Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Morð á 12 ára vinkonu vekur spurningar og óhug

Ráð­gát­an um morð tveggja stúlkna á „bestu vin­konu“ sinni vek­ur spurn­ing­ar og hryll­ing í Þýskalandi. Þrett­án ára göm­ul hringdi ger­and­inn í for­eldra Luise, sem hún hafði þá myrt, og sagði hana vera á heim­leið.

Morð á 12 ára vinkonu vekur spurningar og óhug
Blóm til minningar Hin tólf ára gamla Luise fannst hér látin. Tvær skólasystur hennar hafa játað að hafa myrt hana. En ráðgátan um hvatann, dvelur í Þjóðverjum, samhliða hryllingnum.

Óhugur og óhugsandi spurningar þjaka Þjóðverja eftir að tvær skólastúlkur, tólf og þrettán ára, myrtu vinkonu sína, hina tólf ára gamla Luise. Þær höfðu áður verið staðnar að einelti í garð hennar, en eru of ungar til að teljast sakhæfar.

Luise skilaði sér ekki heim í borginni Freudenberg í Nordrein-Westfalen eftirmiðdaginn á laugardaginn eftir að hafa leikið við vinkonu í næsta bæ. Þremur klukkustundum síðar hringdu foreldrar hennar á lögregluna, þar sem hún hefði átt að vera komin eftir þriggja kílómetra heimleið. Í kjölfarið leituðu lögreglumenn með hunda og á þyrlum hennar þar til hún fannst daginn eftir í skóginum við hlið hjólastígs, í öfuga átt frá leiðinni heim. Hún reyndist vera með „fjölmörg stungusár“. Eins hræðilegt og atvikið virtist fylltust Þjóðverjar enn meiri hryllingi eftir að vinkonurnar tvær játuðu að hafa myrt Luise.

„Eftir meira en 40 ára þjónustu gerast ennþá atburðir sem gera mann orðlausan,“ sagði Jürgen Süs, aðstoðaryfirlögregluþjónn á svæðinu, á blaðamannafundi í fyrradag. 

Saksóknarinn í héraðinu, Mario Mannweiler, átti sömuleiðis á sama fréttamannafundi erfitt með að lýsa málinu. „Málið er...“ sagði hann hikandi, „málið er sérstakt“. Það sem gerir tilfellið „sláandi“ að sögn Mannweilers er sýnilega að gerendurnir eru börn úr sama kunningjahópi og illskiljanlegt tilefni árásarinnar. „Málið er ótrúlega flókið, eins og fólk getur ímyndað sér. Og það sem er tilefni fyrir barni verður aldrei skiljanlegt fullorðnum.“

Lögreglan gefur ekki upp hver hvatinn að morðinu var.

Þýski miðillinn Süddeutsche Zeitung hefur eftir Thomas Bliesener, afbrotafræðingi við Göttingen-háskóla, að ofbeldisverk barna séu oftar tilkomin af tilfinningalegum ástæðum en hjá fullorðnum. „Ef þau eru móðguð getur það verið heimsendir fyrir sum þeirra og þau geta ekki ímyndað sér að þau komist yfir það.“ Þannig geti börn skynjað ógn sem endi með ofbeldi. Í sjaldgæfum tilfellum geti gerst að börn, eða óþroskuð ungmenni, drepið af forvitni. Að þau viti ekki að þau geti drepið með því, til dæmis, að stinga í hálsinn.

Börn undir 14 ára aldri eru ósakhæf í Þýskalandi. Aðstæður stúlknanna eru þó til rannsóknar, sem og kveikjan að árásinni. Farið getur svo að stúlkurnar verði færðar í geðhjúkrunarvist. „Það má gera ráð fyrir því að börnin séu í öryggisgæslu,“ segir Mannweiler saksóknari.

Það sem þykir einna hryllilegast við morðið er illskiljanleikinn. Stúlkurnar höfðu, samkvæmt fréttum þýska miðilsins Bild, virst góðar vinkonur og hittust gjarnan eftirmiðdaga eftir skóla. Eftir að hafa framið morðið fóru vinkonurnar tvær heim til annarrar vinkonu. Þar var önnur þeirra sótt til föður síns, en hin, sem Bild segir að hafi verið „besta vinkona“ Luise, hringdi í foreldra Luise og sagði að hún hefði þá lagt af stað þriggja kílómetra leiðina heim. Á spjallsvæðum á netinu hafa aðilar sem þekkja til aðstæðna og deila myndum af þolandanum tjáð sig um málið. „Hún var besta vinkona þín. Hvernig gastu þetta?“ skrifaði einn netnotandi. Þeirri spurningu er enn ósvarað.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
5
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
6
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár