Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Rúmur meirihluti landsmanna vill banna laxeldi í sjókvíum

Meiri­hluti lands­manna er á móti lax­eldi í sjókví­um og vill banna þessa fram­leiðslu­að­ferð á eld­is­fiski. Þetta kem­ur fram í könn­un Gallup sem unn­in var fyr­ir hags­mun­að­ila sem berj­ast gegn lax­eldi í sjókví­um hér á landi.

Rúmur meirihluti landsmanna vill banna laxeldi í sjókvíum
Neikvæð viðhorf í garð laxeldis í sjókvíum Meirihluti Íslendinga hefur neikvæð viðhorf í garð laxeldis í sjókvíum og vill banna þess tegund fiskeldis. Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem eru meðal annars hagsmunasamtök laxeldisfyrirtækja. Mynd: Heiða Helgadóttir

Rúmlega 61 prósent Íslendinga eru neikvæðir gagnvart laxeldi í sjókvíum í íslenskum fjörðum og rúmlega meirihluti þjóðarinnar vill banna þessa tegund fiskeldis. Þetta kemur fram í nýrri viðhorfskönnun frá Gallup sem unnin var fyrir hagsmunaaðila sem berjast gegn laxeldi í opnum sjókvíum Verndarsjóði Villtra Laxastofna (NASF), Íslenska Náttúruverndarsjóðnum (IWF), Landssambandi Veiðifélaga og Laxinn Lifi. 

Miklar og harðar umræður hafa farið fram um laxeldi í sjókvíum hér landi á síðustu árum milli laxeldisfyrirtækja og hagsmunasamtaka þeirra, SFS, annars vegar og hins vegar samtaka sem berjast gegn laxeldi. Samtökin sem berjast gegn laxeldi eru hins vegar meðal annars samtök sem berjast fyrir náttúruvernd og einnig hagsmunaðilar í laxveiði á Íslandi. 

Niðurstöðurnar afgerandiNiðurstöðurnar úr viðhorfskönnuninni eru nokkuð afgerandi og rúmlega fjórum sinnum fleiri neikvæðir í garð laxeldis í sjókvíum en jákvæðir.

Segja viðhorf til laxeldis vera orðið gagnrýnna

Hagsmunaaðilarnir benda á það í fréttatilkynningu sem send hefur verið út með niðurstöðum könnunarinnar að viðhorf Íslendinga til sjókvíaeldis sé orðið neikvæðara en það var. Í tilkynningunni segir: „Samkvæmt nýrri Gallup könnun sem gerð var i öllum landshlutum dagana 16. - 27. febrúar eru 61% aðspurðra neikvæð gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum. Einungis 14% svarenda segjast vera jákvæðir gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum.  Er þetta töluverð breyting í viðhorfi frá því að Gallup gerði sams konar könnun haustið 2021 og ljóst að sífellt fleiri Íslendingar eru neikvæðir í garð laxeldis í opnum sjókvíum.  Spurt var einnig hvort þáttakendur teldu að banna ætti laxeldi í opnum sjókvíum og af þeim 79% sem tóku afstöðu voru tveir þriðju á því að það ætti að banna það, eða 52%.

Samkvæmt könnunni eru einungis 22,8 prósent landsmanna sem vilja leyfa laxeldi í sjókvíum áfram hér við land. 

Einungis 14 prósent jákvæð

Til samanburðar við hlutfall þeirra sem eru neikvæðir í garð laxeldis í sjókvíum þá er einungis 14 prósent sem eru jákvæðir gagnvart greininni. 24,7 prósent segjast hins vegar hvorki vera jákvæðir né neikvæðir gagnvart laxeldi í sjókvíum. 

Samkvæmt könnunni þá er einnig mikill munur á hlutfalli þeirra sem eru mjög jákvæðir gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum og þeirra sem eru mjög neikvæðir gagnvart því: Einungis 2,9 prósent segjast vera mjög jákvæðir á meðan 40,9 prósent segjast vera mjög neikvæðir gagnvart þessari framleiðsluaðferð á eldisfiski.

Könnunin var gerð meðal 1822 manns á öllu landinu dagana 16. til 27. febrúar 2023. Fjöldi svarenda var 956 en 866 völdu að svara ekki spurningum og var svarhlutfallið því 52,5 prósent. 

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár