Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Eigandi Arnarlax greiðir út 32 milljarða króna arð en kvartar yfir skattlagningu

Norski lax­eld­isris­inn Salm­ar AS, eig­andi Arn­ar­lax á Bíldu­dal, hef­ur greitt út nærri 100 millj­arða króna arð á síð­ustu þrem­ur ár­um. Fyr­ir­tæk­ið kvart­ar á sama tíma yf­ir auk­inni skatt­lagn­ingu í Nor­egi og seg­ir ekki rétt að arð­semi fé­lags­ins sé of mik­il.

Eigandi Arnarlax greiðir út 32 milljarða króna arð en kvartar yfir skattlagningu
Stærsti hluthafinn Gustav Witzoe yngri er stærsti hluthafi Arnarlax í gegnum eignarhald sitt á Salmar. Hann er jafnframt ríkasti maður Noregs. Faðir hans og nafni stofnaði Salmar á sínum tíma.

Eigandi laxeldisfyrirtækisins Arnarlax á Bíldudal stefnir á að greiða út 32 milljarða króna arð, 2,9 milljarða norskra króna, á þessu ári eftir að hafa hagnast um tæplega 50 milljarða króna í fyrra. Fyrirtækið, norski laxeldisrisinn Salmar AS, kvartar samt yfir aukinni skattheimtu í Noregi og segir að gjaldheimtan geti komið niður á starfsemi félagsins. Þetta kemur fram í ársuppgjöri Salmar AS  og kynningu á því sem gerð voru opinber í Noregi í lok febrúar. Arnarlax á og rekur sjókvíar á Vestfjörðum þar sem eldislax er ræktaður. 

Salmar AS er meirihlutaeigandi í Arnarlaxi með rúmlega 51 prósent af hlutafénu í norsku móðurfélagi laxeldisfyrirtækisins, Icelandic Salmon AS. Næst stærsti hluthafi Arnarlax er svo lífeyrissjóðurinn Gildi með 7,16 prósenta hlut. Stjórnarformaður Arnarlax, Kjartan Ólafsson, er fjórði stærsti hluthafinn með rúmlega 3,2 prósenta hlut. Arnarlax er stærsta laxeldisfyrirtæki á Íslandi og stefnir félagið félagið á 16 þúsund tonna framleiðslu hér á landi á þessu ári samkvæmt uppgjörinu. Fyrirtækið framleiddi sama magn í fyrra.

Stærsti eigandi Salmar eru svo aftur fyrirtækið Kverva Industries sem er í meirihlutaeigu sonar stofnanda Salmar, Gustav Witzoe yngri, sem er ríkasti maður Noregs. Hann er því stærsti eigandi Arnarlax á Íslandi.

„Forsendur skattlagningarinnar byggja á þeirri forsendu að laxeldisiðnaðurinn skapi of mikla arðsemi miðað við þær áhættur sem iðnaðurinn felur í sér en þetta er ekki rétt.“
Úr kynningu á ársuppgjöri Salmar AS

Segja skattlagningu koma í veg fyrir umhverfisvænni lausnir

Í ársreikningi Salmar kemur meðal annars fram að vegna aukinnar, boðaðrar skattlagningar í Noregi, þá geti fyrirtækið ekki einbeitt sér af sama krafti að því að þróa aflandslausnir í laxeldi. Með slíkum aflandslausnum yrði eldið flutt út á rúmsjó og úr fjörðum landa eins og Noregs og Íslands. Þetta myndi koma í veg fyrir mörg af helstu umhverfisáhrifum laxeldis í sjókvíum, meðal annars mögulega erfðablöndun við villta laxastofna sökum slysasleppinga úr sjókvíum. Slíkar slysasleppingar hafa átt sér stað í Noregi og á Íslandi.   Skattlagningin á fiskeldið á að aukast úr 22 prósentum í 62 prósent.  

Áhugavert er að Salmar stilli afleiðingum skattlagningarinnar upp með þessum hætti þar sem laxeldisfyrirtækið er að nota hagnað sinn af laxeldi í sjókvíum til að fjármagna þróun fyrirtækisins á umhverfisvænni lausnum úti á rúmsjó. Laxeldið sem Salmar stundar á Íslandi er laxeldi í fjörðum sem aflandseldið á að koma í staðinn fyrir með tíð og tíma, líkt og fyrrverandi stjórnarformaður Salmar hefur sagt.

Stjórnarformaðurinn fyrrverandi, Atle Eide, hefur látið hafa það eftir sér að 2030 verði laxeldi í sjókvíum ekki lengur stundað vegna umhverfisáhrifa þess. „Við munum líklega ekki sjá hefðbundnar, alveg opnar sjókvíar neins staðar árið 2030 [...] Kröfur samfélagsins hafa breyst svo mikið og tækniþróunin mun gera það arðbært að breytast,“ sagði Atle Eide í viðtali við sjávarútvegsblaðið Intrafish árið 2021. 

„Vannýttir möguleikar“ á Íslandi

Þrátt fyrir þessa spá Atle Eide um endalok sjókvíaeldis, og þrátt fyrir að fyrirtækið sé að fjárfesta í öðrum lausnum fjarri ströndum landa, þá sér Arnarlax samt sem áður mikla vaxtarmöguleika á Íslandi. Í kynningunni á uppgjöri Salmar segir meðal annars: „Vannýttir möguleikar í fyrirliggjandi leyfum.

Með þessu er meðal annars átt við að Arnarlax á samtals framleiðsluleyfi fyrir 23.700 tonnum af eldislaxi og á því eftir að hefja framleiðslu á samtals 6.700 tonnum af eldislaxi út frá fyrirliggjandi leyfum. Þá er tilgreint í kynningu á uppgjöri Arnarlax fyrir síðasta ársfjórðung 2022 að félagið sé með frekari umsóknir um leyfi í ferli, meðal annars 10 þúsund tonn  í Ísafjarðardjúpi auk 4.500 tonn í Arnarfirði. 

Í þessari kynningu segir Arnarlax líka, þrátt fyrir að ljóst sé að fyrirtækið og fyrrverandi stjórnarformaður Salmar AS, telja sjókvíaeldi ekki vera framtíðarlausn í fiskeldi að Ísland geti orðið eitt stærsta framleiðsluland heimsins í slíku eldi. 

Einn stærsti hluthafinnKjartan Ólafsson er fjórði stærsti hluthafi Arnarlax og hefur hann talað fyrir því að Ísland geti framleitt allt að 500 þúsund tonn á ári. Samtímis þróar eigandi Arnarlax aðrar umhverfisvænni lausnir í fiskeldi en notkun á sjókvíum.

Salmar: Forsendur skattlagningarnar rangar

Nokkuð hefur verið fjallað um afleiðingarnar af þessari auknu skattlagningu í Noregi í fjölmiðlum hér á landi og hefur stjórnarformaður Arnarlax, Kjartan Ólafsson, meðal annars sagt að hún gæti meðal annars falið í sér tækifæri fyrir Íslendinga til að framleiða meira af eldislaxi.

Orðrétt segir um þessar afleiðingar af skattlagningunni í ársreikningi Salmar AS. „Í Noregi hefur ríkisstjórnin boðað auðlindaskatt á fiskeldi sem taka á gildi frá upphafi árs 2023. Ef nýja skattlagningin verður samþykkt af þinginu mun hún hafa mikil áhrif á möguleika á fjárfestingum og tækninýjungum í fiskeldinu í Noregi. SalMar sendi frá sér ítarlegt svar í hinu opinbera ferli sem málið fór í og lýsti yfir harðri andstöðu við skattlagninguna.

Samkvæmt því sem Salmar segir þá eru forsendur skattlagningarinnar rangar þar sem ekki sé rétt að arðgreiðslur úr greininni séu of háar miðað við þá áhættu sem fjárfestarnir taka. Um þetta segir í ársreikningnum: „Forsendur skattlagningarinnar byggja á þeirri forsendu að laxeldisiðnaðurinn skapi of mikla arðsemi miðað við þær áhættur sem iðnaðurinn felur í sér en þetta er ekki rétt. Og Salmar undirstrikaði með afgerandi hætti að tillögurnar ætti að leggja til hliðar,“ segir í ársreikningnum. 

Nærri 100 milljarða arður á þremur árum 

Þessi staðhæfing í ársuppgjöri Salmar er sérstaklega áhugaverð í ljósi þess að á síðastliðnum árum hefur félagið greitt út tugi milljarða króna í arð á hverju einasta ári. Upphæðin var 32 milljarðar króna í fyrra líka og tæpir 30 milljarðar króna árið á undan. Samtals er því um að ræða nærri 100 milljarða króna arðgreiðslur til hluthafa á einungis þremur árum.

Þegar horft er á tekjur fyrirtækisins í fyrra, sem námu rúmlega 20 milljörðum norskra króna, þá nemur arðgreiðslan út úr félaginu rúmlega 14 prósentum af tekjum félagsins. Arðgreiðslan nemur sömuleiðis rúmlega 78 prósentum af heildarhagnaði fyrirtækisins á árinu en hann nam 3,7 milljörðum norskra króna. 

Þrátt fyrir þetta telur Salmar AS samt ekki að rekstur félagsins geti staðið undir þeirri auknu skattlagningu á fiskeldi sem norska ríkið hefur boðað. 

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár