Hulda og Dagný stunduðu sitt keramiknám við Myndlistaskólann í Reykjavík. Dagný útskrifaðist þaðan 2018 og Hulda 2021. En hvenær kviknaði áhuginn? „Ég bjó í Berlín og vann við ritstörf sem lausapenni svo ég hafði tíma aflögu. Ég tók eftir svona eldri keramikerum í hverfinu, svo heillandi týpur.“ Dagný fór á keramiknámskeið við hliðina á heimili sínu, „allir töluðu þýsku og ég skildi ekki neitt, en ég skildi þetta samt. Sólin skein inn um gluggana og ég með hendurnar í leirnum. Ást við fyrstu sýn, eða snertingu. Ég sé þetta í nemendunum okkar,“ segir Dagný og bætir við, „þessa ást, þetta móment.“ Eftir þetta fór hún á fleiri námskeið og svo loks í Myndlistaskólann.
Hulda kynntist leirnum hins vegar í New York, þangað sem hún hafði flúið í langt frí vegna tilvistarkreppu, að eigin sögn, eftir menntaskóla. Hennar daglega gönguleið var framhjá keramikstúdíói. Í hverri ferð forvitnaðist Hulda og kíkti inn …
Athugasemdir