Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Morð á 12 ára vinkonu vekur spurningar og óhug

Ráð­gát­an um morð tveggja stúlkna á „bestu vin­konu“ sinni vek­ur spurn­ing­ar og hryll­ing í Þýskalandi. Þrett­án ára göm­ul hringdi ger­and­inn í for­eldra Luise, sem hún hafði þá myrt, og sagði hana vera á heim­leið.

Morð á 12 ára vinkonu vekur spurningar og óhug
Blóm til minningar Hin tólf ára gamla Luise fannst hér látin. Tvær skólasystur hennar hafa játað að hafa myrt hana. En ráðgátan um hvatann, dvelur í Þjóðverjum, samhliða hryllingnum.

Óhugur og óhugsandi spurningar þjaka Þjóðverja eftir að tvær skólastúlkur, tólf og þrettán ára, myrtu vinkonu sína, hina tólf ára gamla Luise. Þær höfðu áður verið staðnar að einelti í garð hennar, en eru of ungar til að teljast sakhæfar.

Luise skilaði sér ekki heim í borginni Freudenberg í Nordrein-Westfalen eftirmiðdaginn á laugardaginn eftir að hafa leikið við vinkonu í næsta bæ. Þremur klukkustundum síðar hringdu foreldrar hennar á lögregluna, þar sem hún hefði átt að vera komin eftir þriggja kílómetra heimleið. Í kjölfarið leituðu lögreglumenn með hunda og á þyrlum hennar þar til hún fannst daginn eftir í skóginum við hlið hjólastígs, í öfuga átt frá leiðinni heim. Hún reyndist vera með „fjölmörg stungusár“. Eins hræðilegt og atvikið virtist fylltust Þjóðverjar enn meiri hryllingi eftir að vinkonurnar tvær játuðu að hafa myrt Luise.

„Eftir meira en 40 ára þjónustu gerast ennþá atburðir sem gera mann orðlausan,“ sagði Jürgen Süs, aðstoðaryfirlögregluþjónn á svæðinu, á blaðamannafundi í fyrradag. 

Saksóknarinn í héraðinu, Mario Mannweiler, átti sömuleiðis á sama fréttamannafundi erfitt með að lýsa málinu. „Málið er...“ sagði hann hikandi, „málið er sérstakt“. Það sem gerir tilfellið „sláandi“ að sögn Mannweilers er sýnilega að gerendurnir eru börn úr sama kunningjahópi og illskiljanlegt tilefni árásarinnar. „Málið er ótrúlega flókið, eins og fólk getur ímyndað sér. Og það sem er tilefni fyrir barni verður aldrei skiljanlegt fullorðnum.“

Lögreglan gefur ekki upp hver hvatinn að morðinu var.

Þýski miðillinn Süddeutsche Zeitung hefur eftir Thomas Bliesener, afbrotafræðingi við Göttingen-háskóla, að ofbeldisverk barna séu oftar tilkomin af tilfinningalegum ástæðum en hjá fullorðnum. „Ef þau eru móðguð getur það verið heimsendir fyrir sum þeirra og þau geta ekki ímyndað sér að þau komist yfir það.“ Þannig geti börn skynjað ógn sem endi með ofbeldi. Í sjaldgæfum tilfellum geti gerst að börn, eða óþroskuð ungmenni, drepið af forvitni. Að þau viti ekki að þau geti drepið með því, til dæmis, að stinga í hálsinn.

Börn undir 14 ára aldri eru ósakhæf í Þýskalandi. Aðstæður stúlknanna eru þó til rannsóknar, sem og kveikjan að árásinni. Farið getur svo að stúlkurnar verði færðar í geðhjúkrunarvist. „Það má gera ráð fyrir því að börnin séu í öryggisgæslu,“ segir Mannweiler saksóknari.

Það sem þykir einna hryllilegast við morðið er illskiljanleikinn. Stúlkurnar höfðu, samkvæmt fréttum þýska miðilsins Bild, virst góðar vinkonur og hittust gjarnan eftirmiðdaga eftir skóla. Eftir að hafa framið morðið fóru vinkonurnar tvær heim til annarrar vinkonu. Þar var önnur þeirra sótt til föður síns, en hin, sem Bild segir að hafi verið „besta vinkona“ Luise, hringdi í foreldra Luise og sagði að hún hefði þá lagt af stað þriggja kílómetra leiðina heim. Á spjallsvæðum á netinu hafa aðilar sem þekkja til aðstæðna og deila myndum af þolandanum tjáð sig um málið. „Hún var besta vinkona þín. Hvernig gastu þetta?“ skrifaði einn netnotandi. Þeirri spurningu er enn ósvarað.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
2
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár