Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Áfangasigur í hryðjuverkamálinu: „Við verjendur vorum þarna eins og Spartverjar í skarðinu forðum”

Ákæru­lið­um sem sneru að til­raun til hryðju­verka vís­að frá í hinu svo­kall­aða hryðju­verka­máli. „Mann­leg tján­ing nýt­ur að nokkru marki stjórn­ar­skrár­vernd­ar þrátt fyr­ir að hún kunni að vera ósmekk­leg og ógeð­felld á köfl­um,“ seg­ir í frá­vís­un­inni.

Áfangasigur í hryðjuverkamálinu: „Við verjendur vorum þarna eins og Spartverjar í skarðinu forðum”

„Þetta kom ekki á óvart,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður annars tveggja manna sem ákærðir voru fyrir tilraun til hryðjuverka, en ákærum þess efnis var í dag vísað frá. Sveinn segir þessa niðurstöðu hafa legið í loftinu eftir að dómari ákvað að eigin frumkvæði að hafa flutning um frávísunina en slíkt er ekki algengt. Eftir standa nú aðeins ákærur vegna minniháttar brota. 

Þeim hluta málsins sem snýr að ætluðum hryðjuverkum er þó ekki endilega lokið. Sveinn Andri segir að héraðssaksóknari geti kært úrskurðinn til Landsréttar eða reynt að lappa upp á ákæruna og gefa út nýja ákæru vegna undirbúnings hryðjuverka. Þó hafi stór áfangasigur unnist í dag.

„Við verjendurnir vorum þarna eins og Spartverjar í skarðinu forðum að halda Persum niðri,“ segir Sveinn Andri og vísar þar til frægrar orrustu sem átti sér stað árið 480 fyrir Krist þegar sem mörg hundruð þúsund manna herlið Persa reyndi að hertaka Grikkland en mun fámennari her Spartverja náði að verjast árásinni. 

Blaðamannafundur og BBC

Það vakti gríðarlega athygli í septembermánuði 2022 þegar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu blés til blaðamannafundar og greindi frá því að hryðjuverkaárás hafi verið afstýrt. Þar var greint frá því að tveir menn væri í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að þeir hafi lagt á ráðin um hryðuverk gegn almennum borgurum sem og opinberum stofnunum. Mennirnir eru þeir Sindri Snær Birgisson, skjólstæðingur Sveins Andra, og Ísidór Nathansson, en verjandi hans er Einar Oddur Sigurðsson. 

Sérsveit lögreglunnar hafði daginn áður handtekið þá og lagt hald á tugi þrívíddarprentaðra skotvopna og þúsundir annarra skotfæra. Greint var frá handtökunni í erlendum miðlum, til að mynda í sjónvarpsfrétt á BBC. 

Rauk af stað of snemma

Sveinn Andri hefur frá upphafi haldið því fram að lögreglan hafi farið fram úr sér við rannsókn málsins. „Þetta er auðvitað í fyrsta sinn sem svona mál kemur upp hér á landi, sem betur fer. Menn geta dregið mikinn lærdóm af því, bæði hvað varðar rannsókn málsins, samskipti við fjölmiðla og síðan ákærumeðferðina sjálfa sem hangir saman við rannsóknina.“

Sveinn Andri rifjar upp að lögreglan hafi komist yfir samskipti Sindra Snæs og Ísidórs á samskiptaforritinu Signal og í framhaldinu hafi verið unnin svokölluð upplýsingaskýrsla þar sem kom fram að ástæða væri til að fylgjast með þessum mönnum. „Þeir voru hins vegar handteknir strax næsta dag. Ég held að lögreglan hafi hlaupið á sig. Hjá erlendum lögreglustofnunum eyða menn talsverðum tíma í að fylgjast með mönnum, í fyrsta lagi til að átta sig á því hvort eitthvað raunverulegt sé í undirbúningi, og í annan stað til þess að fá almennilegar sannanir í hendur. Ég held að lögreglan hafi rokið af stað of snemma.“

