Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Hinar raunverulegu ofurhetjur

Fjöldi sjálf­boða­liða legg­ur líf sitt í hættu á hverj­um ein­asta degi til að bjarga fólki sem hef­ur orð­ið inn­lyksa á átaka­svæð­um í Úkraínu. Ósk­ar Hall­gríms­son fylgd­ist með störf­um sam­taka sem fara dag­lega inn á átaka­svæði í þeim til­gangi og að­stoða fólk við að finna sér ný heim­ili.

Hinar raunverulegu ofurhetjur
Komið í skjól Zadernovsky-fjölskyldan stígur upp í bíl sem fara með þau burtu frá heimili þeirra í Siversk. Bærinn er búinn að vera vígvöllur nær samfellt frá innrás Rússa. Sjálfboðaliðar eins og þeir sem sóttu fjölskylduna og aðstoðuðu við að flýja, leggja líf sitt að veði hvern einasta dag við störf sín. Mynd: Óskar Hallgrímsson

Íslenskan, eins rík og hún er af orðum, er oft og tíðum takmörkuð við það sem gerst hefur á málsvæði hennar, á Íslandi. Vopnuð átök og stríð hafa sem betur fer ekki verið stór hluti af Íslandssögunni, svona á síðari tímum. Hér hefur til dæmis ekki verið her eða herskylda, þó vissulega hafi Íslandssagan að geyma dæmi um liðsöfnuð vopnaðra manna og átök milli slíkra fylkinga, á landi og sjó. Oftar en ekki með grjóti, þó vissulega með sverðum og spjótum.

Já og þorskastríðið. Þar sem við viljum í það minnsta halda að herkænskuyfirburðir okkar hafi einir og sér sigrað heri hins fallandi breska heimsveldis. NATO er svo líka vissulega okkar, þó þessi skammstöfun hafi fyrst og fremst birst sem harðvítugt rifrildi hér á landi, fylgdu því rifrildi blóðsúthellingar langt út fyrir Austurvöll. 

En við tókum ekki þátt. Ekki heldur þegar við þó tókum þátt í árásum á Serbíu, Afganistan, …

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Á vettvangi í Úkraínu

„Hermaðurinn í mér var alltaf til staðar“
ErlentÁ vettvangi í Úkraínu

„Her­mað­ur­inn í mér var alltaf til stað­ar“

Lista­mað­ur sem varð lið­þjálfi út­skýr­ir hvernig það kom til að hann gekk til liðs við Azov-her­deild­ina í Úkraínu. Hann og fleiri veita inn­sýn í störf þess­ar­ar um­deild­ustu her­deild­ar lands­ins og hafna ásök­un­um um tengsl við hægri öfga­flokka. Það sé af sem áð­ur var að all­ir sem gátu lyft byssu væru sam­þykkt­ir í deild­ina. Um leið og her­deild­in hafi ver­ið tek­in inn í þjóð­varn­ar­lið­ið hafi póli­tísk­ar hug­sjón­ir þurft að víkja.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár