Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ríkissáttasemjari: Lagði tillöguna fram og kynnti hana sem ákvörðun án kosts á samráði

Í grein­ar­gerð Efl­ing­ar fyr­ir Fé­lags­dómi er því hald­ið fram að Efl­ingu hafi aldrei gef­ist tæki­færi á að ræða miðl­un­ar­til­lögu rík­is­sátta­semj­ara held­ur hafi hún ver­ið kynnt sem ákvörð­un sem bú­ið væri að taka. Efl­ing tel­ur það í and­stöðu við lög um stétt­ar­fé­lög og vinnu­deil­ur.

<span>Ríkissáttasemjari:</span> Lagði tillöguna fram og kynnti hana sem ákvörðun án kosts á samráði
Mótmælti harðlega Sólveig Anna mótmælti framgöngu Aðalsteins Leifssonar ríkissáttasemjara harðlega þegar á fundinum þar sem hann kynnti henni að hann myndi leggja fram miðlunartillögu. Mynd: Bára Huld Beck

Efling-stéttarfélag segir rangt að ríkissáttasemjari hafi kynnt áform um framlagningu miðlunartillögu á fundi með samninganefnd félagsins, og þá hafi enginn kostur á ábendingum eða athugasemdum verið gefinn. Ekkert slíkt samtal hafi átt sér stað heldur hafi ríkissáttasemjari lagt fram ákvörðun sína um framlagningu tillögunnar, strax í upphafi fundar að morgni 26. janúar.

Samkvæmt lýsingu í greinargerð Eflingar fyrir Félagsdómi, vegna stefnu Samtaka atvinnulífsins á hendur stéttarfélaginu, afhenti Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari tvö skrifleg og undirrituð skjöl, annars vegar skjal sem bar heitið Miðlunartillaga ríkissáttasemjara í kjaradeilu Eflingar-stéttarfélag og Samtaka atvinnulífsins, og hins vegar skjal sem bar heitið Framkvæmd og fyrirkomulag atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu ríkissáttasemjari. „Um leið upplýsti ríkissáttasemjari að í skjölunum fælust ákvarðanir sem hann hefði þegar tekið,“ segir í greinargerðinni.

Þetta, heldur Efling fram, er í andstöðu við lög. Samkvæmt lögum im stéttarfélög og vinnudeilur er sáttasemjara skyld að ráðgast við samninganefndir aðila áður en hann ber fram miðlunartillögu. Það hafi hann ekki gert, í það minnsta ekki gagnvart Eflingu.

„Um leið upplýsti ríkissáttasemjari að í skjölunum fælust ákvarðanir sem hann hefði þegar tekið“
úr greinargerð Eflingar fyrir Félagsdómi

Samkvæmt því sem rakið er í greinargerðinni mótmælti Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og formaður samninganefndar stéttarfélagsins, ákvörðunum ríkissáttasemjara á fundinum. Taldi hún þær ólögmætar, ósanngjarnar og að þær myndu ekki skapa sátt. Þá mótmæli Sólveig Anna því sérstaklega að miðlunartillagan væri samhljóða þeim samningi sem Samtök atvinnulífsins vildu gera en ekkert tillit væri tekið til sjónarmiða Eflingar.

Boðaði til blaðamannafundar áður en fundað var með deiluaðilum

Þá er tilgreint að ríkissáttasemjari hafi boðað blaðamenn til fundar við sig klukkan 11:00 sama dag og það hafi hann gert áður en fundir hófust með Eflingu og Samtökum atvinnulífsins. „Þannig hafði ríkissáttasemjari tilkynnt blaðamönnum að tíðinda væri að vænta áður en stefnda [Eflingu] var tilkynnt um ákvörðun ríkissáttasemjara um miðlunartillögu.“

Efling mótmælti sem fyrr segir framlagningu miðlunartillögunnar á fundinum og einnig með tilkynningu að honum loknum. Í samskiptum sem síðar fóru fram milli aðila mótmælti Efling því að lagaákvæði stæðu til þess að ríkissáttasemjari annaðist framkvæmd kosninga um miðlunartillöguna, að ekki væru til staðar lög sem skylduðu stéttarfélög til að afhenda kjörskrá og að ekki væri sýnt fram á að til staðar væru lagaskilyrði fyrir vinnslu persónuupplýsinga félagsmanna Eflingar.

Í bréfi ríkissáttasemjara 27. janúar kom fram, samkvæmt því sem segir í greinargerðinni, breytt afstaða hans. Þar mun hann hafa haldið því fram að embætti ríkissáttasemjara hafi aldrei ætlað sér að framkvæma kosningu um miðlunartillöguna heldur hafi hann gert ráð fyrir því að Efling gerði það. Efling hefði átt að vera ábyrgðaraðili vinnslu persónuupplýsinga. Þá sagði í bréfi ríkissáttasemjara að hann hefði gert ráð fyrir að Advania yrði vinnsluaðili, fyrir hönd embættisins, og að lokum hafi ríkissáttasemjari gert ráð fyrir að Efling og Advania gerðu vinnslusamning sín á milli.

„Þrátt fyrir þessa lýsingu ríkissáttasemjara á því hvernig hann hefði ráðgert atkvæðagreiðsluna, barst stefnda nánast í beinu framhaldi fyrirkall frá Héraðsdómi Reykjavíkur vegna kröfu ríkissáttasemjara um að kjörskrá félagsins miðað við 26. janúar yrði afhent honum með beinni aðfararaðgerð,“ segir svo í greinargerð Eflingar.

Ræddi við aðra en ekki Eflingu

Í greinargerðinni er vísað til þess að í fjölmiðlum hafi komið fram að ríkissáttasemjari hafi rætt miðlunartillöguna við aðra en Eflingu áður en hún var kynnt stéttarfélaginu. Er væntanlega verið að vísa til fréttar Heimildarinnar frá 27. janúar þar sem greint var frá því að Sólveig Anna hefði fengið vitneskju 25. janúar um að ríkissáttasemjari hefði þá verið að ræða við aðila ótengda Eflingu um að hann væri að vinna að miðlunartillögu í kjaradeilunni. Í ofanálag, segir í greinargerðinni, hafi Efling haft af því spurnir að ríkissáttasemjari hafi rætt tillöguna við mun fleiri, meðal annar fulltrúa annarra aðila vinnumarkaðarins.

Efling krefst þess að kröfum Samtaka atvinnulífsins verði vísað frá dómi sökum þess að hún sé ótæk. Næði hún fram að ganga myndi krafan koma í veg fyrir að Eflingarfélagar gætu nýtt sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn, að grípa til verkfalla í kjaradeilu, þar til niðurstaða læti fyrir í atkvæðagreiðslu um miðlunartillöguna. Grundvöllur málatilbúnaðar Samtakanna sé að með því að miðlunartillaga hafi verið lögð fram sé ólögmætt að boða vinnustöðvun. Á það fellst Efling ekki og segir slíka reglu hvergi koma fram í lögum eða lögskýringargögnum.

Kjósa
28
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Það er augljóst að miðlunartillagan er lögbrot enda var ekkert samráð haft eins og tilskilið er í lögum.
    Auk þess er með tillögunni verið að taka af Eflingu réttinn til að semja og til að fara í verkfall. Einnig er ljóst að tillagan er ekki miðlunartillaga þar sem hún fer eingöngu eftir vilja SA en vilji Eflingar er algjörlega hunsaður.
    Nú er spurning hvort dómarar láti réttlætið eða flokksskírteinið ráða dómsniðurstöðunni.
    1
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Ríkissáttasemjari hefur auglýst sinn innri mann, Hann er í liði með elítunni sem stjórnar hér.

    Er það þjóðhagslega hagkvæmt að viðhalda fátækt. Þeir félagar AL og HBÞ vinna alla vega skv. því.
    3
  • Hlynur Vilhjálmsson skrifaði
    Ríkinu er stjórnað af Sjálfstæðismönnum. Sjálfstæðismenn eru glæpalýður.
    4
  • Sigurður Sigurðsson skrifaði
    Óbreytt en kallar það miðlunartillögu?
    6
  • Guðjón Halldórsson skrifaði
    Kannski ruglaðist bara Aðalsteinn á orðum;
    Varast skyldi að rugla saman sögnunum ráðgast og ráðskast.
    1) Sögnin ráðgast merkir: leita ráða. Ráðgast við einhvern, þ.e. leita ráða hjá einhverjum.
    2) Sögnin ráðskast merkir: stjórna, ráða. Ráðskast með einhvern, þ.e. stjórna einhverjum.
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Kjaradeila Eflingar og SA

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
6
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár