Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ríkissáttasemjari: Skipaði Eflingu að afhenda kjörskrá en átti eftir að semja um vinnsluna

Rík­is­sátta­semj­ari fyr­ir­skip­aði Efl­ingu að af­henda kjör­skrá þeg­ar hann kynnti stétt­ar­fé­lag­inu miðl­un­ar­til­lögu. Dag­inn eft­ir lýsti hann því hins veg­ar yf­ir að að­eins hefði ver­ið um til­mæli að ræða. Áð­ur en Efl­ing gat brugð­ist við hafði rík­is­sátta­semj­ari svo stefnt fé­lag­inu fyr­ir dóm­stóla og kraf­ist af­hend­ing­ar kjör­skrár. Tíma­lína at­burða er rak­in hér.

<span>Ríkissáttasemjari:</span> Skipaði Eflingu að afhenda kjörskrá en átti eftir að semja um vinnsluna
Segir afstöðu SA fráleita Sólveig Anna segir þá afstöðu Samtaka atvinnulífsins að um leið og miðlunartillaga sé komin fram sé jafnframt komin á friðarskylda ótrúlega langsótta. Mynd: Bára Huld Beck

Efling hefur engin svör fengið frá ríkissáttasemjara við ítrekuðum kröfum sínum um að fá afhent þau gögn og yfirlit um samskipti ríkissáttasemjara í aðdraganda þess að hann lagði fram miðlunartillögu í deilu stéttarfélagsins við Samtök atvinnulífsins. Hið sama er að segja um ítrekuð erindi til félags- og vinnumarkaðsráðherra er lúta að stjórnsýslukæru Eflingar og þeirrar kröfu að réttaráhrifum miðlunartillögu ríkissáttasemjara verði frestað meðan stjórnsýslukæran er til meðferðar.

Hér að neðan má sjá tímalínu atburða í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins með aðkomu ríkissáttasemjara.

Fyrirmæli urðu að tilmælum og svo að aðfararbeiðni

Í bréfi Eflingar til ríkissáttasemjara þar sem kröfur stéttarfélagsins voru ítrekaðar og sent var í gær, kemur fram að ríkissáttasemjari hafi birt stéttarfélaginu fyrirmæli 26. janúar þess efnis að láta upplýsingafyrirtækinu Advania í té kjörskrá sína fyrir klukkan 16:00 þann dag. Við því varð Efling ekki. Um hádegisbil daginn eftir barst Eflingu bréf frá ríkisáttasemjara þar sem kemur fram að um „tilmæli“ hafi verið að ræða og ekki hafi verið gert ráð fyrir að félagatal Eflingar yrði afhent embætti ríkissáttasemjara. Embættið hafi ekki ætlað sér að vinna með þær viðkvæmu persónuupplýsingar sem þar kæmu fram heldur hefði verið ráðgert að Efling sjálf bæri miðlunartillöguna undir félagsmenn sína.

Í bréfi Eflingar segir svo: „Þrátt fyrir þessa breyttu afstöðu, og áður en félaginu gafst nokkuð tækifæri til að bregðast við henni, barst því fyrirkall frá Héraðsdómi Reykjavíkur vegna framkominnar kröfu embættisins þess efnist að kjörskrá félagsins yrði afhent embættinu eða því veittur aðgangur að henni með beinni aðför.“ Í þeirri aðfararbeiðni var miðað við að embættið fengi kjörskránna afhenta og ynni sem ábyrgðaraðili með þær persónuupplýsingar sem hún hefði að geyma. Þá fylgdi með afrit af vinnslusamningi milli Advania og embættisins um vinnslu persónuupplýsinga. Athygli vekur að sá samningur virðist hafa verið undirritaður klukkan 10:23 27. janúar, daginn eftir að ríkissáttasemjari hafði fyrirskipað Eflingu að afhenda kjörskránna til Advania.

Segja mjög nauðsynlegt að réttaráhrifum verði frestað

Efling sendi einnig erindi á félags- og vinnumarkaðsráðherra í gær. Þar er áréttað að stéttarfélagið telji miðlunartillögu ríkissáttasemjara ólögmæta en engu að síður reyni embættið að þvinga fram kosningu um hana „samkvæmt kosningareglum sem veita kjósentum enga raunhæfa möguleika á því að fella hana“. Því myndu réttaráhrif miðlunartillögunnar óhjákvæmilega fela í sér að þvingaða niðurstöðu kjaradeilunnar, verði þeim ekki frestað meðan tekist er á um lögmæti miðlunartillögunnar.

Í erindinu er farið fram á að ráðuneytið hraði meðferð málsins, enda sé það í hendi þess. Ríkir hagsmunir séu þar í húfi.

„Að miðlunartillaga sé bara hið sama og undirritaður kjarasamningur og hafi sömu áhrif er ótrúlega langsótt“

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir við Heimildina að engin svör hafi borist, hvorki frá ríkissáttasemjara né frá félags- og vinnumálaráðherra. „Hann [ríkissáttasemjari] hefur móttekið þetta, hann móttók líka fyrri kröfur, en það hafa engin svör komið. Þegar ég sendi ítrekun á ríkissáttasemjara í gær þá lét ég afrit fylgja á umboðsmann alþingis einnig. Við höfum heldur ekki fengið nein svör frá ráðuneytinu vegna stjórnsýslukærunnar og við ítrekuðum hana í gær.“

Sólveig Anna segir að nú sé verið að undirbúa vörn Eflingar, bæði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og fyrir félagsdómi. „Þetta er algjörlega fráleitt. Sú afstaða sem Samtök atvinnulífsins setja fram í stefnu sinni er að um leið og ríkissáttasemjari hafi lagt fram miðlunartillögu sé komin friðarskylda. Þar með sé vinnudeila ekki lengur í gangi og af því leiði að við megum ekki fara í verkföll, að við megum ekki láta kjósa og ekki ganga til atkvæða um verkföll. Að miðlunartillaga sé bara hið sama og undirritaður kjarasamningur og hafi sömu áhrif er ótrúlega langsótt.“

Tímalína

Atburðarásin í kjaradeilu Eflingar og SA

10. janúar 2023

Efling slítur viðræðum við Samtök atvinnulífsins.

22. janúar 2023

Samninganefnd Eflingar samþykkir verkfallsboðun félagsmanna sem starfar hjá Íslandshótelum.

26. janúar 2023

Eflingu birt ákvörðun ríkissáttasemjara um framlagningu miðlunartillögu. Eflingu jafnframt birt fyrirmæli um að afhenda Advania kjörskrá fyrir klukkan 16:00.

26. janúar 2023

Ríkissáttasemjari kynnir framlagningu miðlunartillögunnar á blaðamannafundi.

26. janúar 2023

Ríkissáttasemjari vísar fullyrðingum Eflingar um ólögmæti miðlunartillögunnar á bug.

26. janúar 2023

Ríkissáttasemjari ítrekar fyrirmæli um afhendingu kjörskrár. Eflingu veittur frestur til 20:00

26. janúar 2023

Stjórn Eflingar lýsir yfir vantrausti á ríkissáttasemjara.

26. janúar 2023

Efling krefst þess að fá allar upplýsingar um samskipti ríkissáttasemjara við deiluaðila og aðra í tengslum við ákvarðanatöku um framlagningu miðlunartillögunnar.

26. janúar 2023

Efling krefst þess að fá allar upplýsingar um samskipti ríkissáttasemjara við deiluaðila og aðra í tengslum við ákvarðanatöku um framlagningu miðlunartillögunnar.

27. janúar 2023

Efling ítrekar kröfu sína um að fá afhentar upplýsingar um samskipti ríkissáttasemjara.

27. janúar 2023

Vinnslusamningur milli Advania og ríkissáttasemjara undirritaður.

27. janúar 2023

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir í samtali við Heimildina að félagið muni ekki afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá sína.

27. janúar 2023

Ríkissáttasemjari sendir Eflingu bréf þar sem sagt er að um tilmæli hafi verið að ræða er varðar afhendingu kjörskrár. Ekki hafi verið ráðgert að félagatal yrði afhent embætti ríkissaksóknara heldur hefði verið ráðgert að félagið sjálft bæri miðlunartillöguna undir félagsmenn.

27. janúar 2023

Eflingu berst fyrirkall frjá Héraðsdómi Reykjavíkur vegna kröfu ríkissáttasemjara um að fá kjörskrá Eflingar afhenta með aðfararbeiðni.

28. janúar 2023

Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun á Íslandshótelum hefst.

30. janúar 2023

Fyrirtaka aðfararbeiðnar ríkissáttasemjara fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. Eflingu veittur frestur til 3. febrúar til að skila greinargerð um varnir sínar í málinu.

30. janúar 2023

Efling leggur fram stjórnsýslukæru til félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins vegna miðlunartillögunnar og krefst þess að hún verði felld úr gildi. Þess er krafist að réttaráhrifum miðlunartillögunnar verði frestað meðan að stjórnsýslukæran er til meðferðar.

30. janúar 2023

Félagsmenn Eflingar á Íslandshótelum samþykkja verkfall.

31. janúar 2023

Eflinga ítrekar kröfu sína um að fá afhent gögn og upplýsingar um samskipti ríkissáttasemjara í aðdraganda þess að miðlunartillagan var lögð fram.

31. janúar 2023

Efling ítrekar kröfu sína til félags- og vinnumarkaðsráðherra um að réttaráhrifum miðlunartillögunnar verði frestað meðan stjórnsýslukæra er til meðferðar.

31. janúar 2023

Samninganefnd Eflingar samþykkir að boða til verkfalla félagsmanna á Berjaya hótelkeðjunni, á Reykjavík Edition hótelinu, hjá vörubifreiðastjórum Samskipa og hjá starfsmönnum Oludreifingar og Skeljungs.

31. janúar 2023

Atkvæðagreiðslur um verkfallsboðanir hefjast og eiga að standa til klukkan 18:00 7. febrúar. Ef þær verða samþykktar hefjast verkföll 15. febrúar.

31. janúar 2023

Samtök atvinnulífsins stefna Eflingu fyrir félagsdóm vegna niðurstöðu atkvæðagreiðslu um verkfall á Íslandshótelum.

31. janúar 2023

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki taka efnislega afstöðu til miðlunartillögu ríkissáttasemjara.

31. janúar 2023

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sendir forsætisráðherra bréf þar sem hún óskar eftir fundi og að forsætisráðherra deili með henni þeirri ráðgjöf sem hún segist hafa fengið um að miðlunartillaga ríkissáttasemjara sé lögleg.

3. febrúar 2023

Stefna Samtaka atvinnulífsins fyrir félagsdómi tekin til meðferðar.

3. febrúar 2023

Málflutningur fer fram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur um aðfararkröfu ríkissáttasemjara á hendur Eflingu.

Kjósa
34
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • S
  skalp skrifaði
  Þessi umfjöllun virðist fyrst og fremst byggð á samskiptum við formann Eflingar. Mótrök annarra aðila málsins ekki tíunduð.
  -2
 • Rögnvaldur Óskarsson skrifaði
  Gott hjá Sólveigu Önnu að kalla Katrínu Jakobs á teppið og krefjast skýringa á orðum hennar um sérfræðinga í miðlunartilögum.
  2
 • Svokallaður sáttasemjari hefur ekkert boðvald yfir Eflingu og skipanir hans um afhendingu gagna í eigu Eflingar eru fullkomlega marklausar. Svo er það Efling sem á að bera samþykktir, tillögur, samninga, ofl. undir sína félagsmenn en ekki einhver sjálfskipaður einræðisherra úti í bæ.
  2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Kjaradeila Eflingar og SA

Mest lesið

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Illugi Jökulsson
5
Pistill

Illugi Jökulsson

Sagði Kissin­ger að ban­vænt væri að vera vin­ur Banda­ríkj­anna?

Gam­all prest­ur (sem kall­ar sig reynd­ar „pastor emer­it­us“) skrif­ar grein í Morg­un­blað­ið til stuðn­ings stríði Pút­ins Rúss­lands­for­seta í Úkraínu. Hann kenn­ir Banda­ríkja­mönnum­um um það stríð eins og fleira í heimi hér; þeir hafi att Úkraínu­mönn­um út í stríð­ið og vitn­ar í því sam­bandi við orða Henry Kissin­gers:„Það má vera hættu­legt að eiga Banda­rík­in að óvini en að eiga þau að...
„Áhyggjuefni hvað langtímaveikindi innan blaðamannastéttarinnar hafa aukist mikið“
8
Fréttir

„Áhyggju­efni hvað lang­tíma­veik­indi inn­an blaða­manna­stétt­ar­inn­ar hafa auk­ist mik­ið“

Til þess að rétta af bága fjár­hags­stöðu Styrkt­ar­sjóðs blaða­manna hef­ur Blaða­manna­fé­lag­ið ákveð­ið að breyta út­hlut­un­ar­regl­um sjóðs­ins. Halla­rekst­ur­inn er rak­inn til fjölg­un­ar um­sókna um sjúkra­daga­pen­inga. Í til­kynn­ingu seg­ir að fé­lag­ið hafi mikl­ar áhyggj­ur af aukn­um lang­tíma­veik­ind­um með­al blaða­manna sem rekja megi til óvið­un­andi starfs­að­stæðna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Jesús Kristur breytti lífinu
2
Fólkið í borginni

Jesús Krist­ur breytti líf­inu

Kurt­eis og mjúk­máll ung­ur mað­ur sit­ur á brún­um bekk á Hlemmi. Hann bend­ir sessu­nauti sín­um á að strætó­inn hans sé kom­inn. Sá tek­ur úr sér heyrn­ar­tól­in og þakk­ar fyr­ir. Ungi mað­ur­inn sem sit­ur eft­ir bros­andi tal­ar ís­lensku með ör­litl­um hreim, en orða­forð­inn er áber­andi góð­ur. Hann er með barm­merki sem á stend­ur: Öld­ung­ur Matt­son. Hann seg­ir blaða­manni frá því hvað varð til þess að hann komst á þenn­an stað.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
4
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Bankarnir búnir með alla sénsa - peningaþvættisvarnir í ólestri
7
FréttirPeningaþvætti

Bank­arn­ir bún­ir með alla sénsa - pen­inga­þvættis­varn­ir í ólestri

Tæp­lega 600 millj­ón króna sátt Ís­lands­banka við yf­ir­völd vegna ónógra pen­inga­þvættis­varna er til marks um að bæði séu séns­ar eft­ir­lits­að­ila á þrot­um og að mun hærri sekt­ir verði lagð­ar á fyr­ir­tæki en áð­ur. Ari­on banki er næst­ur, en óljóst er hversu há sú sekt verð­ur. Fyr­ir tveim­ur ár­um greiddi Salt­Pay rúm­lega tíu sinn­um lægri sekt fyr­ir mun al­var­legri brot.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
7
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
8
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.
Tugir fyrirtækja töldu rangt fram til að fá hærri styrki í „draumalandi nýsköpunarmanna“
10
Greining

Tug­ir fyr­ir­tækja töldu rangt fram til að fá hærri styrki í „draumalandi ný­sköp­un­ar­manna“

Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­in, Al­þjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn og Skatt­ur­inn hafa öll bent á að eft­ir­liti með út­greiðslu ný­sköp­un­ar­styrkja úr rík­is­sjóði, sem voru 1,3 millj­arð­ar króna fyr­ir nokkr­um ár­um en verða 24 millj­arð­ar króna ár­ið 2029, væri veru­lega ábóta­vant. Skatt­ur­inn hef­ur þeg­ar spar­að rík­is­sjóði 210 millj­ón­ir króna með því að gera gjalda­breyt­ing­ar hjá 27 að­il­um sem töldu fram ann­an kostn­að en ný­sköp­un til að fá styrki úr rík­is­sjóði. Einn starfs­mað­ur sinn­ir eft­ir­liti með mála­flokkn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu