Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Ég ákvað að þeir gætu haft rangt fyrir sér

Þeg­ar Claire Paugman var ung­ling­ur sá hún sjón­varps­efni sem breytti lífi henn­ar. „Það var eins og ég hefði misst sjón­ina um stund. Ég sá allt svart, mér brá rosa­lega. Þeg­ar ég fékk sjón­ina á ný fékk ég mjög sterk­lega til­finn­ing­una að þetta væri það sem ég ætti að gera það sem eft­ir er.“

Ég ákvað að þeir gætu haft rangt fyrir sér

Myndlistarmaðurinn Claire Paugam hitti Hillbilly í dásamlegt spjall um lífið og listina. Claire ólst upp í París en kom til Íslands árið 2015 í mastersnám í Listaháskóla Íslands. Hún féll fyrir landinu sem skiptinemi, nánar tiltekið féll hún fyrir náminu í listaháskólanum. Claire ræddi við Hillbilly um muninn á listanámi í Frakklandi og á Íslandi. Claire er með sérstakan glugga inn í myndlistina, finnst Hillbilly, hún upplifði sterka tilfinningu um að hún ætti að verða myndlistarmaður þrátt fyrir að hafa ekki alist upp við neitt sem benti henni sérstaklega í þá átt. Þegar kom að því að velja sér háskólanám valdi hún grafíska hönnun, því hún fann að hún vildi læra eitthvað skapandi en þó eitthvað sem gæfi af sér starfsöryggi. Hönnunarnámið námið var góð og nýtileg reynsla en þrá fyrir meira frelsi leiddi hana í myndlistarnám í Nantes, á vesturstönd Frakklands.

Í listinni notar Claire rýmið eins og miðil, ef hægt er að komast svo að orði; hún vinnur innsetningar. Hún vill að listaverkin umkringi áhorfandann og helst svo að áhorfandinn finni fyrir verkinu í höndunum. Á sólósýningum sínum kýs hún oftast að hafa ekki sýningarstjóra, því að setja sýninguna saman er partur af sköpunarferlinu. „Sumt fólk virðist halda að listamenn búi til dót á vinnustofunni og sýningarstjórar sjái svo um að taka dótið og setja það upp á safni eða galleríi,“ segir Claire og bætir við að það sé sjaldnast svoleiðis. Þess má geta að Claire er sýningarstjóri auk þess að vera myndlistarmaður, bæði á sínum eigin sýningum og annarra, og það gerist ekkert án náins samtals.

Töfrar listarinnar

Þegar Claire var 15 eða 16 ára sat hún fyrir framan sjónvarpið og á skjánum var frétt, eða þáttarbrot, um franska listamanninn Annette Messager. „Hún var að setja upp einkasýningu í Pompidou Art Center í París. Ég hafði aldrei séð svoleiðis áður,“ lýsir Claire og vísar í ferlið. Þarna sá hún jafnvel í fyrsta sinn listamann setja upp sýningu í risastóru rými. „Hún var með nemendur með sér, var að kenna í Beaux-Arts á þessum tíma. Hún var líka með tæknimenn og stórt lið með sér sem snerist í kringum hana á meðan hún tók út rýmið og skapaði það upp á nýtt. Hún stóð fyrir framan stóran hvítan vegg sem hún svo umbreytti.“ Claire hafði ekki haft neinn sérstakan áhuga á samtímamyndlist áður en hún sá þáttinn í sjónvarpinu fyrir tilviljun. Við áhorfið kviknaði á einhverju í heilanum á henni. „Það var eins og ég hefði misst sjónina um stund. Ég sá allt svart, mér brá rosalega. Þegar ég fékk sjónina á ný fékk ég mjög sterklega tilfinninguna að þetta væri það sem ég ætti að gera það sem eftir er, að endurskapa rými.“ Claire lýsir því að hafa hugsað mjög skýrt „ég vil vera eins og hún! Að spinna, nota innsæið, að galdra og hafa þannig áhrif á fólk.“

Hillbilly hefur sjaldan heyrt listamann hafa jafn sterka sýn á að verða listamaður, það er ekki oft meðvituð ákvörðun eins og Claire lýsir, frekar bara eitthvað sem gerist. Hillbilly nýtur þess að hlusta á listamenn tala um list sem töfra. Að umbreyta einu í annað með huganum. Claire lýsir þessu gráa rými, á milli vinnustofuvinnu og sýningar, á töfrandi hátt.

Munnurinn

Munnurinn er frekar ráðandi í eldri verkum Claire – talandi um rýmið „á milli“. „Já, sambandið á milli þess innra og þess ytra heillar mig, og munnurinn er einhvern veginn bæði. Áferðin, litirnir. Munnurinn er svo áhugaverður lífrænn hellir. Þessi gátt á milli sálar og efnisheims. Munnurinn getur sýnt svo mikið hið ósjálfráða – að öskra með munninum, að missa stjórnina. Að tjá sig, að borða, að kyssa. Allir þessir hlutir þar sem þú missir stjórnina og líkaminn tekur völdin,“ lýsir Claire, með sínum munni. „Í sumum verkum hef ég verið að hugsa um líkamann almennt, hvar byrjar og hvar endar landslagið og hvar endar og byrjar líkaminn minn? Hvar liggja mörkin á milli okkar og umhverfisins? Innra landslag getur samsvarað landslaginu utan við okkur.“

Ákvað að þeir gætu haft rangt fyrir sér

Claire kom til Íslands fyrst sem skiptinemi úr myndlistarnámi sínu í Frakkandi. Hún fann fljótlega að hún fílaði sig betur á Íslandi en í heimalandinu. Hún fékk svona „aha móment“ eins og Oprah myndi segja, þegar hún kom hingað sem skiptinemi. „Ég var búin að vera að ströggla svolítið í náminu í Nantes. Nemendurnir voru ekki í forgangi eins og hér. Það seytlar kynjamismunun í listaháskólum í Frakklandi. Kennarar töluðu þannig að sem kvenkyns listamaður ætti ég að vinna meira með tíðablæðingar mínar og önnur persónuleg málefni. Þeir lifa í klisju um Louise Bourgois, sem var einn af frumkvöðlum í þeim efnum, en það þýðir auðvitað ekki að kvenkyns listamenn nú á dögum þurfi að vinna með þessi mál. Nema þær vilji það, að sjálfsögðu.“

Claire talar frekar um námið í Frakklandi og lýsir hvernig strákarnir gerðu stór verk, en stelpum var ekki treyst til þess. Það virtist vera að kennarar efuðust um að stelpurnar gætu gert stór verk. „Þannig að núna ef einhver spyr mig hvort ég treysti mér nokkuð til einhvers þá tek ég því mjög illa! Alltaf í vörn!“ segir Claire kímin, en Hillbilly skynjar alvarlegan undirtón. „Ég var alltaf borin saman við karlkyns listamenn, og ég og aðrar stelpur upplifðum alls konar athugasemdir frá eldri karlkyns kennurum.“

Þrátt fyrir þessa miklu ást á listinni fékk Claire lágar einkunnir, sem hún segir að hafi verið leið til að ýta henni úr náminu. „Kennararnir sögðu mér að hætta í myndlist. Mér fannst það svo skrítið. Hvernig gátu þeir ekki séð að þetta var líf mitt, ástríða mín? Þeim fannst ég lélegur listamaður. Punktur.“ Hillbilly hugsar að ábyggilega margir, ungir krakkar, hefðu mögulega bara hætt. „Þetta var virkilega niðurdrepandi, enginn skildi mig og mér var sagt að fara. En þetta varð til þess að ég áttaði mig á að skoðun þeirra er ekki algild. Það er engin algild skoðun – sérstaklega ekki í listum. Ég skildi einhvern veginn að ég væri góður listamaður, bara ekki í þeirra augum. Ég ákvað að þeir gætu haft rangt fyrir sér.“

Ísland togaði

Árið 2015 kom Claire til Íslands í skiptinám og fannst henni allt öðruvísi andi í Listaháskóla Íslands. „Fyrir mig og mína praktík hentaði námið hér mun betur. Fólk skildi mig hérna.“ Það varð til þess að hún hætti í skólanum í Nantes og ákvað að klára masterinn á Íslandi. „Það var no brainer að skipta um skóla,“ segir Claire og heldur áfram „mér leið eins og ég fengi pláss og gæti hreinlega andað – og þróast sem myndlistarmaður hér.“ Claire talar sérstaklega um samtalið við kennarana, það var samtal en ekki eintal sem átti sér stað á milli kennara og nemanda. Eftir útskrift fór Claire í ferðalög um heiminn en kom aftur til Íslands. „Mér líður eins og Ísland hafi valið mig frekar en ég hafi valið Ísland. Það var augljós og sterk tilfinning að setjast hér að.“

Að hafa fyrir listinni

„Allir mínir skúlptúrar og ljósmyndir gera það sem þeir og þær vilja,“ segir Claire og lýsir því hvernig þau eru ekki endilega gerð fyrir áhorfandann, en geta leitt áhorfandann áfram í rýminu, gefið áhorfandanum vísbendingar. „Stundum eru verkin á gólfinu, svo fólk þarf að beygja sig. Stundum eru þau uppi á háum stalli svo aðeins hávaxið fólk getur litið verkin augum. Það skiptir ekki máli. Ég geri verkin auðvitað út frá minni hæð, minni sjón, mínu lífi, en svo er mismunandi fólk sem sér verkin betur, verr eða öðruvísi.“ Hillbilly finnst þetta áhugaverð nálgun – áhorfandinn þarf ef til vill að leggja eitthvað á sig til að sjá verkin, fara upp á tær til dæmis. Listaverkin geta líka verið í felum. „Listaverkin gera engar málamiðlanir, áhorfandinn verður bara að fylgja eða sleppa þessu,“ segir Claire. Náttúra er áberandi í listaverkum Claire og landslag heillar hana. Hún tekur fram að hún hafi engan sérstakan áhuga á íslensku landslagi, heldur öllu landslagi. „Það eina sem ég vissi um Ísland áður en ég kom var að hér eru eldgos. Þau virka róandi á mig. En annars er náttúran í mínum verkum alls staðar frá, og ég segi sjaldan frá hvaðan.“

Ljósmyndir Claire eru af vatni, skýjum, fjöllum, en fyrir henni þarf ekki að koma fram hvaðan myndirnar eru, af hverju þær eru eða hvar þær eru teknar. „Þetta eru bara svona myndir, eða áferðir, eða tilfinningar sem skjótast upp í hausinn. Minningar um mismunandi umhverfi sem ég hef verið í og tilfinningin um að tíminn líði, ljós á hreyfingu, eitthvað sem ég held að við öll elskum. Áhorfandinn staðsetur sig alltaf í verkinu. Spyr hvar ljósmyndin var tekin, því hann kannast svo við sig,“ lýsir Claire.

Spíran vex

Hillbilly finnst ákveðni Claire aðdáunarverð – að ákveða eða ekki ákveða að verða listamaður 16 ára, fara í listaháskóla með fullan bakpoka af ástríðu, en beðin pent um að hætta og flytja svo á ískaldan klakann af öllum stöðum og vera listamaður þar. Hillbilly veltir fyrir sér hvort hún sé ánægð með þessa þróun? „Það sem ég er ánægðust með, það sem ég elska mest við að vera listamaður, er það að vera listamaður, það fær mig til að vilja enn frekar vera listamaður. Ég hugsa sífellt hvað ég geri næst. Spíran sem kom upp þegar ég var 16 ára heldur áfram að vaxa! Endalaust. Það er enginn endir! Það er það allra besta.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hús & Hillbilly

Fyrirbæri: Miðstöð listamanna og áhugafólks um myndlist
MenningHús & Hillbilly

Fyr­ir­bæri: Mið­stöð lista­manna og áhuga­fólks um mynd­list

Í húsi á Æg­is­göt­unni sem byggt var fyr­ir verk­smiðju eru nú vinnu­stof­ur lista­manna, sýn­ing­ar­sal­ur og vett­vang­ur fyr­ir fólk sem vill kaupa sam­tíma­list beint af vinnu­stof­um lista­manna.
Leirinn er harður kennari
ViðtalHús & Hillbilly

Leir­inn er harð­ur kenn­ari

Hulda Katarína Sveins­dótt­ir og Dagný Berg­lind Gísla­dótt­ir halda úti nám­skeið­inu (Hand)leiðsla – hug­leiðsla og kera­mik, í rými Rvk Ritual á Selja­vegi 2, 101 Reykja­vík. Á nám­skeið­inu blanda þær sam­an tveim­ur heim­um, hug­leiðslu og kera­mik, enda ekki svo mik­ill mun­ur á þessu tvennu, segja þær. Báð­ar at­hafn­ir fá iðk­and­ann til að vera í nú­inu, að eiga stund með sjálf­um sér.
Leið til að komast að því hver þú ert
MenningHús & Hillbilly

Leið til að kom­ast að því hver þú ert

Fyrstu daga árs­ins gátu borg­ar­bú­ar varla far­ið leið­ar sinn­ar án þess að rek­ast á verk eft­ir Sig­urð Ámunda­son, sem not­aði teikn­ing­una upp­haf­lega sem leið til að flýja en ákvað síð­ar að taka sjón­ar­horn sam­tím­ans á verk gömlu meist­ar­anna.
Joe Keys hundsar sköpunarstíflur
ViðtalHús & Hillbilly

Joe Keys hunds­ar sköp­un­ar­stífl­ur

Lista­mað­ur­inn Joe Keys ólst upp í grennd við Newcastle, flosn­aði upp úr skóla 18 ára og við tóku ým­is störf, að­al­lega á veit­inga- og kaffi­hús­um. Seinna elti hann ást­ina til Ís­lands og fór í mynd­list­ar­nám.
Suðurlandstvíæringur: tala, borða og kanna þanþol
MenningHús & Hillbilly

Suð­ur­landstvíær­ing­ur: tala, borða og kanna þan­þol

Hóp­ur mynd­listar­fólks, hönnuða, arki­tekta og tón­list­ar- og fræða­fólks starfar – borð­ar og spjall­ar – sam­an und­ir for­merkj­um Suð­ur­landstvíær­ings­ins. Tví­ær­ing­ur­inn (South Ice­land Biennale) er lif­andi, marg­þjóð­leg­ur, þverfag­leg­ur vett­vang­ur lista, menn­ing­ar og nátt­úru. Síð­an í sum­ar hef­ur hóp­ur­inn þró­að alls kyns list­við­burði í upp­sveit­um Suð­ur­lands en fyrst og fremst bú­ið til rými til að eiga frjótt sam­tal, inn­an hóps­ins og út fyr­ir endi­mörk tví­ær­ings­ins.
Bara halda áfram!
MenningHús & Hillbilly

Bara halda áfram!

Hill­billy ræð­ir við Sig­trygg Berg Sig­mars­son lista­mann um það hvernig það að halda bara áfram skipti öllu máli. List­ina sem felst í því að elska mánu­daga og hraðskiss­urn­ar hans.

Nýtt efni

Þegar framtíðin hverfur má leita skjóls í eldamennsku
GagnrýniHo did I get to the bomb shelter

Þeg­ar fram­tíð­in hverf­ur má leita skjóls í elda­mennsku

List­fræð­ing­ur­inn Mar­grét Elísa­bet Ólafs­dótt­ir brá sér í Nor­ræna hús­ið og rýndi í sýn­ingu lista­manna frá Úkraínu.
Njáls saga Einars Kárasonar – með Flugumýrartvisti
GagnrýniNálsbrennusaga og flugumýrartvist

Njáls saga Ein­ars Kára­son­ar – með Flugu­mýr­art­visti

Leik­hús­fræð­ing­ur­inn Jakob S. Jóns­son skellti sér í Borg­ar­nes og sá Ein­ar Kára­son í Land­náms­setrinu.
Fyrirbæri: Miðstöð listamanna og áhugafólks um myndlist
MenningHús & Hillbilly

Fyr­ir­bæri: Mið­stöð lista­manna og áhuga­fólks um mynd­list

Í húsi á Æg­is­göt­unni sem byggt var fyr­ir verk­smiðju eru nú vinnu­stof­ur lista­manna, sýn­ing­ar­sal­ur og vett­vang­ur fyr­ir fólk sem vill kaupa sam­tíma­list beint af vinnu­stof­um lista­manna.
Vel gerlegt að ná verðbólguvæntingunum niður – „Ég hef trú á því og við munum skila því í hús“
Fréttir

Vel ger­legt að ná verð­bólgu­vænt­ing­un­um nið­ur – „Ég hef trú á því og við mun­um skila því í hús“

Það er stað­reynd að mark­að­irn­ir hafa misst trú á að stjórn­völd nái verð­bólg­unni nið­ur á næstu miss­er­um, sam­kvæmt fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. „Við verð­um að gang­ast við því,“ seg­ir hann. Taka þurfi hönd­um sam­an og ná nið­ur verð­bólgu­vænt­ing­un­um.
Lögreglan rannsakar stórfellt brot í nánu sambandi og tilraun til manndráps
Fréttir

Lög­regl­an rann­sak­ar stór­fellt brot í nánu sam­bandi og til­raun til mann­dráps

Lög­regl­an á Suð­ur­nesj­um hef­ur haft til rann­sókn­ar ætl­að stór­fellt brot í nánu sam­bandi og ætl­aða til­raun til mann­dráps frá 25. fe­brú­ar. Karl­mað­ur á fer­tugs­aldri hef­ur ver­ið í gæslu­varð­haldi frá því að mál­ið kom upp.
Loftslagsráðherra og raunveruleikinn
Tryggvi Felixson
Aðsent

Tryggvi Felixson

Lofts­lags­ráð­herra og raun­veru­leik­inn

Formað­ur Land­vernd­ar seg­ir að til að leysa lofts­lags­vand­ann sé nauð­syn­legt að beita meng­un­ar­bóta­regl­unni á alla geira at­vinnu­lífs­ins. Bæði OECD og Al­þjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn hafi ít­rek­að bent á að skatt­ar og gjöld á meng­un séu skil­virk­asta leið­in til að ná mark­mið­um í um­hverf­is­mál­um. „Það er löngu tíma­bært að rík­is­stjórn­in og lofts­lags­ráð­herra við­ur­kenni hið aug­ljósa í þess­um mál­um.“
Hefði stutt útlendingafrumvarpið hefði hún verið á landinu
Fréttir

Hefði stutt út­lend­inga­frum­varp­ið hefði hún ver­ið á land­inu

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra skil­ur vel að út­lend­inga­mál séu um­deild en hún seg­ir að á lands­fundi Vinstri grænna hafi eigi að síð­ur kom­ið fram yf­ir­gnæf­andi stuðn­ing­ur við þing­menn hreyf­ing­ar­inn­ar og ráð­herra. Sex þing­menn VG sam­þykktu út­lend­inga­frum­varp dóms­mála­ráð­herra í síð­ustu viku.
Lygar, járnsprengjur og heitt blý
Flækjusagan

Lyg­ar, járn­sprengj­ur og heitt blý

Tveir gaml­ir menn bú­ast til brott­ferð­ar í Banda­ríkj­un­um, Daniel Ells­berg og Jimmy Cart­er, fyrr­ver­andi for­seti. Báð­ir reyndu að bæta heim­inn, hvor á sinn hátt.
Listræn sýn að handan
Viðtal

List­ræn sýn að hand­an

Gjörn­inga­klúbb­inn þarf vart að kynna en hann stofn­uðu Eirún Sig­urð­ar­dótt­ir, Jóní Jóns­dótt­ir og Sigrún Hrólfs­dótt­ir ár­ið 1996 en síð­ast­nefnd hef­ur ekki starf­að með hópn­um síð­an 2016. Í Í gegn­um tíð­ina hef­ur Gjörn­inga­klúbbur­inn sýnt og kom­ið fram á fjölda einka- og sam­sýn­inga úti um all­an heim, já, og brall­að ýmsi­legt í merku sam­starfi við ann­að lista­fólk, eins og marg­ir vita.
Ausa sér yfir ríkisstjórnina vegna vaxtahækkana
Fréttir

Ausa sér yf­ir rík­is­stjórn­ina vegna vaxta­hækk­ana

Nokkr­ir þing­menn létu stór orð falla á Al­þingi í dag eft­ir stýri­vaxta­hækk­un Seðla­banka Ís­lands. Einn þing­mað­ur sagði að rík­is­stjórn­in væri „kjark­laus og verk­stola“ og ann­ar að hún styddi „að­för að al­menn­ingi“. Enn ann­ar sagði að nú þyrfti þing­ið að hefja sig yf­ir „hvers­dags­þras­ið“ og leita sam­eig­in­legra lausna til að rétta við bók­hald rík­is­ins.
Bókatíð
Friðgeir Einarsson
Pistill

Friðgeir Einarsson

Bóka­tíð

Frið­geir Ein­ars­son gerði heið­ar­lega til­raun til að lesa sig inn í sumar­ið. „Ég var bú­inn að upp­hugsa dá­góð­an lista, þeg­ar það fór snögg­lega aft­ur að kólna.“
Á bilinu tveir til 166 leikskólakennarar hafa útskrifast árlega frá 2005
Fréttir

Á bil­inu tveir til 166 leik­skóla­kenn­ar­ar hafa út­skrif­ast ár­lega frá 2005

Braut­skrán­ing­um úr leik­skóla­kenn­ara­fræði fækk­aði gríð­ar­lega eft­ir að nám­ið var lengt úr þrem­ur í fimm ár­ið 2008. Braut­skrán­ing­um fer nú aft­ur fjölg­andi eft­ir að meist­ara­nám til kennslu var inn­leitt ár­ið 2020 auk laga­breyt­ing­ar sem veit­ir kennslu­rétt­indi óháð skóla­stigi. Því er ekki víst að all­ir leik­skóla­kenn­ar­ar skili sér inn á leik­skóla­stig­ið.

Mest lesið undanfarið ár

  • Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
    1
    Rannsókn

    Jón Bald­vin við nem­anda: „Viltu hitta mig eft­ir næsta tíma“

    Fimmtán ára stúlka í Haga­skóla hélt dag­bók vor­ið 1970 þar sem hún lýs­ir kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við Jón Bald­vin Hanni­bals­son sem þá var 31 árs gam­all kenn­ari henn­ar. Í bréfi sem hann sendi stúlk­unni seg­ist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu henn­ar.
  • Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
    2
    Eigin Konur#75

    Fylgdi móð­ur sinni í einka­flug­vél

    Ragn­heið­ur er að­eins 15 ára göm­ul en hún fór með mömmu sinni til Nor­egs með einka­flug­vél að sækja bræð­ur sína. Sam­fé­lags­miðl­ar gera börn­um kleift að tjá sig op­in­ber­lega og hef­ur Ragn­heið­ur ver­ið að segja sína sögu á miðl­in­um TikT­ok. Hún tal­ar op­in­skátt um mál­ið sitt eft­ir að barna­vernd og sál­fræð­ing­ur brugð­ust henni. Hvenær leyf­um við rödd barna að heyr­ast? Í þessu við­tali seg­ir Ragn­heið­ur stutt­lega frá því sem hún er nú þeg­ar að tala um á TikT­ok og hver henn­ar upp­lif­un á ferða­lag­inu til Nor­egs var.
  • Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
    3
    Viðtal

    Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

    „Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/
  • Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
    4
    Eigin Konur#82

    Fjöl­skyld­an flakk­aði milli hjól­hýsa og hót­ela: Gagn­rýn­ir að barna­vernd skyldi ekki grípa fyrr inn í

    „Ég byrj­aði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eft­ir skóla, því mað­ur vissi aldrei hvar mað­ur myndi vera næstu nótt,“ seg­ir Guð­rún Dís sem er 19 ára. Í við­tali við Eig­in Kon­ur seg­ir hún frá upp­lif­un sinni af því að al­ast upp hjá móð­ur með áfeng­is­vanda. Hún seg­ir að líf­ið hafa breyst mjög til hins verra þeg­ar hún var 12 ára því þá hafi mamma henn­ar byrj­að að drekka. Þá hafi fjöl­skyld­an misst heim­il­ið og eft­ir það flakk­að milli hjól­hýsa og hót­ela. Guð­rún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eft­ir að móð­ir henn­ar op­in­ber­aði sögu sína á YouTu­be. Guð­rún Dís hef­ur lok­að á öll sam­skipti við hana. Guð­rún seg­ir að þó mamma henn­ar glími við veik­indi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagn­rýn­ir starfs­fólk barna­vernd­ar fyr­ir að hafa ekki grip­ið inn í miklu fyrr. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
  • „Ég get ekki lifað við þessa lygi“
    5
    Viðtal

    „Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

    Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
  • „Hann hefur ekki beðist afsökunar“
    6
    Fréttir

    „Hann hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar“

    Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.
  • Helga Sif og Gabríela Bryndís
    7
    Eigin Konur#80

    Helga Sif og Gabrí­ela Bryn­dís

    Helga Sif stíg­ur nú fram í við­tali við Eig­in kon­ur eft­ir að barns­fað­ir henn­ar birti gerð­ar­dóm í for­sjár­deilu þeirra og nafn­greindi hana og börn­in á Face­book. Helga Sif og börn­in hafa lýst and­legu og kyn­ferð­is­legu of­beldi föð­ur­ins og börn­in segj­ast hrædd við hann. Sál­fræð­ing­ar telja hann engu að síð­ur hæf­an fyr­ir dómi. Nú stend­ur til að færa 10 ára gam­alt lang­veikt barn þeirra til föð­ur­ins með lög­reglu­valdi. Gabrí­ela Bryn­dís er sál­fræð­ing­ur og einn af stofn­end­um Lífs án of­beld­is og hef­ur ver­ið Helgu til að­stoð­ar í mál­inu. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
  • Lifði af þrjú ár á götunni
    8
    Viðtal

    Lifði af þrjú ár á göt­unni

    Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.
  • „Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
    9
    Afhjúpun

    „Hann var ekki að kaupa að­gengi að mér þeg­ar hann lán­aði mér pen­ing“

    Katrín Lóa Kristrún­ar­dótt­ir þótt­ist hepp­in þeg­ar henni var tjáð af vinnu­veit­anda sín­um, Helga Vil­hjálms­syni í Góu, að hann gæti lán­að henni fyr­ir út­borg­un í íbúð. Hún hefði þó aldrei þeg­ið slíkt lán ef hún hefði vit­að hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýs­ir því að eft­ir lán­veit­ing­una hafi hún þurft að sitja und­ir kyn­ferð­is­legri áreitni Helga svo mán­uð­um skipti. Helgi bið­ur Katrínu Lóu af­sök­un­ar á fram­ferði sínu.
  • Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
    10
    Úttekt

    Mata-veld­ið: Skattaund­an­skot og sam­keppn­is­brot í skjóli rík­is­ins

    Mata-systkin­in og fyr­ir­tæki þeirra hafa ít­rek­að ver­ið gerð aft­ur­reka með við­skiptaflétt­ur sem fólu í sér að koma mörg hundruð millj­óna hagn­aði und­an skatti. Á sama tíma og fyr­ir­tæki fjöl­skyld­unn­ar byggja hagn­að sinn á sölu mat­væla und­ir toll­vernd, hafa þau greitt há­ar sekt­ir fyr­ir sam­keppn­is­brot og lagst í ómælda vinnu við að kom­ast und­an því að greiða skatta hér á landi, með við­skiptaflétt­um í gegn­um þekkt skatta­skjól.