Miðaðist við að sanna kenningu

Í frávísuninni segir meðal annars að verknaðarlýsing í ákæru hafi verið takmörkuð. „Hvað varðar ætlaða tjáningu í því samhengi er til að mynda engin frekari lýsing eða flokkun á því hvaða orðfæri og yfirlýsingar ákærðu á umræddu samskiptaforriti ákæruvaldið telur að skipti máli við mat á sök ákærðu. Skal þá einnig hafa í huga að umfang málsgagna um samskipti ákærðu er gríðarlega mikið, sem og að hugsanir manna eru almennt refsilausar og að mannleg tjáning nýtur að nokkru marki stjórnarskrárverndar þrátt fyrir að hún kunni að vera ósmekkleg og ógeðfelld á köflum. Að þessu virtu er verknaðarlýsing ákærukaflans óskýr um allt framangreint.“

Hugsanir manna eru almennt refsilausar og að mannleg tjáning nýtur að nokkru marki stjórnarskrárverndar þrátt fyrir að hún kunni að vera ósmekkleg og ógeðfelld á köflum.
Úr frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur

Þá telur hann enga ástæðu fyrir blaðamannafundinum sem haldinn var. „Ef einhvern tíman er ástæða til að halda rannsókn leyndri þar til menn eru búnir að ná utan um málið myndi ég halda að það ætti við skipulagningu hryðjuverka. Ég er hundrað prósent viss um að ef málið hefði verið rannsakað betur án þess að fara í fjölmiðla þá hefði orðið ljóst að ekki var tilefni til frekari aðgerða en að fylgjast með,“ segir Sveinn Andri. 

Hann segir ennfremur að ein algengustu mistök við rannsókn sakamála séu þegar til verða kenningar í upphafi og öll rannsóknin miðist síðan við að sanna þá kenningu. „Þetta miðaðist allt við að sanna að þeir væru að undirbúa hryðjuverk. Málið var strax sett í þann farveg með þessum blaðamannafundi og í framhaldinu gekk allt út á að réttlæta þær aðgerðir í staðinn fyrir að rannsaka með opnum huga.“

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hryðjuverkaógn á Íslandi

Skýrslutaka yfir föður ríkislögreglustjóra: „Ef þið bara hefðuð skoðað hver skyldmenni mín eru, þá hefðuð þið ekki komið hingað“
FréttirHryðjuverkaógn á Íslandi

Skýrslu­taka yf­ir föð­ur rík­is­lög­reglu­stjóra: „Ef þið bara hefð­uð skoð­að hver skyld­menni mín eru, þá hefð­uð þið ekki kom­ið hing­að“

Menn sem grun­að­ir eru um að hafa ver­ið að skipu­leggja hryðju­verka­árás hér á landi báru við yf­ir­heyrsl­ur að hálf­sjálf­virkt skot­vopn í þeirra fór­um væri feng­ið frá Guð­jóni Valdi­mars­syni, vopna­sala og föð­ur rík­is­lög­reglu­stjóra. Þá hefði Guð­jón keypt þrívídd­ar­prent­að skot­vopn af ein­um mann­anna. Guð­jón sagði við skýrslu­töku að ann­að hvort hefðu lög­reglu­menn ekki kynnt sér ætt­artengsl hans eða ver­ið væri að reyna að koma höggi á rík­is­lög­reglu­stjóra. Stund­in hef­ur skýrsl­una und­ir hönd­um.
Flest vopnanna sem haldlögð hafa verið í rannsókn á hryðjuverkaógn löglega skráð
FréttirHryðjuverkaógn á Íslandi

Flest vopn­anna sem hald­lögð hafa ver­ið í rann­sókn á hryðju­verka­ógn lög­lega skráð

Rík­is­lög­reglu­stjóri hef­ur sagt sig frá rann­sókn­inni vegna fjöl­skyldu­tengsla við ein­stak­ling sem hef­ur ver­ið nefnd­ur í tengsl­um við rann­sókn lög­reglu á ætl­aðri skipu­lagn­ingu hryðju­verka. Gæslu­varð­halds­úrskurð­ur yf­ir öðr­um mann­anna sem sit­ur í varð­haldi vegna máls­ins hef­ur ver­ið fram­lengd­ur um viku.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár