
„Vildi bara verða flink að teikna“
Hillbilly heimsótti Lindu Ólafsdóttur, myndhöfund, á vinnustofunni. Það tekur Lindu nákvæmlega 15 sekúndur að labba í vinnuna frá heimili sínu. Linda og eiginmaður hennar tóku bílskúrinn í nefið og breyttu honum í fallegt stúdíó þar sem þau vinna hlið við hlið alla daga. Hún að teikna, hann að forrita og einstaka sinnum að brugga bjór. „Ég losna ekki við hann,“ segir Linda en Hillbilly skynjar kímni í rödd hennar.