Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Jón Ásgeir segir íslensku krónuna versta óvin atvinnulífsins og fólksins í landinu

Stjórn­ar­formað­ur SKEL seg­ir það enn vera til­raun hvort hægt sé að vera með fjár­fest­inga­fé­lag skráð á mark­aði á Ís­landi. Krón­an sé versti óvin­ur­inn. Meiri­hluti hef­ur mælst fyr­ir því að ganga í Evr­ópu­sam­band­ið í könn­un­um síð­ast­lið­ið ár.

Jón Ásgeir segir íslensku krónuna versta óvin atvinnulífsins og fólksins í landinu
Stjórnarformaður Jón Ásgeir Jóhannesson fer fyrir félagi sem heldur á 50,1 prósent hlut í SKEL. Mynd: SKEL

„Fjárfesting erlendra aðila á markaði hér á landi er mun minni en á Norðurlöndum. Það er ekki vegna þess að það sé skortur á afli, þekkingu, hugviti eða dugnaði í íslensku atvinnulífi, heldur er skýringuna að finna í íslensku krónunni, sem er versti óvinur atvinnulífsins og fólksins í landinu - en meira um það síðar.“ 

Þetta skrifar Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður SKEL, í ávarpi sínu sem birtist fremst í ársskýrslu fjárfestingafélagsins sem gerð var opinber í dag. Þar segir Jón Ásgeir að hann hafi sagt við hluthafa félagsins að það að hafa fjárfestingafélag skráð á Íslandi sé tilraun sem enn á eftir að sjá hvort eigi rétt á sér. „Ég hef fulla trú á henni og vona að við munum laða að okkur innlenda sem erlenda fjárfesta sem geta fjárfest í hinum ýmsu greinum íslensks atvinnulífs í gegnum SKEL.“

Könnun sem Maskína gerði fyrir Evrópuhreyfinguna í síðasta mánuði sýndi að fleiri landsmenn eru fylgjandi þvi að ganga í Evrópusambandið en eru á móti því. Alls sögðust 40,8 prósent vera hlynnt inngöngu en 35,9 prósent voru á móti. 

Þetta var fjórða könnunin sem gerð hefur verið undanfarið ár sem sýnir fleiri fylgjandi því að ganga í Evrópusambandið en eru á móti því, þótt stuðningur við aðild fari dalandi. 

Í mars í fyrra birt­ust nið­ur­stöður úr Þjóð­ar­púlsi Gallup sem sýndu að 47 pró­sent lands­manna væru hlynnt aðild að Evr­ópu­sam­band­inu en 33 pró­sent mót­fallin henni. Það var í fyrsta sinn frá árinu 2009 sem meiri­hluti mæld­ist fyrir aðild í könn­unum hér­lend­is.

Hlut­­fall þeirra sem eru hlynntir inn­­­göngu Íslands í sam­­bandið hafði raunar ekki mælst meira en rúm­­lega 37 pró­­sent í mán­að­­ar­­legum könn­unum sem MMR fram­­kvæmdi frá 2011 og út árið 2021. Í síð­­­ustu könnun fyr­ir­tæk­is­ins, sem var gerð í des­em­ber það ár, mæld­ist stuðn­­ing­­ur­inn 30,4 pró­­sent en 44,1 pró­­sent voru á mót­i. MMR rann svo inn í Maskínu og því er nýja könnunin, sú sem greint er frá hér að ofan, sú fyrsta sem fyrirtækið gerir sem sýnir meirihluta fyrir aðild.

Allur hagnaður vegna gangvirðisbreytinga

SKEL fjár­fest­inga­fé­lag hét áður Skelj­ungur í 93 ár. Nafni og til­gangi félags­ins var breytt í byrjun árs 2022 sam­hliða því að til­kynnt var um 6,9 millj­arða króna hagnað á árinu 2021. Sá hagn­aður var nær allur til­­kom­inn vegna sölu á fær­eyska dótt­­ur­­fé­lag­inu P/F Magn á árinu 2021, en bók­­færð áhrif þeirrar sölu á tekjur Skelj­ungs í fyrra voru 6,7 millj­­arðar króna. 

Í fyrra var hagnaðurinn enn meiri, 17,5 milljarðar króna. 

Sá hagnaður kom allur til vegna þess að gangvirði fjáreigna og fjárfestingaeigna var fært upp um 18,9 milljarða króna. Það er tilkomið vegna þess að þegar SKEL var breytt í fjárfestingafélag voru eignir þess færðar á gangvirði í gegnum rekstur. Þær helstar eru Orkan, Skeljungur, Gallon og 48,3 prósent hlutur í S/P Orkufélaginu, móðurfélagi P/F Magn sem er orku-, verslunar og olíudreifingarfyrirtæki í Færeyjum. SKEL tilkynnti í gær að nýr samningur um sölu á hlutnum í S/P Orkufélaginu hafi verið undirritaður við CIG. Kaupverðið er um 146 milljónir danskra króna, rúmir þrír milljarðar króna. Greitt verður fyrir hlutina með reiðufé á afhendingardegi, sem áætlað er að verði í lok mars 2023.

Eignir SKEL voru metnar á 38,5 milljarða króna í lok síðasta árs og eigið fé félagsins var 33,4 milljarðar króna. Markaðsvirði SKEL um þessar mundir er 30 milljarðar króna.

SKEL æltar að greiða hluthöfum sínum 600 milljónir króna í arð vegna frammistöðu síðasta árs. 

Jón Ásgeir að eignast hlut í fjárfestingabanka 

Til viðbótar byggði SKEL upp stöðu í VÍS á árinu 2022, sem nú er alls 8,97 prósent. Sú staða gerir félagið að stærsta einkafjárfestinum í tryggingafélaginu og næst stærsta eiganda þess. Sá hlutur var bókfærður á 2,6 milljarða króna um síðustu áramót. Þá á SKEL 14,5 prósent hlut í Kaldalóni. 

Streng­­ur, eign­­ar­halds­­­fé­lag sem stjórn­­­ar­­for­­mað­­ur­inn Jón Ásgeir Jóhannesson fer fyr­ir, á 50,1 pró­­sent hlut í SKEL og hefur því tögl og hagldir innan þess.

Helgi Bjarnason, sem hafði verið forstjóri VÍS síðan 2017, var rekinn í upphafi þessa árs. Í febrúar var greint frá því að VÍS og Fossar fjárfestingabanki hefðu ákveðið að hefja viðræður um kaup VÍS á öllu hlutafé í Fossum. Verði af sameiningunni munu hluthafar Fossa fá 13,3 prósent hlut í sameinuðu félagi. Miðað við það verð sem gengið er út frá eru Fossar metnir á um fimm milljarða króna í samrunanum. 

Í upphafi er lagt upp með að Guðný Helga Herbertsdóttir, sem tók við af Helga sem forstjóri VÍS, og Haraldur Þórðarson, forstjóri Fossa fjárfestingarbanka, muni sameiginlega leiða félagið. Framtíðarskipulag samstæðu verður svo skoðað í kjölfar samrunans, verði af honum.

Gangi samruninn eftir verður fjárfestingafélag sem stýrt er af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni því orðið stærsti einkafjárfestirinn í fjárfestingabanka á Íslandi. Jón Ásgeir var síðast í slíkri stöðu innan Glitnis fyrir bankahrun, þegar félög sem hann leiddi stýrðu þeim banka síðustu metrana áður en hann féll í október 2008.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Ásgeir hefur áhyggjur af því að erfitt sé fyrir útlendinga að fjárfesta a Íslendi. Nú eru mörg af stærstu fyrirtækjum Íslands að miklu eða öllu leiti í eigu útlendinga. Eru erlendu stórfyrirtækin duglegustu skattgreiðendur á Íslandi?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
1
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
„Takk fyrir að gefa stað sem er nú rannsakaður fyrir mansal svona góð ummæli“
4
Fréttir

„Takk fyr­ir að gefa stað sem er nú rann­sak­að­ur fyr­ir man­sal svona góð um­mæli“

At­hygl­is­verð um­mæli hafa birst und­ir net­gagn­rýni um Gríska hús­ið á Google. Þar virð­ist veit­inga­stað­ur­inn, sem var lok­að­ur af lög­reglu í gær vegna gruns um man­sal, þakka ánægð­um við­skipta­vin­um fyr­ir að veita staðn­um já­kvæð um­mæli þrátt fyr­ir man­sal­ið. Gríska hús­ið hef­ur al­mennt ver­ið dug­legt að svara gagn­rýn­end­um sín­um full­um hálsi á net­inu.
Running Tide hætt starfsemi í Bandaríkjunum
6
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide hætt starf­semi í Banda­ríkj­un­um

Marty Od­lin, stofn­andi og for­stjóri Runn­ing Tide í Banda­ríkj­un­um, hef­ur til­kynnt að starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins hafi ver­ið lögð nið­ur. Sömu sögu er að segja af dótt­ur­fé­lagi þess á Akra­nesi. Í nýj­asta tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar var fjall­að um að­gerð­ir Runn­ing Tide hér á landi. Þær fólust í því að henda kanadísku timb­urk­urli í haf­ið inn­an lög­sögu Ís­lands.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
9
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
1
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Bankarnir búnir með alla sénsa - peningaþvættisvarnir í ólestri
7
FréttirPeningaþvætti

Bank­arn­ir bún­ir með alla sénsa - pen­inga­þvættis­varn­ir í ólestri

Tæp­lega 600 millj­ón króna sátt Ís­lands­banka við yf­ir­völd vegna ónógra pen­inga­þvættis­varna er til marks um að bæði séu séns­ar eft­ir­lits­að­ila á þrot­um og að mun hærri sekt­ir verði lagð­ar á fyr­ir­tæki en áð­ur. Ari­on banki er næst­ur, en óljóst er hversu há sú sekt verð­ur. Fyr­ir tveim­ur ár­um greiddi Salt­Pay rúm­lega tíu sinn­um lægri sekt fyr­ir mun al­var­legri brot.
„Takk fyrir að gefa stað sem er nú rannsakaður fyrir mansal svona góð ummæli“
8
Fréttir

„Takk fyr­ir að gefa stað sem er nú rann­sak­að­ur fyr­ir man­sal svona góð um­mæli“

At­hygl­is­verð um­mæli hafa birst und­ir net­gagn­rýni um Gríska hús­ið á Google. Þar virð­ist veit­inga­stað­ur­inn, sem var lok­að­ur af lög­reglu í gær vegna gruns um man­sal, þakka ánægð­um við­skipta­vin­um fyr­ir að veita staðn­um já­kvæð um­mæli þrátt fyr­ir man­sal­ið. Gríska hús­ið hef­ur al­mennt ver­ið dug­legt að svara gagn­rýn­end­um sín­um full­um hálsi á net­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
3
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
8
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
9
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu