Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Brottrekinn forstjóri kostaði Festi 11,6 milljónir fyrir hvern mánuð sem hann starfaði hjá félaginu í fyrra

Fyrr­ver­andi for­stjóri Festi, Eggert Þór Kristó­fers­son, sem var rek­inn úr starfi í fyrra­sum­ar, fékk alls 81,2 millj­ón­ir króna í laun frá fé­lag­inu í fyrra. Hann hætti störf­um í lok júli og var kom­inn með nýtt for­stjórastarf inn­an við tveim­ur vik­um síð­ar.

Brottrekinn forstjóri kostaði Festi 11,6 milljónir fyrir hvern mánuð sem hann starfaði hjá félaginu í fyrra
Rekinn Þvi var ranglega haldið fram í tilkynningu til Kauphallar Íslands í júní í fyrra að Eggert Þór hefði sagt upp störfum. Hið rétta er að hann var rekinn. Mynd: Festi

Eggert Þór Kristófersson undirritaði starfslokasamning við félagið 2. júní í fyrra og uppsögn hans tók gildi í lok júlí sama ár. Eggert starfaði því í sjö mánuði hjá Festi á árinu 2022. Alls námu launagreiðslur til hans á því ári 81,2 milljónum króna. Það þýðir að Eggert fékk að meðaltali 11,6 milljónir króna fyrir hvern þann mánuð sem hann starfaði fyrir Festi á síðasta ári.

Launagreiðslurnar skiptast þannig að hann fékk 64,9 milljónir króna í laun, 3,7 milljónir króna í hlunnindi og 12,6 milljónir króna í árangurstengd laun.  Inni í þessum launum eru þó starfslokatengdar greiðslur til Eggerts. Eggert hafði verið með 4,9 milljónir króna á mánuði.

Eggert var ekki án atvinnu lengi eftir að hann lauk störfum fyrir Festi. Hann var ráðinn forstjóri Landeldis 13. ágúst 2022, eða tæpum tveimur vikum eftir að uppsögn hans tók gildi. 

Í stað Eggert var Ásta S. Fjeldsted ráðin forstjóri Festis, en hún hafði fram að þeim tíma stýrt einu dótturfélagi samstæðunnar, Krónunni. Hún var ráðin byrjun september 2022, fór í fæðingarorlof frá byrjun nóvember en mun snúa aftur til starfa í lok mars 2023, samkvæmt því sem fram kemur í ársreikningi. Ásta var fyrsta konan sem er ráðin forstjóri í skráðu félagi frá því fyrir bankahrun. Í millitíðinni hefur Magnús Kr. Ingason, framkvæmdastjóra fjármálasviðs, sinnt starfi forstjóra.

Launakostnaður Ástu á árinu 2022 var 52,7 milljónir króna, eða um 4,4 milljónir króna að meðaltali á mánuði. Festi greindi frá því í uppgjöri fyrir þriðja ársfjórðung ársins 2022 að kostnaður vegna forstjóraskiptanna væri allt í allt 76 milljónir króna og að hann hefði allur verið bókfærður á þeim ársfjórðungi. Alls jókst kostnaður Festis vegna launa lykilstjórnenda, forstjóra og fimm framkvæmdastjóra, um 17 prósent milli 2021 og 2022.

Auk Krónunnar eru helstu dótturfélög Festis N1 og Elko. Festi hagnaðist um 4,1 milljarða króna í fyrra, en hafði hagnast um fimm milljarða króna á árinu 2021. Lífeyrissjóðir landsins eru langstærstu eigendur Festis. Samanlagt eiga þeir að minnsta kosti 73,23 prósent alls hlutafjár í félaginu. Stærsti einkafjárfestirinn, félag í eigu Hreggviðs Jónssonar, á 1,95 prósent eignarhlut.

Nýbúinn að standa af sér mikinn storm

Til­kynn­ingin sem send var til Kaup­hallar Íslands í júní í fyrra, um að Egg­ert sem hafði verið for­stjóri í sjö ár, hefði sagt starfi sínu lausu kom flestum í opna skjöldu. 

Það kom enda á daginn nokkru síðar að tilkynningin var röng. Eggert hafði ekki sagt upp störfum, heldur verið rekinn. 

Ekk­ert hafði bent til þess að Egg­ert, sem verið hafði stjórn­andi hjá Festi og fyr­ir­renn­urum þess félags frá 2011, væri á útleið. Rekstur félags­ins, eins stærsta smá­sala lands­ins, hafði gengið vel og Festi hafði haldið mark­aðsvirði sínu ágæt­lega það sem af er árinu 2022 á meðan að flest félög í Kaup­höll­inni höfðu verið að síga umtals­vert í verði.

Þá voru Egg­ert og félagið til­tölu­lega nýbúin að standa af sér mik­inn storm þegar tveir af stærstu einka­hlut­höfum Festi, Hregg­viður Jóns­son og Þórður Már Jóhann­es­son, voru ásak­aðir um að hafa brotið á konu kyn­ferð­is­lega í heitum potti í félagi við annan mann haustið 2020. Þórður Már neydd­ist á end­anum til að segja af sér stjórn­ar­for­mennsku í Festi vegna máls­ins. Það gerð­ist 6. jan­úar 2022.

Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar kenndi Þórður Már Eggerti um afdrif sín. Í Twitter-­færslu sem birtist rúmri viku eftir að greint var frá uppsögn Eggerts sagði kon­an, Vítalía Lazareva, að Egg­ert hefði hlustað á hana og gefið henni tæki­­færi til að segja hennar hlið þegar Þórður Már „var búinn að leggja allt aðra sögu á borðið hjá stjórn­­inn­i“. Vítalía sagð­ist eiga Egg­erti mikið að þakka og von­aði að hann vissi það.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Johannes Karlsson skrifaði
    Hvað kostar þetta lífeyrissjóðina?
    0
  • Árni Gunnarsson skrifaði
    Hvað kostar að verða við launaóskum olíubílstjóra? Félagið virðist vera ágætlega aflögufært.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég er náttúrlega gangandi kraftaverk“
4
Viðtal

„Ég er nátt­úr­lega gang­andi krafta­verk“

Þeg­ar Thelma Björk Jóns­dótt­ir fata­hönn­uð­ur, jóga- og hug­leiðslu­kenn­ari og þriggja barna móð­ir, fann fyr­ir hnúð í öðru brjóst­inu fékk hún ekki að fara strax í skimun. Nokkr­um mán­uð­um síð­ar greind­ist hún með mein­vörp í bein­um, sem hald­ið er niðri með lyfj­um. Hún seg­ir vald­efl­andi að eiga þátt í eig­in bata, með heild­rænni nálg­un og já­kvæðu hug­ar­fari. Hún seg­ir frá þessu, stóru ást­inni og gjöf­inni sem fólst í því að eign­ast barn með downs-heil­kenni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gjöfin frá Ásgeiri: „Þetta var hans draumur“
5
Vettvangur

Gjöf­in frá Ás­geiri: „Þetta var hans draum­ur“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son lést nótt­ina fyr­ir við­burð­inn sem hann hafði var­ið síð­ustu dög­um lífs­ins við að skipu­leggja ásamt vin­um sín­um og ætt­ingj­um. Nið­ur­stað­an var að það væri í anda Ás­geirs að halda við­burð­inn. „Þetta var ótrú­leg stund og mik­il gjöf sem hann færði okk­ur sem eft­ir stóð­um, að fá að vera þarna sam­an á þess­ari stundu,“ seg­ir Jón Bjarki Mag­ús­son, einn af hans nán­ustu vin­um.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár