Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Eigandi Arnarlax greiðir út 32 milljarða króna arð en kvartar yfir skattlagningu

Norski lax­eld­isris­inn Salm­ar AS, eig­andi Arn­ar­lax á Bíldu­dal, hef­ur greitt út nærri 100 millj­arða króna arð á síð­ustu þrem­ur ár­um. Fyr­ir­tæk­ið kvart­ar á sama tíma yf­ir auk­inni skatt­lagn­ingu í Nor­egi og seg­ir ekki rétt að arð­semi fé­lags­ins sé of mik­il.

Eigandi Arnarlax greiðir út 32 milljarða króna arð en kvartar yfir skattlagningu
Stærsti hluthafinn Gustav Witzoe yngri er stærsti hluthafi Arnarlax í gegnum eignarhald sitt á Salmar. Hann er jafnframt ríkasti maður Noregs. Faðir hans og nafni stofnaði Salmar á sínum tíma.

Eigandi laxeldisfyrirtækisins Arnarlax á Bíldudal stefnir á að greiða út 32 milljarða króna arð, 2,9 milljarða norskra króna, á þessu ári eftir að hafa hagnast um tæplega 50 milljarða króna í fyrra. Fyrirtækið, norski laxeldisrisinn Salmar AS, kvartar samt yfir aukinni skattheimtu í Noregi og segir að gjaldheimtan geti komið niður á starfsemi félagsins. Þetta kemur fram í ársuppgjöri Salmar AS  og kynningu á því sem gerð voru opinber í Noregi í lok febrúar. Arnarlax á og rekur sjókvíar á Vestfjörðum þar sem eldislax er ræktaður. 

Salmar AS er meirihlutaeigandi í Arnarlaxi með rúmlega 51 prósent af hlutafénu í norsku móðurfélagi laxeldisfyrirtækisins, Icelandic Salmon AS. Næst stærsti hluthafi Arnarlax er svo lífeyrissjóðurinn Gildi með 7,16 prósenta hlut. Stjórnarformaður Arnarlax, Kjartan Ólafsson, er fjórði stærsti hluthafinn með rúmlega 3,2 prósenta hlut. Arnarlax er stærsta laxeldisfyrirtæki á Íslandi og stefnir félagið félagið á 16 þúsund tonna framleiðslu hér á landi á þessu ári samkvæmt uppgjörinu. Fyrirtækið framleiddi sama magn í fyrra.

Stærsti eigandi Salmar eru svo aftur fyrirtækið Kverva Industries sem er í meirihlutaeigu sonar stofnanda Salmar, Gustav Witzoe yngri, sem er ríkasti maður Noregs. Hann er því stærsti eigandi Arnarlax á Íslandi.

„Forsendur skattlagningarinnar byggja á þeirri forsendu að laxeldisiðnaðurinn skapi of mikla arðsemi miðað við þær áhættur sem iðnaðurinn felur í sér en þetta er ekki rétt.“
Úr kynningu á ársuppgjöri Salmar AS

Segja skattlagningu koma í veg fyrir umhverfisvænni lausnir

Í ársreikningi Salmar kemur meðal annars fram að vegna aukinnar, boðaðrar skattlagningar í Noregi, þá geti fyrirtækið ekki einbeitt sér af sama krafti að því að þróa aflandslausnir í laxeldi. Með slíkum aflandslausnum yrði eldið flutt út á rúmsjó og úr fjörðum landa eins og Noregs og Íslands. Þetta myndi koma í veg fyrir mörg af helstu umhverfisáhrifum laxeldis í sjókvíum, meðal annars mögulega erfðablöndun við villta laxastofna sökum slysasleppinga úr sjókvíum. Slíkar slysasleppingar hafa átt sér stað í Noregi og á Íslandi.   Skattlagningin á fiskeldið á að aukast úr 22 prósentum í 62 prósent.  

Áhugavert er að Salmar stilli afleiðingum skattlagningarinnar upp með þessum hætti þar sem laxeldisfyrirtækið er að nota hagnað sinn af laxeldi í sjókvíum til að fjármagna þróun fyrirtækisins á umhverfisvænni lausnum úti á rúmsjó. Laxeldið sem Salmar stundar á Íslandi er laxeldi í fjörðum sem aflandseldið á að koma í staðinn fyrir með tíð og tíma, líkt og fyrrverandi stjórnarformaður Salmar hefur sagt.

Stjórnarformaðurinn fyrrverandi, Atle Eide, hefur látið hafa það eftir sér að 2030 verði laxeldi í sjókvíum ekki lengur stundað vegna umhverfisáhrifa þess. „Við munum líklega ekki sjá hefðbundnar, alveg opnar sjókvíar neins staðar árið 2030 [...] Kröfur samfélagsins hafa breyst svo mikið og tækniþróunin mun gera það arðbært að breytast,“ sagði Atle Eide í viðtali við sjávarútvegsblaðið Intrafish árið 2021. 

„Vannýttir möguleikar“ á Íslandi

Þrátt fyrir þessa spá Atle Eide um endalok sjókvíaeldis, og þrátt fyrir að fyrirtækið sé að fjárfesta í öðrum lausnum fjarri ströndum landa, þá sér Arnarlax samt sem áður mikla vaxtarmöguleika á Íslandi. Í kynningunni á uppgjöri Salmar segir meðal annars: „Vannýttir möguleikar í fyrirliggjandi leyfum.

Með þessu er meðal annars átt við að Arnarlax á samtals framleiðsluleyfi fyrir 23.700 tonnum af eldislaxi og á því eftir að hefja framleiðslu á samtals 6.700 tonnum af eldislaxi út frá fyrirliggjandi leyfum. Þá er tilgreint í kynningu á uppgjöri Arnarlax fyrir síðasta ársfjórðung 2022 að félagið sé með frekari umsóknir um leyfi í ferli, meðal annars 10 þúsund tonn  í Ísafjarðardjúpi auk 4.500 tonn í Arnarfirði. 

Í þessari kynningu segir Arnarlax líka, þrátt fyrir að ljóst sé að fyrirtækið og fyrrverandi stjórnarformaður Salmar AS, telja sjókvíaeldi ekki vera framtíðarlausn í fiskeldi að Ísland geti orðið eitt stærsta framleiðsluland heimsins í slíku eldi. 

Einn stærsti hluthafinnKjartan Ólafsson er fjórði stærsti hluthafi Arnarlax og hefur hann talað fyrir því að Ísland geti framleitt allt að 500 þúsund tonn á ári. Samtímis þróar eigandi Arnarlax aðrar umhverfisvænni lausnir í fiskeldi en notkun á sjókvíum.

Salmar: Forsendur skattlagningarnar rangar

Nokkuð hefur verið fjallað um afleiðingarnar af þessari auknu skattlagningu í Noregi í fjölmiðlum hér á landi og hefur stjórnarformaður Arnarlax, Kjartan Ólafsson, meðal annars sagt að hún gæti meðal annars falið í sér tækifæri fyrir Íslendinga til að framleiða meira af eldislaxi.

Orðrétt segir um þessar afleiðingar af skattlagningunni í ársreikningi Salmar AS. „Í Noregi hefur ríkisstjórnin boðað auðlindaskatt á fiskeldi sem taka á gildi frá upphafi árs 2023. Ef nýja skattlagningin verður samþykkt af þinginu mun hún hafa mikil áhrif á möguleika á fjárfestingum og tækninýjungum í fiskeldinu í Noregi. SalMar sendi frá sér ítarlegt svar í hinu opinbera ferli sem málið fór í og lýsti yfir harðri andstöðu við skattlagninguna.

Samkvæmt því sem Salmar segir þá eru forsendur skattlagningarinnar rangar þar sem ekki sé rétt að arðgreiðslur úr greininni séu of háar miðað við þá áhættu sem fjárfestarnir taka. Um þetta segir í ársreikningnum: „Forsendur skattlagningarinnar byggja á þeirri forsendu að laxeldisiðnaðurinn skapi of mikla arðsemi miðað við þær áhættur sem iðnaðurinn felur í sér en þetta er ekki rétt. Og Salmar undirstrikaði með afgerandi hætti að tillögurnar ætti að leggja til hliðar,“ segir í ársreikningnum. 

Nærri 100 milljarða arður á þremur árum 

Þessi staðhæfing í ársuppgjöri Salmar er sérstaklega áhugaverð í ljósi þess að á síðastliðnum árum hefur félagið greitt út tugi milljarða króna í arð á hverju einasta ári. Upphæðin var 32 milljarðar króna í fyrra líka og tæpir 30 milljarðar króna árið á undan. Samtals er því um að ræða nærri 100 milljarða króna arðgreiðslur til hluthafa á einungis þremur árum.

Þegar horft er á tekjur fyrirtækisins í fyrra, sem námu rúmlega 20 milljörðum norskra króna, þá nemur arðgreiðslan út úr félaginu rúmlega 14 prósentum af tekjum félagsins. Arðgreiðslan nemur sömuleiðis rúmlega 78 prósentum af heildarhagnaði fyrirtækisins á árinu en hann nam 3,7 milljörðum norskra króna. 

Þrátt fyrir þetta telur Salmar AS samt ekki að rekstur félagsins geti staðið undir þeirri auknu skattlagningu á fiskeldi sem norska ríkið hefur boðað. 

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Lögregla í átaksverkefni við eftirlit á leigubifreiðum
6
Fréttir

Lög­regla í átaks­verk­efni við eft­ir­lit á leigu­bif­reið­um

Frá því um síð­ustu helgi hef­ur lög­regl­an á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stað­ið í sér­stöku átaks­verk­efni ásamt Sam­göngu­stofu og Skatt­in­um þar sem haft er eft­ir­lit með leigu­bif­reið­um ak­andi um göt­ur borg­ar­inn­ar. Þrátt fyr­ir að rúmt ár sé lið­ið frá því að ný lög um leigu­bif­reiða­akst­ur tóku gildi virð­ist ekki hafa orð­ið fjölg­un á heild­ar­fjölda leigu­bif­reiða­stjóra.
Náttúran er skólastofa framtíðarinnar
9
Viðtal

Nátt­úr­an er skóla­stofa fram­tíð­ar­inn­ar

Mögu­leik­ar úti­mennt­un­ar á Ís­landi fel­ast í sér­stöðu ís­lenskr­ar nátt­úru og fjöl­breyti­leika henn­ar. Dr. Jakob Frí­mann Þor­steins­son hef­ur unn­ið hörð­um hönd­um að því að gera úti­vist að úti­mennt­un og í doktors­rann­sókn sinni kann­aði hann mögu­leika úti­mennt­un­ar á Ís­landi. Og þeir eru fjöl­marg­ir. „Lang­stærsta hindr­un­in er í hausn­um á okk­ur sjálf­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
1
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
2
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.
Elkem brennir trjákurli Running Tide - Eignir á brunaútsölu
5
FréttirRunning Tide

Elkem brenn­ir trják­urli Runn­ing Tide - Eign­ir á bruna­út­sölu

Fjall af trják­urli sem Runn­ing Tide skil­ur eft­ir sig á Grund­ar­tanga verð­ur brennt til að knýja málmblendi Elkem. Kurlið auk 300 tonna af kalk­steins­dufti í sekkj­um og fær­an­leg steypu­stöð voru aug­lýst til sölu um helg­ina eft­ir að Runn­ing Tide hætti skyndi­lega allri starf­semi hér á landi og í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið skol­aði 20 þús­und tonn­um af trják­urli í sjó­inn í fyrra og sagð­ist binda kol­efni. „Bull“ og „fár­an­leiki“ til þess gerð­ur að græða pen­inga, sögðu vís­inda­menn.
Logos fékk 30 milljónir frá Bankasýslunni eftir að ákveðið var að leggja hana niður
7
Greining

Logos fékk 30 millj­ón­ir frá Banka­sýsl­unni eft­ir að ákveð­ið var að leggja hana nið­ur

Síð­an að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Fyrr á þessu ári kom fram að hún gæti ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Nú hafa borist svör um að Logos hafi feng­ið stærst­an hluta en Banka­sýsl­an get­ur enn ekki gert grein fyr­ir allri upp­hæð­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
8
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
9
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár