Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Morð á 12 ára vinkonu vekur spurningar og óhug

Ráð­gát­an um morð tveggja stúlkna á „bestu vin­konu“ sinni vek­ur spurn­ing­ar og hryll­ing í Þýskalandi. Þrett­án ára göm­ul hringdi ger­and­inn í for­eldra Luise, sem hún hafði þá myrt, og sagði hana vera á heim­leið.

Morð á 12 ára vinkonu vekur spurningar og óhug
Blóm til minningar Hin tólf ára gamla Luise fannst hér látin. Tvær skólasystur hennar hafa játað að hafa myrt hana. En ráðgátan um hvatann, dvelur í Þjóðverjum, samhliða hryllingnum.

Óhugur og óhugsandi spurningar þjaka Þjóðverja eftir að tvær skólastúlkur, tólf og þrettán ára, myrtu vinkonu sína, hina tólf ára gamla Luise. Þær höfðu áður verið staðnar að einelti í garð hennar, en eru of ungar til að teljast sakhæfar.

Luise skilaði sér ekki heim í borginni Freudenberg í Nordrein-Westfalen eftirmiðdaginn á laugardaginn eftir að hafa leikið við vinkonu í næsta bæ. Þremur klukkustundum síðar hringdu foreldrar hennar á lögregluna, þar sem hún hefði átt að vera komin eftir þriggja kílómetra heimleið. Í kjölfarið leituðu lögreglumenn með hunda og á þyrlum hennar þar til hún fannst daginn eftir í skóginum við hlið hjólastígs, í öfuga átt frá leiðinni heim. Hún reyndist vera með „fjölmörg stungusár“. Eins hræðilegt og atvikið virtist fylltust Þjóðverjar enn meiri hryllingi eftir að vinkonurnar tvær játuðu að hafa myrt Luise.

„Eftir meira en 40 ára þjónustu gerast ennþá atburðir sem gera mann orðlausan,“ sagði Jürgen Süs, aðstoðaryfirlögregluþjónn á svæðinu, á blaðamannafundi í fyrradag. 

Saksóknarinn í héraðinu, Mario Mannweiler, átti sömuleiðis á sama fréttamannafundi erfitt með að lýsa málinu. „Málið er...“ sagði hann hikandi, „málið er sérstakt“. Það sem gerir tilfellið „sláandi“ að sögn Mannweilers er sýnilega að gerendurnir eru börn úr sama kunningjahópi og illskiljanlegt tilefni árásarinnar. „Málið er ótrúlega flókið, eins og fólk getur ímyndað sér. Og það sem er tilefni fyrir barni verður aldrei skiljanlegt fullorðnum.“

Lögreglan gefur ekki upp hver hvatinn að morðinu var.

Þýski miðillinn Süddeutsche Zeitung hefur eftir Thomas Bliesener, afbrotafræðingi við Göttingen-háskóla, að ofbeldisverk barna séu oftar tilkomin af tilfinningalegum ástæðum en hjá fullorðnum. „Ef þau eru móðguð getur það verið heimsendir fyrir sum þeirra og þau geta ekki ímyndað sér að þau komist yfir það.“ Þannig geti börn skynjað ógn sem endi með ofbeldi. Í sjaldgæfum tilfellum geti gerst að börn, eða óþroskuð ungmenni, drepið af forvitni. Að þau viti ekki að þau geti drepið með því, til dæmis, að stinga í hálsinn.

Börn undir 14 ára aldri eru ósakhæf í Þýskalandi. Aðstæður stúlknanna eru þó til rannsóknar, sem og kveikjan að árásinni. Farið getur svo að stúlkurnar verði færðar í geðhjúkrunarvist. „Það má gera ráð fyrir því að börnin séu í öryggisgæslu,“ segir Mannweiler saksóknari.

Það sem þykir einna hryllilegast við morðið er illskiljanleikinn. Stúlkurnar höfðu, samkvæmt fréttum þýska miðilsins Bild, virst góðar vinkonur og hittust gjarnan eftirmiðdaga eftir skóla. Eftir að hafa framið morðið fóru vinkonurnar tvær heim til annarrar vinkonu. Þar var önnur þeirra sótt til föður síns, en hin, sem Bild segir að hafi verið „besta vinkona“ Luise, hringdi í foreldra Luise og sagði að hún hefði þá lagt af stað þriggja kílómetra leiðina heim. Á spjallsvæðum á netinu hafa aðilar sem þekkja til aðstæðna og deila myndum af þolandanum tjáð sig um málið. „Hún var besta vinkona þín. Hvernig gastu þetta?“ skrifaði einn netnotandi. Þeirri spurningu er enn ósvarað.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Stendur með því sem hjartað segir að sé rétt
4
Viðtal

Stend­ur með því sem hjart­að seg­ir að sé rétt

Ás­dís María Við­ars­dótt­ir hef­ur sleg­ið í gegn í þýsku­mæl­andi lönd­um. Með­al ann­ars átt lag í fyrsta sæti vin­sældal­ista út­varps­stöðva í Þýskalandi og ver­ið til­nefnd þar fyr­ir besta popp­lag árs­ins. Hér heima vakti hún um­ræðu í fyrra þeg­ar hún dró sig frá lagi sínu í Eurovisi­on vegna hern­að­ar­ins á Gaza. Ás­dís María ræð­ir allt þetta í við­tali – og meira til!

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár