Við Tverskæja breiðgötuna í Moskvu, innan við kílómetra frá Rauða torginu, var til skamms tíma georgískt veitingahús sem Aragvi hét. Á tímum Sovétríkjanna var þetta eitt fínasta og dýrasta veitingahús Moskvu og eftirlætisstaður elítunnar. Þangað var líka boðið útlenskum sendimönnum og kaupsýslumönnum sem Sovétmenn vildu ganga í augun á. Sumarið 1941 átti sér þar stað leynilegur fundur tveggja manna og fór hann ekki hátt, hvorki þá né síðar. Margt er og á huldu um þennan fund, ekki síst raunverulegan tilgang hans. En sá möguleiki er fyrir hendi að þessi fundur hefði getað orðið einn sá örlagaríkasti í sögu 20. aldar og breytt gersamlega gangi sögunnar.
Það er ekki alveg ljóst hvenær mennirnir tveir hittust. Það skiptir máli þó ekki sé pláss til að fjalla um þá hlið málsins hér. En það var þó áreiðanlega eftir að Þjóðverjar og bandamenn þeirra hófu innrás í Sovétríkin 22. júní.
Forsaga innrásarinnar skiptir hér …
Athugasemdir (2)