Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Bara halda áfram!

Hill­billy ræð­ir við Sig­trygg Berg Sig­mars­son lista­mann um það hvernig það að halda bara áfram skipti öllu máli. List­ina sem felst í því að elska mánu­daga og hraðskiss­urn­ar hans.

Bara halda áfram!

Listamaðurinn Sigtryggur Berg Sigmarsson fæddist árið 1977 á Akureyri  en ólst upp í Reykjavík frá fimm ára aldri. Nítján ára var hann farinn eitthvert út, eins og hann orðar það. Leiðin að myndlistinni tók sinn tíma.

„Þetta var ekkert beint hopp inn í myndlistina. Eins og örugglega flestir þá fann ég mig í tónlist. Sama hvað, er tónlist eitthvað sem er alls staðar, og allir eiga sitt uppáhaldslag úr æsku, það er eitthvað sem maður kemst ekkert framhjá, að verða fyrir áhrifum af tónlist,“ lýsir Sigtryggur.

En ætli einhvers konar áhrif af myndlist hafi ekki líka verið til staðar. „Þegar ég var í grunnskóla þá vorum við krakkarnir í bekknum beðnir um að teikna það sem hræddi okkur mest,“ rifjar Sigtryggur upp. „Ég teiknaði mynd af mér horfandi á ljósmynd sem hékk uppi á vegg heima hjá mér. Þetta var nokkurs konar plakat í ramma af konu sem hélt á …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hús & Hillbilly

Leirinn er harður kennari
ViðtalHús & Hillbilly

Leir­inn er harð­ur kenn­ari

Hulda Katarína Sveins­dótt­ir og Dagný Berg­lind Gísla­dótt­ir halda úti nám­skeið­inu (Hand)leiðsla – hug­leiðsla og kera­mik, í rými Rvk Ritual á Selja­vegi 2, 101 Reykja­vík. Á nám­skeið­inu blanda þær sam­an tveim­ur heim­um, hug­leiðslu og kera­mik, enda ekki svo mik­ill mun­ur á þessu tvennu, segja þær. Báð­ar at­hafn­ir fá iðk­and­ann til að vera í nú­inu, að eiga stund með sjálf­um sér.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár