Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Heimurinn þarf á smá gleði að halda

Glimmer, gleði og gam­an ein­kenn­ir hönn­un Hild­ar Yeom­an. Það er eng­in til­vilj­un, því hún vill kenna sig við eitt­hvað skemmti­legt. Vill frek­ar fá fólk til þess að upp­lifa gleði­stund­ir held­ur en að fá það til að sökkva nið­ur í hugs­an­ir um vanda­mál heims­ins. Enda þarf fólk kannski á því að halda núna.

Heimurinn þarf á smá gleði að halda

Hillbilly hitti Hildi Yeoman á litlu veitingahúsi niðri í bæ. Hildur kom röltandi úr búðinni sinni sem staðsett er á besta stað í miðbænum góða, á Laugavegi 7. Það er gaman að vera Hildur, hugsar Hillbilly. Þjónarnir og kokkurinn þekkja hana vel og hún eyðir dögunum með skemmtilegu fólki að búa til skemmtileg föt. Hillbilly finnst áhugavert að vita hvernig hugmyndir verða til og hvernig ferlið er hjá skapandi manneskju eins og Hildi.

Lífið sem fatahönnuður er aldrei eins á hverjum degi. Dagurinn byrjar á handahlaupum við að koma fjölskyldunni út úr húsi. Hildur drekkur ekki morgunkaffi, en hún drekkur espressó martini. Þó ekki á morgnana. 

Gleðisprengja

Fyrsta mál á dagskrá er að sjálfsögðu að panta mat og drykk. Síðan berst talið að búðinni þar sem Hildur er með stúdíó í kjallaranum þar sem öll fegurðin er sköpuð. Nýlega frumsýndi Hildur nýja línu, In Bloom, í Höfuðstöðinni í gömlu kartöflugeymslunum …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hús & Hillbilly

Leirinn er harður kennari
ViðtalHús & Hillbilly

Leir­inn er harð­ur kenn­ari

Hulda Katarína Sveins­dótt­ir og Dagný Berg­lind Gísla­dótt­ir halda úti nám­skeið­inu (Hand)leiðsla – hug­leiðsla og kera­mik, í rými Rvk Ritual á Selja­vegi 2, 101 Reykja­vík. Á nám­skeið­inu blanda þær sam­an tveim­ur heim­um, hug­leiðslu og kera­mik, enda ekki svo mik­ill mun­ur á þessu tvennu, segja þær. Báð­ar at­hafn­ir fá iðk­and­ann til að vera í nú­inu, að eiga stund með sjálf­um sér.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu