Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Jón Ásgeir segir íslensku krónuna versta óvin atvinnulífsins og fólksins í landinu

Stjórn­ar­formað­ur SKEL seg­ir það enn vera til­raun hvort hægt sé að vera með fjár­fest­inga­fé­lag skráð á mark­aði á Ís­landi. Krón­an sé versti óvin­ur­inn. Meiri­hluti hef­ur mælst fyr­ir því að ganga í Evr­ópu­sam­band­ið í könn­un­um síð­ast­lið­ið ár.

Jón Ásgeir segir íslensku krónuna versta óvin atvinnulífsins og fólksins í landinu
Stjórnarformaður Jón Ásgeir Jóhannesson fer fyrir félagi sem heldur á 50,1 prósent hlut í SKEL. Mynd: SKEL

„Fjárfesting erlendra aðila á markaði hér á landi er mun minni en á Norðurlöndum. Það er ekki vegna þess að það sé skortur á afli, þekkingu, hugviti eða dugnaði í íslensku atvinnulífi, heldur er skýringuna að finna í íslensku krónunni, sem er versti óvinur atvinnulífsins og fólksins í landinu - en meira um það síðar.“ 

Þetta skrifar Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður SKEL, í ávarpi sínu sem birtist fremst í ársskýrslu fjárfestingafélagsins sem gerð var opinber í dag. Þar segir Jón Ásgeir að hann hafi sagt við hluthafa félagsins að það að hafa fjárfestingafélag skráð á Íslandi sé tilraun sem enn á eftir að sjá hvort eigi rétt á sér. „Ég hef fulla trú á henni og vona að við munum laða að okkur innlenda sem erlenda fjárfesta sem geta fjárfest í hinum ýmsu greinum íslensks atvinnulífs í gegnum SKEL.“

Könnun sem Maskína gerði fyrir Evrópuhreyfinguna í síðasta mánuði sýndi að fleiri landsmenn eru fylgjandi þvi að ganga í Evrópusambandið en eru á móti því. Alls sögðust 40,8 prósent vera hlynnt inngöngu en 35,9 prósent voru á móti. 

Þetta var fjórða könnunin sem gerð hefur verið undanfarið ár sem sýnir fleiri fylgjandi því að ganga í Evrópusambandið en eru á móti því, þótt stuðningur við aðild fari dalandi. 

Í mars í fyrra birt­ust nið­ur­stöður úr Þjóð­ar­púlsi Gallup sem sýndu að 47 pró­sent lands­manna væru hlynnt aðild að Evr­ópu­sam­band­inu en 33 pró­sent mót­fallin henni. Það var í fyrsta sinn frá árinu 2009 sem meiri­hluti mæld­ist fyrir aðild í könn­unum hér­lend­is.

Hlut­­fall þeirra sem eru hlynntir inn­­­göngu Íslands í sam­­bandið hafði raunar ekki mælst meira en rúm­­lega 37 pró­­sent í mán­að­­ar­­legum könn­unum sem MMR fram­­kvæmdi frá 2011 og út árið 2021. Í síð­­­ustu könnun fyr­ir­tæk­is­ins, sem var gerð í des­em­ber það ár, mæld­ist stuðn­­ing­­ur­inn 30,4 pró­­sent en 44,1 pró­­sent voru á mót­i. MMR rann svo inn í Maskínu og því er nýja könnunin, sú sem greint er frá hér að ofan, sú fyrsta sem fyrirtækið gerir sem sýnir meirihluta fyrir aðild.

Allur hagnaður vegna gangvirðisbreytinga

SKEL fjár­fest­inga­fé­lag hét áður Skelj­ungur í 93 ár. Nafni og til­gangi félags­ins var breytt í byrjun árs 2022 sam­hliða því að til­kynnt var um 6,9 millj­arða króna hagnað á árinu 2021. Sá hagn­aður var nær allur til­­kom­inn vegna sölu á fær­eyska dótt­­ur­­fé­lag­inu P/F Magn á árinu 2021, en bók­­færð áhrif þeirrar sölu á tekjur Skelj­ungs í fyrra voru 6,7 millj­­arðar króna. 

Í fyrra var hagnaðurinn enn meiri, 17,5 milljarðar króna. 

Sá hagnaður kom allur til vegna þess að gangvirði fjáreigna og fjárfestingaeigna var fært upp um 18,9 milljarða króna. Það er tilkomið vegna þess að þegar SKEL var breytt í fjárfestingafélag voru eignir þess færðar á gangvirði í gegnum rekstur. Þær helstar eru Orkan, Skeljungur, Gallon og 48,3 prósent hlutur í S/P Orkufélaginu, móðurfélagi P/F Magn sem er orku-, verslunar og olíudreifingarfyrirtæki í Færeyjum. SKEL tilkynnti í gær að nýr samningur um sölu á hlutnum í S/P Orkufélaginu hafi verið undirritaður við CIG. Kaupverðið er um 146 milljónir danskra króna, rúmir þrír milljarðar króna. Greitt verður fyrir hlutina með reiðufé á afhendingardegi, sem áætlað er að verði í lok mars 2023.

Eignir SKEL voru metnar á 38,5 milljarða króna í lok síðasta árs og eigið fé félagsins var 33,4 milljarðar króna. Markaðsvirði SKEL um þessar mundir er 30 milljarðar króna.

SKEL æltar að greiða hluthöfum sínum 600 milljónir króna í arð vegna frammistöðu síðasta árs. 

Jón Ásgeir að eignast hlut í fjárfestingabanka 

Til viðbótar byggði SKEL upp stöðu í VÍS á árinu 2022, sem nú er alls 8,97 prósent. Sú staða gerir félagið að stærsta einkafjárfestinum í tryggingafélaginu og næst stærsta eiganda þess. Sá hlutur var bókfærður á 2,6 milljarða króna um síðustu áramót. Þá á SKEL 14,5 prósent hlut í Kaldalóni. 

Streng­­ur, eign­­ar­halds­­­fé­lag sem stjórn­­­ar­­for­­mað­­ur­inn Jón Ásgeir Jóhannesson fer fyr­ir, á 50,1 pró­­sent hlut í SKEL og hefur því tögl og hagldir innan þess.

Helgi Bjarnason, sem hafði verið forstjóri VÍS síðan 2017, var rekinn í upphafi þessa árs. Í febrúar var greint frá því að VÍS og Fossar fjárfestingabanki hefðu ákveðið að hefja viðræður um kaup VÍS á öllu hlutafé í Fossum. Verði af sameiningunni munu hluthafar Fossa fá 13,3 prósent hlut í sameinuðu félagi. Miðað við það verð sem gengið er út frá eru Fossar metnir á um fimm milljarða króna í samrunanum. 

Í upphafi er lagt upp með að Guðný Helga Herbertsdóttir, sem tók við af Helga sem forstjóri VÍS, og Haraldur Þórðarson, forstjóri Fossa fjárfestingarbanka, muni sameiginlega leiða félagið. Framtíðarskipulag samstæðu verður svo skoðað í kjölfar samrunans, verði af honum.

Gangi samruninn eftir verður fjárfestingafélag sem stýrt er af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni því orðið stærsti einkafjárfestirinn í fjárfestingabanka á Íslandi. Jón Ásgeir var síðast í slíkri stöðu innan Glitnis fyrir bankahrun, þegar félög sem hann leiddi stýrðu þeim banka síðustu metrana áður en hann féll í október 2008.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Ásgeir hefur áhyggjur af því að erfitt sé fyrir útlendinga að fjárfesta a Íslendi. Nú eru mörg af stærstu fyrirtækjum Íslands að miklu eða öllu leiti í eigu útlendinga. Eru erlendu stórfyrirtækin duglegustu skattgreiðendur á Íslandi?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár