
Suðurlandstvíæringur: tala, borða og kanna þanþol
Hópur myndlistarfólks, hönnuða, arkitekta og tónlistar- og fræðafólks starfar – borðar og spjallar – saman undir formerkjum Suðurlandstvíæringsins. Tvíæringurinn (South Iceland Biennale) er lifandi, margþjóðlegur, þverfaglegur vettvangur lista, menningar og náttúru. Síðan í sumar hefur hópurinn þróað alls kyns listviðburði í uppsveitum Suðurlands en fyrst og fremst búið til rými til að eiga frjótt samtal, innan hópsins og út fyrir endimörk tvíæringsins.