Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Hryðjuverkarannsókn: Ræddu um að myrða Sólveigu Önnu og Gunnar Smára

Menn­irn­ir tveir sem sitja í gæslu­varð­haldi grun­að­ir af lög­reglu um að leggja á ráð­in um hryðju­verk á Ís­landi ræddu um að drepa Sól­veigu Önnu Jóns­dótt­ur, formann Efl­ing­ar, og Gunn­ar Smára Eg­ils­son, formann fram­kvæmda­stjórn­ar Sósí­al­ista­flokks­ins.

Hryðjuverkarannsókn: Ræddu um að myrða Sólveigu Önnu og Gunnar Smára

Íslensku mennirnir tveir sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna gruns lögreglunnar um að þeir hafi lagt á ráðin um að fremja hryðjuverk ræddu sín á milli um að myrða Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, og Gunnar Smára Egilsson, formann framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands. Þau hafa bæði verið kölluð í skýrslutöku hjá embætti Héraðssaksókanara, sem fer með rannsókn málsins. 

Samkvæmt Samstöðinni, sem er fjölmiðill sem gefinn er út af aðilum tengdum Sósíalistaflokknum, voru þeim Sólveigu og Gunnari Smára sýnd samskipti mannanna þar sem rætt var um að myrða þau. „Auðvitað er óhugnanlegt að fá að vita að þessir menn hafi verið að smíða vopn og gæla við að taka mig af lífi fyrir pólitískar skoðanir og starf,“ er haft eftir Sólveigu Önnu á vef Samstöðvarinnar. 

Samskipti grunaðra af Signal

Samskiptin sem borin voru undir Gunnar Smára og Sólveigu Önnu höfðu farið í gegnum dulkóðaða samskiptaforritið Signal. Í samtali við Stundina segist Gunnar Smári hafa fengið að sjá skilaboðin í síðustu viku. Þar hafi verið rætt um að myrða hann á veitingastað þar sem hann var að borða með fimmtán ára gamalli dóttur sinni. 

„Þarna voru lesin upp fyrir mig samskipti þar sem maðurinn talar um að vera inni í sama rými og ég, þar sem hann notar eitthvað orðalag svipað og því að vilja vera „packed“. Síðan var talað um að það að drepa mig og fleiri myndi verða til þess að þeir myndu fljúga inn á þing,“ segir Gunnar Smári. Að vera „packed“ vísar í þessu samhengi til þess að vera vopnaður. 

„Þarna voru lesin upp fyrir mig samskipti þar sem maðurinn talar um að vera inni í sama rými og ég, þar sem hann notar eitthvað orðalag svipað og því að vilja vera „packed“.“
Gunnar Smári Egilsson
formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands

Nýlega greindi Gunnar Smári frá hótunum sem honum bárust fyrr á árinu frá manni sem sagðist ætla að beita vopnum á Sósíalistaleiðtogann og fjölskyldu hans. Í hótun sinni til Gunnars Smára kallaði maðurinn sósíalista „siðblind helvíti“. 

Fáleg viðbrögð við hótunum

Frásögn Gunnar Smára opinberlega kom í kjölfar þess að rúður voru brotnar á skrifstofu flokksins í Reykjavík. Viðbrögð aðstoðarmanns dómsmálaráðherra vöktu athygli en hann sagði að kvart Gunnars Smára um haturorðræðu vera „eins og að síbrotamaður kvarti yfir því að einhver hafi stolið af honum einni krónu“. 

Gunnar Smári segir að samskiptin sem undir hann voru borin hafi minnt sig á talsmáta liðsmanna Proud boys í Bandaríkjunum. „Sem eru heilaþvegnir af því að sósíalismi sé uppruni alls ills og fólk sem heldur fram sósíalískum skoðunum sé utan við samfélagið og megi því skaða,“ segir Gunnar Smári.

„Svona er umræðan í þjóðfélaginu. Þegar ég sagði frá þessu kom aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og sagði að ég hefði kallað þetta yfir mig. Við erum komin í Trumpland. Þar sem stjórnmálamenn eru að senda svona skilaboð út í samfélagið. Þetta er sjúkt ástand.“

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (7)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Örn Ægir Reynisson skrifaði
    Þaulskipulögð leiksýning af byssuköllunum úr pólitíkinni sem alltaf eru að tala um hættu frá útlöndum Simmi sakborningur og fé lagar úgandabörnin vopnuð í leiðinni
    0
  • Örn Ægir Reynisson skrifaði
    Blóðuga víraða kommaleitismálið hva datt niður allur fréttaflutningur af sýningunni
    0
  • Örn Ægir Reynisson skrifaði
    Virðst vera frekar óvenjulegt glæpaleitismál frekar en öfgamenn frá útlöndum. Hvaða farsímanúmer skyldi vera á bakvið þessa uppákomu.
    0
  • Er sem sagt verið að sleppa þessum fuglum lausum?
    1
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Hugsanlegar tengingar við öfgahægrið virðast því varla langsóttar
    3
  • Jack Danielsson skrifaði
    "Þegar ég sagði frá þessu kom aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og sagði að ég hefði kallað þetta yfir mig. Við erum komin í Trumpland. Þar sem stjórnmálamenn eru að senda svona skilaboð út í samfélagið. Þetta er sjúkt ástand.“
    Sjallarnir ERU Trumpistar og haga sér eins og slíkir hvar sem þeir koma því við. Þetta fólk er gjörsamlega siðblint og á ekki að komast nálægt valdastöðum af nokkru tagi.
    4
  • Elisabet Einarsdottir skrifaði
    Viljum þið þennan veruleika gott fólk. Er ekki komin tími til að laga til í ykkar heimabúðum. Þið eruð öll ábyrg fyrir þessari firringu. Hægri öfl Íslands eru á hálum ís. Mér er brugðið. Hver vill þetta?
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hryðjuverkaógn á Íslandi

Skýrslutaka yfir föður ríkislögreglustjóra: „Ef þið bara hefðuð skoðað hver skyldmenni mín eru, þá hefðuð þið ekki komið hingað“
FréttirHryðjuverkaógn á Íslandi

Skýrslu­taka yf­ir föð­ur rík­is­lög­reglu­stjóra: „Ef þið bara hefð­uð skoð­að hver skyld­menni mín eru, þá hefð­uð þið ekki kom­ið hing­að“

Menn sem grun­að­ir eru um að hafa ver­ið að skipu­leggja hryðju­verka­árás hér á landi báru við yf­ir­heyrsl­ur að hálf­sjálf­virkt skot­vopn í þeirra fór­um væri feng­ið frá Guð­jóni Valdi­mars­syni, vopna­sala og föð­ur rík­is­lög­reglu­stjóra. Þá hefði Guð­jón keypt þrívídd­ar­prent­að skot­vopn af ein­um mann­anna. Guð­jón sagði við skýrslu­töku að ann­að hvort hefðu lög­reglu­menn ekki kynnt sér ætt­artengsl hans eða ver­ið væri að reyna að koma höggi á rík­is­lög­reglu­stjóra. Stund­in hef­ur skýrsl­una und­ir hönd­um.
Flest vopnanna sem haldlögð hafa verið í rannsókn á hryðjuverkaógn löglega skráð
FréttirHryðjuverkaógn á Íslandi

Flest vopn­anna sem hald­lögð hafa ver­ið í rann­sókn á hryðju­verka­ógn lög­lega skráð

Rík­is­lög­reglu­stjóri hef­ur sagt sig frá rann­sókn­inni vegna fjöl­skyldu­tengsla við ein­stak­ling sem hef­ur ver­ið nefnd­ur í tengsl­um við rann­sókn lög­reglu á ætl­aðri skipu­lagn­ingu hryðju­verka. Gæslu­varð­halds­úrskurð­ur yf­ir öðr­um mann­anna sem sit­ur í varð­haldi vegna máls­ins hef­ur ver­ið fram­lengd­ur um viku.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
9
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
5
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár