Norska stjórnin ætlar að lækka skattinn en eigandi Arnarlax segir hagnað laxeldisins ekki óhóflegan
Segir laxeldisiðnaðinn verða að leggja meira til samfélagsins Mynd: Norski Verkamannaflokkurinn

Norska ríkisstjórnin hefur ákveðið að lækka fyrirhugaðar skattahækkanir á norsk laxeldisfyrirtæki úr  40 prósent og niður í 35 prósent. Ríkisstjórn Jonas Gahr Støre, formanns Verkamannaflokksins,  greindi frá þessu í fréttatilkynningu í morgun. Útspil ríkisstjórnarinnar í Noregi er ein af stóru fréttunum í landinu í dag.  Støre og fjármálaráðherrann Trygve Slagsvold Vedun úr Miðflokknum eru þeir sem hafa kynnt þessar hugmyndir norsku miðju vinstristjórnarinnar.

Verkamannaflokkur Støre er systurflokkur Samfylkingarinnar á meðan Miðflokkurinn er ígildi Framsóknarflokksins hér á landi í norskum stjórnmálum. Til stóð að Sósíalíski vinstriflokkurinn, sem er systurflokkur VG hér á landi, yrði með í ríkisstjórninni þegar hún var mynduð um haustið 2021 en flokkurinn dró sig úr ríkisstjórnarmynduninni.

„Það er réttlátt að samfélagið fái hluta af þeim verðmætum sem skapast þegar einhver fær afnot af náttúruauðlindum samfélagsins“
Jonas Gahr Store,
forsætisráðherra Noregs

Tillögur þessarar ríkisstjórnar um aukna skattheimtu á laxeldisfyrirtækin hafa verið harðlega gagnrýndar af þeim og þrýstihópum þeirra, meðal annarrs Sjömat Norge sem líkja má við SFS hér á landi, frá því að tillögurnar voru fyrst kynntar í fyrrahaust.

Í kjölfar tilkynningar ríkisstjórnarinnar féllu hlutabréf stórra laxeldisfyrirtækja eins og Mowi, sem er stærsta laxeldisfyrirtæki í heimi og hluthafi í Arctic Fish á Ísafirði, í verði. 

Salmar gagnrýnið eftir rúmlega 30 milljarða arðgreiðslu

Norsku laxeldisfyrirtækin eru hins vegar ennþá ósátt við fyrirhugaða skattlagningu, meðal annars Salmar AS sem er stærsti eigandi Arnarlax á Bíldudal.

Í tilkynningu fra Salmar kemur fram að hugmyndirnar um skattlagninguna sé byggðar á veikum forsendum. „Tillögurnar eru byggðar á því að matvælaframleiðsla sé iðngrein, sem byggir á notkun á auðlindum, sem skili allt of hárri arðsemi miðað við áhættuna sem fylgir henni. Þetta er rangt. Allt skattalagafrumvarpið byggir þar með á veikum forsendum. Þess vegna á að leggja hugmyndir um auðlindaskatt á fiskeldi í Noregi varanlega til hliðar.“   

Þessi andmæli Salmar AS við skattlagningunni í Noregi koma í kjölfar þess að félagið greiddi út  32 milljarða króna arð vegna rekstrarársins í fyrra. Síðastliðin þrjú ár hefur reksturinn verið afar góður og hafa arðgreiðslurnar verið jafnar síðastliðin ár, meira en 30 milljarðar króna ári. Þrátt fyrir þetta hefur fyrirtækið tönnlast á þvi að arðsemi laxeldisfyrirtækja í Noregi sé ekki óhófleg. 

Forsætisráðherrann stendur fast á sínu

Þrátt fyrir mótmæli laxeldisfyrirtækjanna stendur forsætisráðherra Noregs, Jonas Gahr Støre, fastur á sínu og ætlar að skattleggja greinina með stórauknum hætti.

Á blaðamannafundinum í morgun sagði hann meðal annars að samfélagið veitti laxeldisfyrirtækjunum aðgang að fjörðum landsins og að þar af leiðandi væri réttlátt að samfélagið bæri einnig meira úr býtum. „Að mörgu leyti má segja að samfélagið veiti einkaaðgang að fjörðum þess til fólks sem er gott í því að nýta auðlindirnar í þessum fjörðum. [...] Það er réttlátt að samfélagið fái hluta af þeim verðmætum sem skapast þegar einhver fær afnot af náttúruauðlindum samfélagsins.

Fjármálaráðherrann, Trygve Vedun, segir sömuleiðis að með skattahækkunum þá þurfi laxeldisfyrirtækin í Noregi, sem mörg hver eru með erlent eignarhald, að skilja eftir meiri peninga í Noregi.  „Þetta þýðir að erlendu eigendurnir þurfa að leggja meiri peninga til Karlseyjar [eyja í Norður-Noregi] og geta þá tekið minni peninga til Kýpur. Og þetta er gott. Mistubishi [bílaframleiðandinn] er til dæmis stór eigandi í Cermaq [laxeldisfyrirtæki í Noregi] og þarf þá að leggja meiri peninga til Misund [sveitarfélag í Noregi] og svolítið minni peninga til Mitsubishi. Í mínum huga er þetta rétt og mikilvægt.

Skattalagafrumvarp ríkisstjórnarinnar verður nú lagt fram til umræðu og mögulegra breytinga á norska þinginu. 

Önnur aðferðafræðiRíkisstjórn Íslands hefur ekki fetað sömu leið í skattlagningu á laxeldisfyrirtækin eins og sú norska. Hér sjást þeu Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson þegar fyrri ríkisstjórn flokka þeirra var mynduð árið 2017.

Ísland fetar aðra braut í skattlagningu

Ísland fetar aðra braut í gjaldtökunni af laxeldisfyrirtækjum hér á landi en gert er í Noregi.

Fyrir það fyrsta hafa ný laxeldisleyfi hér á landi verið gefin á grundvelli umsókna laxeldisfyrirtækjanna á meðan ný leyfi ganga kaupum og sölum í Noregi fyrir háar fjárhæðir. Tekið skal fram að munurinn á Íslandi og Noregi er sá að Norðmenn hafa stundað sjókvíaeldi í nokkra áratugi á meðan Íslendingar eru fyrst núna að byrja að ná árangri í sjókvíaeldi á laxi eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir til að koma þessum atvinnuvegi á laggirnar á fyrri áratugum. Þegar verið var að koma þessum iðnaði á laggirnar í Noregi á sínum tíma voru laxeldisleyfin líka gefin í Noregi á meðan fyrirtækin voru að koma undir sig fótunum. 

Munurinn á Íslandi núna og Noregi þá er hins vegar meðal annars sá að norsku fyrirtækin voru frumkvöðlafyrirtæki þar sem Noregur var fyrsta landið í heiminum sem náði að koma sér upp arðbærum iðnaði í sjókvíaeldi á laxi. Íslensku laxeldisfyrirtækin eru hins vegar að stóru leyti í eigu þessara fjársterku laxeldisfyrirtækja í Noregi sem og í auknum mæli í eigu íslenskra útgerðarfélaga. 

Í öðru lagi þá er skattlagning á rekstur íslensku laxeldisfyrirtækjanna miklu lægri en í Noregi en þetta byggir meðal annars á því að þessi iðnaður er yngri hér á landi en þar. Á Íslandi er til dæmis enginn sérstakur auðlindaskattur á greinina sem er sambærilegur við það sem Norðmenn eru að innleiða.  Skattheimtan hér á landi er svo miklu hagstæðari fyrir laxeldisiðnaðinn að stjórnaformaður Arnarlax, Kjartan Ólafsson, hefur bent á að í þessu gætu falist tækifæri fyrir norsku fyrirtkin að flýja aukna skatta í Noregi og koma til Íslands í staðinn. 

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jóhannes Baldvinsson skrifaði
    Hvenær ætlið þið að fara í rannsókn á bókhaldi Arnarlax-->Icelandic Salmon AS Group-->Salmon AS group? Í enskri útgáfu á samstæðureikningi Arnarlax fyrir 2021 er talað um um þennan öfuga samruna þegar þeir stofna Icelandic Salmon AS Group og gera Arnarlax að dótturfélagi þess félags og búa til viðskiptavild upp á 4.5 milljónir evra. En þetta félag Icelandic Salmon Group er ekki til á skrá hjá RSK og móðurfélag þess félags hið norska Salmon AS Group er ekki skattskylt hér á landi. Þetta mix virðist allt til þess gert að komast hjá skattskyldu og er gerólíkt vinnubrögðum hjá Fiskeldi Austurlands og móðurfélagi þess MidtNorskHavbrukAS.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
1
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
9
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár