Sigurður Gísli Björnsson, fyrrverandi eigandi og stjórnandi Sæmarks, þarf að greiða rétt tæpan hálfan milljarð króna í skatt vegna undanskota í gegnum fléttu með tvö Panamafélög og félög sem skráð eru á Kýpur og í Lúxemborg. Þetta er niðurstaða yfirskattanefndar sem birti úrskurð um málið í liðinni viku. Um sama leyti birti Landsréttur niðurstöðu í kyrrsetningarmáli gagnvart Sigurði Gísla og fyrrverandi eiginkonu hans, en hundraða milljóna eignir þeirra voru kyrrsettar vegna rannsóknar skattrannsóknarstjóra.
Skattsvik Sigurðar Gísla eru einhver þau umfangsmestu sem uppgötvast hafa á Íslandi. Ljóst er að ofan á þann tæpa hálfa milljarð króna sem Sigurður þarf að greiða í skatt bætist álag, sem auðveldlega gæti orðið til þess að heildarkröfur á Sigurð Gísla verði um og yfir einn milljarð króna. Héraðssaksóknari er auk þess með sakamál á hendur Sigurði til rannsóknar, vegna skattsvika- og peningaþvættis. Áður hafði einn starfsmanna Sæmarks, hlotið skilorðsbundinn dóm og hátt í 200 milljóna …
Athugasemdir (3)