Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Hryðjuverkarannsókn: Ræddu um að myrða Sólveigu Önnu og Gunnar Smára

Menn­irn­ir tveir sem sitja í gæslu­varð­haldi grun­að­ir af lög­reglu um að leggja á ráð­in um hryðju­verk á Ís­landi ræddu um að drepa Sól­veigu Önnu Jóns­dótt­ur, formann Efl­ing­ar, og Gunn­ar Smára Eg­ils­son, formann fram­kvæmda­stjórn­ar Sósí­al­ista­flokks­ins.

Hryðjuverkarannsókn: Ræddu um að myrða Sólveigu Önnu og Gunnar Smára

Íslensku mennirnir tveir sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna gruns lögreglunnar um að þeir hafi lagt á ráðin um að fremja hryðjuverk ræddu sín á milli um að myrða Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, og Gunnar Smára Egilsson, formann framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands. Þau hafa bæði verið kölluð í skýrslutöku hjá embætti Héraðssaksókanara, sem fer með rannsókn málsins. 

Samkvæmt Samstöðinni, sem er fjölmiðill sem gefinn er út af aðilum tengdum Sósíalistaflokknum, voru þeim Sólveigu og Gunnari Smára sýnd samskipti mannanna þar sem rætt var um að myrða þau. „Auðvitað er óhugnanlegt að fá að vita að þessir menn hafi verið að smíða vopn og gæla við að taka mig af lífi fyrir pólitískar skoðanir og starf,“ er haft eftir Sólveigu Önnu á vef Samstöðvarinnar. 

Samskipti grunaðra af Signal

Samskiptin sem borin voru undir Gunnar Smára og Sólveigu Önnu höfðu farið í gegnum dulkóðaða samskiptaforritið Signal. Í samtali við Stundina segist Gunnar Smári hafa fengið að sjá skilaboðin í síðustu viku. Þar hafi verið rætt um að myrða hann á veitingastað þar sem hann var að borða með fimmtán ára gamalli dóttur sinni. 

„Þarna voru lesin upp fyrir mig samskipti þar sem maðurinn talar um að vera inni í sama rými og ég, þar sem hann notar eitthvað orðalag svipað og því að vilja vera „packed“. Síðan var talað um að það að drepa mig og fleiri myndi verða til þess að þeir myndu fljúga inn á þing,“ segir Gunnar Smári. Að vera „packed“ vísar í þessu samhengi til þess að vera vopnaður. 

„Þarna voru lesin upp fyrir mig samskipti þar sem maðurinn talar um að vera inni í sama rými og ég, þar sem hann notar eitthvað orðalag svipað og því að vilja vera „packed“.“
Gunnar Smári Egilsson
formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands

Nýlega greindi Gunnar Smári frá hótunum sem honum bárust fyrr á árinu frá manni sem sagðist ætla að beita vopnum á Sósíalistaleiðtogann og fjölskyldu hans. Í hótun sinni til Gunnars Smára kallaði maðurinn sósíalista „siðblind helvíti“. 

Fáleg viðbrögð við hótunum

Frásögn Gunnar Smára opinberlega kom í kjölfar þess að rúður voru brotnar á skrifstofu flokksins í Reykjavík. Viðbrögð aðstoðarmanns dómsmálaráðherra vöktu athygli en hann sagði að kvart Gunnars Smára um haturorðræðu vera „eins og að síbrotamaður kvarti yfir því að einhver hafi stolið af honum einni krónu“. 

Gunnar Smári segir að samskiptin sem undir hann voru borin hafi minnt sig á talsmáta liðsmanna Proud boys í Bandaríkjunum. „Sem eru heilaþvegnir af því að sósíalismi sé uppruni alls ills og fólk sem heldur fram sósíalískum skoðunum sé utan við samfélagið og megi því skaða,“ segir Gunnar Smári.

„Svona er umræðan í þjóðfélaginu. Þegar ég sagði frá þessu kom aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og sagði að ég hefði kallað þetta yfir mig. Við erum komin í Trumpland. Þar sem stjórnmálamenn eru að senda svona skilaboð út í samfélagið. Þetta er sjúkt ástand.“

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (7)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Örn Ægir Reynisson skrifaði
    Þaulskipulögð leiksýning af byssuköllunum úr pólitíkinni sem alltaf eru að tala um hættu frá útlöndum Simmi sakborningur og fé lagar úgandabörnin vopnuð í leiðinni
    0
  • Örn Ægir Reynisson skrifaði
    Blóðuga víraða kommaleitismálið hva datt niður allur fréttaflutningur af sýningunni
    0
  • Örn Ægir Reynisson skrifaði
    Virðst vera frekar óvenjulegt glæpaleitismál frekar en öfgamenn frá útlöndum. Hvaða farsímanúmer skyldi vera á bakvið þessa uppákomu.
    0
  • Er sem sagt verið að sleppa þessum fuglum lausum?
    1
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Hugsanlegar tengingar við öfgahægrið virðast því varla langsóttar
    3
  • Jack Danielsson skrifaði
    "Þegar ég sagði frá þessu kom aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og sagði að ég hefði kallað þetta yfir mig. Við erum komin í Trumpland. Þar sem stjórnmálamenn eru að senda svona skilaboð út í samfélagið. Þetta er sjúkt ástand.“
    Sjallarnir ERU Trumpistar og haga sér eins og slíkir hvar sem þeir koma því við. Þetta fólk er gjörsamlega siðblint og á ekki að komast nálægt valdastöðum af nokkru tagi.
    4
  • Elisabet Einarsdottir skrifaði
    Viljum þið þennan veruleika gott fólk. Er ekki komin tími til að laga til í ykkar heimabúðum. Þið eruð öll ábyrg fyrir þessari firringu. Hægri öfl Íslands eru á hálum ís. Mér er brugðið. Hver vill þetta?
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hryðjuverkaógn á Íslandi

Skýrslutaka yfir föður ríkislögreglustjóra: „Ef þið bara hefðuð skoðað hver skyldmenni mín eru, þá hefðuð þið ekki komið hingað“
FréttirHryðjuverkaógn á Íslandi

Skýrslu­taka yf­ir föð­ur rík­is­lög­reglu­stjóra: „Ef þið bara hefð­uð skoð­að hver skyld­menni mín eru, þá hefð­uð þið ekki kom­ið hing­að“

Menn sem grun­að­ir eru um að hafa ver­ið að skipu­leggja hryðju­verka­árás hér á landi báru við yf­ir­heyrsl­ur að hálf­sjálf­virkt skot­vopn í þeirra fór­um væri feng­ið frá Guð­jóni Valdi­mars­syni, vopna­sala og föð­ur rík­is­lög­reglu­stjóra. Þá hefði Guð­jón keypt þrívídd­ar­prent­að skot­vopn af ein­um mann­anna. Guð­jón sagði við skýrslu­töku að ann­að hvort hefðu lög­reglu­menn ekki kynnt sér ætt­artengsl hans eða ver­ið væri að reyna að koma höggi á rík­is­lög­reglu­stjóra. Stund­in hef­ur skýrsl­una und­ir hönd­um.
Flest vopnanna sem haldlögð hafa verið í rannsókn á hryðjuverkaógn löglega skráð
FréttirHryðjuverkaógn á Íslandi

Flest vopn­anna sem hald­lögð hafa ver­ið í rann­sókn á hryðju­verka­ógn lög­lega skráð

Rík­is­lög­reglu­stjóri hef­ur sagt sig frá rann­sókn­inni vegna fjöl­skyldu­tengsla við ein­stak­ling sem hef­ur ver­ið nefnd­ur í tengsl­um við rann­sókn lög­reglu á ætl­aðri skipu­lagn­ingu hryðju­verka. Gæslu­varð­halds­úrskurð­ur yf­ir öðr­um mann­anna sem sit­ur í varð­haldi vegna máls­ins hef­ur ver­ið fram­lengd­ur um viku.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
5
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár