Brák og Þórir í Freyjulundi lifa með árstíðunum
Hillbilly hitti Brák Jónsdóttur myndlistarkonu og Þóri Hermann Óskarsson tónlistarmann í byrjun sumars til að ræða listalífið á Norðurlandi.
MenningHús & Hillbilly
Stór, marglaga og víðfeðm samsýning
126 myndlistarmanna samsýning á Vestfjörðum, Ströndum og Dölum.
MenningHús & Hillbilly
Frjósemi í Fjallabyggð
Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, myndlistarmaður segir að hugur sinn sé hlaðinn listaverkum sem enn hafi ekki litið dagsins ljós en hún ætli að hleypa þeim út fljótlega.
Aðalheiður hefur í hverjum mánuði í tíu ár staðið fyrir ýmis konar menningarviðburðum í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Einn þeirra er listahátíðin Frjó sem hefst 15. júlí og sama dag kemur út bók um Alþýðuhúsið. Aðalheiður segir að listin sé mikilvæg í öllum samfélögum, hún sameini fólk og gefi færi á nýrri hugsun. ,,Fólk flykkist að þeim bæjarfélögum þar sem menningarlífið blómstrar“.
MenningHús & Hillbilly
Myndi örugglega aldrei fara neitt ef hún vissi allt
Covid-faraldurinn birtist ljóslifandi á nýjasta listaverki listakonunnar Eirúnar Sigurðardóttur, Rauntímareflinum, sem var saumaður meðan á faraldrinum stóð. Refillinn tók mið af stöðu faraldursins á hverjum tíma og var lokaútkoman því ekki fyrirfram ákveðin.
MenningHús & Hillbilly
Heimurinn þarf á smá gleði að halda
Glimmer, gleði og gaman einkennir hönnun Hildar Yeoman. Það er engin tilviljun, því hún vill kenna sig við eitthvað skemmtilegt. Vill frekar fá fólk til þess að upplifa gleðistundir heldur en að fá það til að sökkva niður í hugsanir um vandamál heimsins. Enda þarf fólk kannski á því að halda núna.
ViðtalHús & Hillbilly
Kvíðinn varð að kveikju
Þrátt fyrir að það séu ekki mörg dýr sem ætla að éta okkur úti á götu nú í dag árið 2022 þá virðist sem við manneskjurnar séum kvíðnari og stressaðri en nokkurn tíma fyrr. Útskriftarsýning Patryks Wilks úr meistaranámi Listaháskólans fjallaði um kvíða og ótta og hann ræðir sýninguna við Hillbilly, meðal annars út frá ástandi heimssamfélagsins.
ViðtalHús & Hillbilly
Flókið yfirborð
Egill Sæbjörnsson myndlistarmaður kom hlaupandi fyrir horn í ljósum frakka með hvítan hatt (eins og Clouseau í Bleika pardusinum?). Egill og Hillbilly höfðu mælt sér mót í Austurstræti. Þau tylltu sér Apótekið, gamalt hús með sögu í hverjum krók og kima og veltu fyrir sér arktítektúrnum og smáatriðunum í rýminu. Klukkan er 9.00 á ísköldum laugardagsmorgni, þríeykið er lúið enda ætti enginn að plana fund fyrir 12.00 á laugardögum (og þá mætti það vera blautur löns). Fyrsti kaffibollinn gaf orku, á fjórða bolla var boltinn farinn að rúlla alveg sjálfur.
ViðtalHús & Hillbilly
Að hlúa að samfélagi, sjálfum okkur og umhverfinu
Tinna Guðmundsdóttir myndlistarmaður mætti geislandi hress í ullarpeysu, ullarsokkum og gúmmítúttum (og öðrum fötum líka), á fund Hillbilly í Héðinshúsinu. „Ullarpeysan er orðin að my second skin, mamma prjónar,“ segir Tinna, villingur úr Breiðholtinu. Hún fæddist að vísu í Vestmannaeyjum og hefur búið síðasta áratug á Seyðisfirði þar sem hún var forstöðumaður í myndlistarmiðstöðinni Skaftfell. Tinna ræðir við Hillbilly um listina og lífið á Seyðisfirði og aurskriðurnar sem þjóðin fylgdist með.
ViðtalHús & Hillbilly
„Þetta er svona hjá Birni bónda í Suðursveit“
Nú stendur yfir fjórða einkasýning Evu Schram, myndlistarsýning sem ber heitið 518 aukanætur, í Gallerí Port á Laugavegi 32. Eva hefur komið víða við. Fyrir utan ljósmyndanám, lærði hún tungumála- og þýðingafræði við Háskóla Íslands og lauk leiðsögumannanámi sem hún segir hafa styrkt tengslin við náttúru Íslands.
MenningHús & Hillbilly
Tveggja bragga móðir
Þann 2. janúar síðastliðinn opnaði Höfuðstöðin þar sem áður voru kartöflugeymslur í Árbænum. Höfuðstöðin er umgjörð um myndlistarverkið Chromo Sapiens eftir Hrafnhildi Arnadóttur, listamannsins Shoplifter, og sameinar listasafn og vinnustofu.
ViðtalHús & Hillbilly
Með verk í öllum verðflokkum
Ingibjörg Jónsdóttir er stofnandi og stjórnandi Berg Contemporary, en hún leitaði lengi að rétta sýningarsalnum eftir að hafa rekið sig á að geta ekki sýnt verk eftir Tomas Saraceno hér á landi þar sem enginn salur var með nógu mikla lofthæð.
MenningHús & Hillbilly
Hvar er heima?
Er heima kunnuglegur matarilmur, staður þar sem má segja sínar skoðanir eða þar sem fólk deilir skoðunum með þér, jafnvel bara góði koddinn? Pólskir, litáískir og íslenskir listamenn vinna með fræðimönnum að því að finna sameiginlegan samræðuflöt, sameiginlega jörð.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.