Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Brottrekinn forstjóri kostaði Festi 11,6 milljónir fyrir hvern mánuð sem hann starfaði hjá félaginu í fyrra

Fyrr­ver­andi for­stjóri Festi, Eggert Þór Kristó­fers­son, sem var rek­inn úr starfi í fyrra­sum­ar, fékk alls 81,2 millj­ón­ir króna í laun frá fé­lag­inu í fyrra. Hann hætti störf­um í lok júli og var kom­inn með nýtt for­stjórastarf inn­an við tveim­ur vik­um síð­ar.

Brottrekinn forstjóri kostaði Festi 11,6 milljónir fyrir hvern mánuð sem hann starfaði hjá félaginu í fyrra
Rekinn Þvi var ranglega haldið fram í tilkynningu til Kauphallar Íslands í júní í fyrra að Eggert Þór hefði sagt upp störfum. Hið rétta er að hann var rekinn. Mynd: Festi

Eggert Þór Kristófersson undirritaði starfslokasamning við félagið 2. júní í fyrra og uppsögn hans tók gildi í lok júlí sama ár. Eggert starfaði því í sjö mánuði hjá Festi á árinu 2022. Alls námu launagreiðslur til hans á því ári 81,2 milljónum króna. Það þýðir að Eggert fékk að meðaltali 11,6 milljónir króna fyrir hvern þann mánuð sem hann starfaði fyrir Festi á síðasta ári.

Launagreiðslurnar skiptast þannig að hann fékk 64,9 milljónir króna í laun, 3,7 milljónir króna í hlunnindi og 12,6 milljónir króna í árangurstengd laun.  Inni í þessum launum eru þó starfslokatengdar greiðslur til Eggerts. Eggert hafði verið með 4,9 milljónir króna á mánuði.

Eggert var ekki án atvinnu lengi eftir að hann lauk störfum fyrir Festi. Hann var ráðinn forstjóri Landeldis 13. ágúst 2022, eða tæpum tveimur vikum eftir að uppsögn hans tók gildi. 

Í stað Eggert var Ásta S. Fjeldsted ráðin forstjóri Festis, en hún hafði fram að þeim tíma stýrt einu dótturfélagi samstæðunnar, Krónunni. Hún var ráðin byrjun september 2022, fór í fæðingarorlof frá byrjun nóvember en mun snúa aftur til starfa í lok mars 2023, samkvæmt því sem fram kemur í ársreikningi. Ásta var fyrsta konan sem er ráðin forstjóri í skráðu félagi frá því fyrir bankahrun. Í millitíðinni hefur Magnús Kr. Ingason, framkvæmdastjóra fjármálasviðs, sinnt starfi forstjóra.

Launakostnaður Ástu á árinu 2022 var 52,7 milljónir króna, eða um 4,4 milljónir króna að meðaltali á mánuði. Festi greindi frá því í uppgjöri fyrir þriðja ársfjórðung ársins 2022 að kostnaður vegna forstjóraskiptanna væri allt í allt 76 milljónir króna og að hann hefði allur verið bókfærður á þeim ársfjórðungi. Alls jókst kostnaður Festis vegna launa lykilstjórnenda, forstjóra og fimm framkvæmdastjóra, um 17 prósent milli 2021 og 2022.

Auk Krónunnar eru helstu dótturfélög Festis N1 og Elko. Festi hagnaðist um 4,1 milljarða króna í fyrra, en hafði hagnast um fimm milljarða króna á árinu 2021. Lífeyrissjóðir landsins eru langstærstu eigendur Festis. Samanlagt eiga þeir að minnsta kosti 73,23 prósent alls hlutafjár í félaginu. Stærsti einkafjárfestirinn, félag í eigu Hreggviðs Jónssonar, á 1,95 prósent eignarhlut.

Nýbúinn að standa af sér mikinn storm

Til­kynn­ingin sem send var til Kaup­hallar Íslands í júní í fyrra, um að Egg­ert sem hafði verið for­stjóri í sjö ár, hefði sagt starfi sínu lausu kom flestum í opna skjöldu. 

Það kom enda á daginn nokkru síðar að tilkynningin var röng. Eggert hafði ekki sagt upp störfum, heldur verið rekinn. 

Ekk­ert hafði bent til þess að Egg­ert, sem verið hafði stjórn­andi hjá Festi og fyr­ir­renn­urum þess félags frá 2011, væri á útleið. Rekstur félags­ins, eins stærsta smá­sala lands­ins, hafði gengið vel og Festi hafði haldið mark­aðsvirði sínu ágæt­lega það sem af er árinu 2022 á meðan að flest félög í Kaup­höll­inni höfðu verið að síga umtals­vert í verði.

Þá voru Egg­ert og félagið til­tölu­lega nýbúin að standa af sér mik­inn storm þegar tveir af stærstu einka­hlut­höfum Festi, Hregg­viður Jóns­son og Þórður Már Jóhann­es­son, voru ásak­aðir um að hafa brotið á konu kyn­ferð­is­lega í heitum potti í félagi við annan mann haustið 2020. Þórður Már neydd­ist á end­anum til að segja af sér stjórn­ar­for­mennsku í Festi vegna máls­ins. Það gerð­ist 6. jan­úar 2022.

Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar kenndi Þórður Már Eggerti um afdrif sín. Í Twitter-­færslu sem birtist rúmri viku eftir að greint var frá uppsögn Eggerts sagði kon­an, Vítalía Lazareva, að Egg­ert hefði hlustað á hana og gefið henni tæki­­færi til að segja hennar hlið þegar Þórður Már „var búinn að leggja allt aðra sögu á borðið hjá stjórn­­inn­i“. Vítalía sagð­ist eiga Egg­erti mikið að þakka og von­aði að hann vissi það.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Johannes Karlsson skrifaði
    Hvað kostar þetta lífeyrissjóðina?
    0
  • Árni Gunnarsson skrifaði
    Hvað kostar að verða við launaóskum olíubílstjóra? Félagið virðist vera ágætlega aflögufært.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
1
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
9
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár