Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Brottrekinn forstjóri kostaði Festi 11,6 milljónir fyrir hvern mánuð sem hann starfaði hjá félaginu í fyrra

Fyrr­ver­andi for­stjóri Festi, Eggert Þór Kristó­fers­son, sem var rek­inn úr starfi í fyrra­sum­ar, fékk alls 81,2 millj­ón­ir króna í laun frá fé­lag­inu í fyrra. Hann hætti störf­um í lok júli og var kom­inn með nýtt for­stjórastarf inn­an við tveim­ur vik­um síð­ar.

Brottrekinn forstjóri kostaði Festi 11,6 milljónir fyrir hvern mánuð sem hann starfaði hjá félaginu í fyrra
Rekinn Þvi var ranglega haldið fram í tilkynningu til Kauphallar Íslands í júní í fyrra að Eggert Þór hefði sagt upp störfum. Hið rétta er að hann var rekinn. Mynd: Festi

Eggert Þór Kristófersson undirritaði starfslokasamning við félagið 2. júní í fyrra og uppsögn hans tók gildi í lok júlí sama ár. Eggert starfaði því í sjö mánuði hjá Festi á árinu 2022. Alls námu launagreiðslur til hans á því ári 81,2 milljónum króna. Það þýðir að Eggert fékk að meðaltali 11,6 milljónir króna fyrir hvern þann mánuð sem hann starfaði fyrir Festi á síðasta ári.

Launagreiðslurnar skiptast þannig að hann fékk 64,9 milljónir króna í laun, 3,7 milljónir króna í hlunnindi og 12,6 milljónir króna í árangurstengd laun.  Inni í þessum launum eru þó starfslokatengdar greiðslur til Eggerts. Eggert hafði verið með 4,9 milljónir króna á mánuði.

Eggert var ekki án atvinnu lengi eftir að hann lauk störfum fyrir Festi. Hann var ráðinn forstjóri Landeldis 13. ágúst 2022, eða tæpum tveimur vikum eftir að uppsögn hans tók gildi. 

Í stað Eggert var Ásta S. Fjeldsted ráðin forstjóri Festis, en hún hafði fram að þeim tíma stýrt einu dótturfélagi samstæðunnar, Krónunni. Hún var ráðin byrjun september 2022, fór í fæðingarorlof frá byrjun nóvember en mun snúa aftur til starfa í lok mars 2023, samkvæmt því sem fram kemur í ársreikningi. Ásta var fyrsta konan sem er ráðin forstjóri í skráðu félagi frá því fyrir bankahrun. Í millitíðinni hefur Magnús Kr. Ingason, framkvæmdastjóra fjármálasviðs, sinnt starfi forstjóra.

Launakostnaður Ástu á árinu 2022 var 52,7 milljónir króna, eða um 4,4 milljónir króna að meðaltali á mánuði. Festi greindi frá því í uppgjöri fyrir þriðja ársfjórðung ársins 2022 að kostnaður vegna forstjóraskiptanna væri allt í allt 76 milljónir króna og að hann hefði allur verið bókfærður á þeim ársfjórðungi. Alls jókst kostnaður Festis vegna launa lykilstjórnenda, forstjóra og fimm framkvæmdastjóra, um 17 prósent milli 2021 og 2022.

Auk Krónunnar eru helstu dótturfélög Festis N1 og Elko. Festi hagnaðist um 4,1 milljarða króna í fyrra, en hafði hagnast um fimm milljarða króna á árinu 2021. Lífeyrissjóðir landsins eru langstærstu eigendur Festis. Samanlagt eiga þeir að minnsta kosti 73,23 prósent alls hlutafjár í félaginu. Stærsti einkafjárfestirinn, félag í eigu Hreggviðs Jónssonar, á 1,95 prósent eignarhlut.

Nýbúinn að standa af sér mikinn storm

Til­kynn­ingin sem send var til Kaup­hallar Íslands í júní í fyrra, um að Egg­ert sem hafði verið for­stjóri í sjö ár, hefði sagt starfi sínu lausu kom flestum í opna skjöldu. 

Það kom enda á daginn nokkru síðar að tilkynningin var röng. Eggert hafði ekki sagt upp störfum, heldur verið rekinn. 

Ekk­ert hafði bent til þess að Egg­ert, sem verið hafði stjórn­andi hjá Festi og fyr­ir­renn­urum þess félags frá 2011, væri á útleið. Rekstur félags­ins, eins stærsta smá­sala lands­ins, hafði gengið vel og Festi hafði haldið mark­aðsvirði sínu ágæt­lega það sem af er árinu 2022 á meðan að flest félög í Kaup­höll­inni höfðu verið að síga umtals­vert í verði.

Þá voru Egg­ert og félagið til­tölu­lega nýbúin að standa af sér mik­inn storm þegar tveir af stærstu einka­hlut­höfum Festi, Hregg­viður Jóns­son og Þórður Már Jóhann­es­son, voru ásak­aðir um að hafa brotið á konu kyn­ferð­is­lega í heitum potti í félagi við annan mann haustið 2020. Þórður Már neydd­ist á end­anum til að segja af sér stjórn­ar­for­mennsku í Festi vegna máls­ins. Það gerð­ist 6. jan­úar 2022.

Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar kenndi Þórður Már Eggerti um afdrif sín. Í Twitter-­færslu sem birtist rúmri viku eftir að greint var frá uppsögn Eggerts sagði kon­an, Vítalía Lazareva, að Egg­ert hefði hlustað á hana og gefið henni tæki­­færi til að segja hennar hlið þegar Þórður Már „var búinn að leggja allt aðra sögu á borðið hjá stjórn­­inn­i“. Vítalía sagð­ist eiga Egg­erti mikið að þakka og von­aði að hann vissi það.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Johannes Karlsson skrifaði
    Hvað kostar þetta lífeyrissjóðina?
    0
  • Árni Gunnarsson skrifaði
    Hvað kostar að verða við launaóskum olíubílstjóra? Félagið virðist vera ágætlega aflögufært.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Kýs svo ekki verði farið með dæturnar eins og föður þeirra
3
FréttirUm hvað er kosið?

Kýs svo ekki verði far­ið með dæt­urn­ar eins og föð­ur þeirra

Þrátt fyr­ir að hafa ver­ið ís­lensk­ur rík­is­borg­ari í 12 ár hef­ur Patience Afrah Antwi ein­ung­is einu sinni kos­ið hér á landi. Nú ætl­ar hún að ganga að kjör­kass­an­um fyr­ir dæt­ur sín­ar. Mæðg­urn­ar hafa mætt for­dóm­um og seg­ist Patience upp­lifa sig sem fjórða flokks vegna brúns húðlitar. Hún fann skýrt fyr­ir því þeg­ar eig­in­mað­ur henn­ar, og fað­ir stúlkn­anna, veikt­ist al­var­lega fyr­ir sjö ár­um síð­an. Hann lést í fyrra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár