Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Brjóta niður stigveldi skynjana í myndlist

Á Hafn­ar­torgi í mið­bæ Reykja­vík­ur stend­ur yf­ir áhuga­verð sýn­ing þar sem fólki býðst að upp­lifa lista­verk með öll­um skyn­fær­un­um. Til að byrja með vildu þær Ás­dís Þula og Björk Hrafns­dótt­ir skapa sýn­ingu fyr­ir fólk með blindu eða mikla sjónskerð­ingu. Hug­mynd­in þró­að­ist eins og hug­mynda er von og vísa og út­kom­an er sann­köll­uð veisla fyr­ir tauga­end­ana. Þar sem má snerta, þefa, hlusta og smakka.

Hillbilly lærði snemma að ganga um sýningarsali sem sýndu klassísk listaverk með hendur læstar fyrir aftan bak og einbeitingu á að skynja verkin með augunum. Upplifunin fer svo reyndar í gegnum allan líkamann; heilagleikinn og þögnin, hvíslið og skrjáfið.

Nema á opnunum, þá er glasakliður og líflegt gjamm.

Á bakvið Skynleika standa Ásdís Þula og Björk Hrafnsdóttir. Ásdís rekur galleríið Þulu á Hjartatorgi og hefur gert svo með sóma í rúm tvö ár. „Skynleika-ferlið byrjaði í raun í lok 2020 þegar ég var nýbúin að hengja upp sýningu á málverkum í galleríinu mínu Þulu og hugsaði; mikið hlýtur að vera leiðinlegt að fara á svona sýningu ef maður er blindur eða sjónskertur. Upp úr því fór ég að hugsa hvernig væri hægt að setja saman sýningu þar sem sjónin væri ekki í fyrsta sæti,“ segir Ásdís.

Hún sá fljótt að í þetta verkefni þyrfti fleiri og Björk steig því inn …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hús & Hillbilly

Leirinn er harður kennari
ViðtalHús & Hillbilly

Leir­inn er harð­ur kenn­ari

Hulda Katarína Sveins­dótt­ir og Dagný Berg­lind Gísla­dótt­ir halda úti nám­skeið­inu (Hand)leiðsla – hug­leiðsla og kera­mik, í rými Rvk Ritual á Selja­vegi 2, 101 Reykja­vík. Á nám­skeið­inu blanda þær sam­an tveim­ur heim­um, hug­leiðslu og kera­mik, enda ekki svo mik­ill mun­ur á þessu tvennu, segja þær. Báð­ar at­hafn­ir fá iðk­and­ann til að vera í nú­inu, að eiga stund með sjálf­um sér.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár