Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ríkissáttasemjari: Skipaði Eflingu að afhenda kjörskrá en átti eftir að semja um vinnsluna

Rík­is­sátta­semj­ari fyr­ir­skip­aði Efl­ingu að af­henda kjör­skrá þeg­ar hann kynnti stétt­ar­fé­lag­inu miðl­un­ar­til­lögu. Dag­inn eft­ir lýsti hann því hins veg­ar yf­ir að að­eins hefði ver­ið um til­mæli að ræða. Áð­ur en Efl­ing gat brugð­ist við hafði rík­is­sátta­semj­ari svo stefnt fé­lag­inu fyr­ir dóm­stóla og kraf­ist af­hend­ing­ar kjör­skrár. Tíma­lína at­burða er rak­in hér.

<span>Ríkissáttasemjari:</span> Skipaði Eflingu að afhenda kjörskrá en átti eftir að semja um vinnsluna
Segir afstöðu SA fráleita Sólveig Anna segir þá afstöðu Samtaka atvinnulífsins að um leið og miðlunartillaga sé komin fram sé jafnframt komin á friðarskylda ótrúlega langsótta. Mynd: Bára Huld Beck

Efling hefur engin svör fengið frá ríkissáttasemjara við ítrekuðum kröfum sínum um að fá afhent þau gögn og yfirlit um samskipti ríkissáttasemjara í aðdraganda þess að hann lagði fram miðlunartillögu í deilu stéttarfélagsins við Samtök atvinnulífsins. Hið sama er að segja um ítrekuð erindi til félags- og vinnumarkaðsráðherra er lúta að stjórnsýslukæru Eflingar og þeirrar kröfu að réttaráhrifum miðlunartillögu ríkissáttasemjara verði frestað meðan stjórnsýslukæran er til meðferðar.

Hér að neðan má sjá tímalínu atburða í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins með aðkomu ríkissáttasemjara.

Fyrirmæli urðu að tilmælum og svo að aðfararbeiðni

Í bréfi Eflingar til ríkissáttasemjara þar sem kröfur stéttarfélagsins voru ítrekaðar og sent var í gær, kemur fram að ríkissáttasemjari hafi birt stéttarfélaginu fyrirmæli 26. janúar þess efnis að láta upplýsingafyrirtækinu Advania í té kjörskrá sína fyrir klukkan 16:00 þann dag. Við því varð Efling ekki. Um hádegisbil daginn eftir barst Eflingu bréf frá ríkisáttasemjara þar sem kemur fram að um „tilmæli“ hafi verið að ræða og ekki hafi verið gert ráð fyrir að félagatal Eflingar yrði afhent embætti ríkissáttasemjara. Embættið hafi ekki ætlað sér að vinna með þær viðkvæmu persónuupplýsingar sem þar kæmu fram heldur hefði verið ráðgert að Efling sjálf bæri miðlunartillöguna undir félagsmenn sína.

Í bréfi Eflingar segir svo: „Þrátt fyrir þessa breyttu afstöðu, og áður en félaginu gafst nokkuð tækifæri til að bregðast við henni, barst því fyrirkall frá Héraðsdómi Reykjavíkur vegna framkominnar kröfu embættisins þess efnist að kjörskrá félagsins yrði afhent embættinu eða því veittur aðgangur að henni með beinni aðför.“ Í þeirri aðfararbeiðni var miðað við að embættið fengi kjörskránna afhenta og ynni sem ábyrgðaraðili með þær persónuupplýsingar sem hún hefði að geyma. Þá fylgdi með afrit af vinnslusamningi milli Advania og embættisins um vinnslu persónuupplýsinga. Athygli vekur að sá samningur virðist hafa verið undirritaður klukkan 10:23 27. janúar, daginn eftir að ríkissáttasemjari hafði fyrirskipað Eflingu að afhenda kjörskránna til Advania.

Segja mjög nauðsynlegt að réttaráhrifum verði frestað

Efling sendi einnig erindi á félags- og vinnumarkaðsráðherra í gær. Þar er áréttað að stéttarfélagið telji miðlunartillögu ríkissáttasemjara ólögmæta en engu að síður reyni embættið að þvinga fram kosningu um hana „samkvæmt kosningareglum sem veita kjósentum enga raunhæfa möguleika á því að fella hana“. Því myndu réttaráhrif miðlunartillögunnar óhjákvæmilega fela í sér að þvingaða niðurstöðu kjaradeilunnar, verði þeim ekki frestað meðan tekist er á um lögmæti miðlunartillögunnar.

Í erindinu er farið fram á að ráðuneytið hraði meðferð málsins, enda sé það í hendi þess. Ríkir hagsmunir séu þar í húfi.

„Að miðlunartillaga sé bara hið sama og undirritaður kjarasamningur og hafi sömu áhrif er ótrúlega langsótt“

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir við Heimildina að engin svör hafi borist, hvorki frá ríkissáttasemjara né frá félags- og vinnumálaráðherra. „Hann [ríkissáttasemjari] hefur móttekið þetta, hann móttók líka fyrri kröfur, en það hafa engin svör komið. Þegar ég sendi ítrekun á ríkissáttasemjara í gær þá lét ég afrit fylgja á umboðsmann alþingis einnig. Við höfum heldur ekki fengið nein svör frá ráðuneytinu vegna stjórnsýslukærunnar og við ítrekuðum hana í gær.“

Sólveig Anna segir að nú sé verið að undirbúa vörn Eflingar, bæði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og fyrir félagsdómi. „Þetta er algjörlega fráleitt. Sú afstaða sem Samtök atvinnulífsins setja fram í stefnu sinni er að um leið og ríkissáttasemjari hafi lagt fram miðlunartillögu sé komin friðarskylda. Þar með sé vinnudeila ekki lengur í gangi og af því leiði að við megum ekki fara í verkföll, að við megum ekki láta kjósa og ekki ganga til atkvæða um verkföll. Að miðlunartillaga sé bara hið sama og undirritaður kjarasamningur og hafi sömu áhrif er ótrúlega langsótt.“

Tímalína

Atburðarásin í kjaradeilu Eflingar og SA

10. janúar 2023

Efling slítur viðræðum við Samtök atvinnulífsins.

22. janúar 2023

Samninganefnd Eflingar samþykkir verkfallsboðun félagsmanna sem starfar hjá Íslandshótelum.

26. janúar 2023

Eflingu birt ákvörðun ríkissáttasemjara um framlagningu miðlunartillögu. Eflingu jafnframt birt fyrirmæli um að afhenda Advania kjörskrá fyrir klukkan 16:00.

26. janúar 2023

Ríkissáttasemjari kynnir framlagningu miðlunartillögunnar á blaðamannafundi.

26. janúar 2023

Ríkissáttasemjari vísar fullyrðingum Eflingar um ólögmæti miðlunartillögunnar á bug.

26. janúar 2023

Ríkissáttasemjari ítrekar fyrirmæli um afhendingu kjörskrár. Eflingu veittur frestur til 20:00

26. janúar 2023

Stjórn Eflingar lýsir yfir vantrausti á ríkissáttasemjara.

26. janúar 2023

Efling krefst þess að fá allar upplýsingar um samskipti ríkissáttasemjara við deiluaðila og aðra í tengslum við ákvarðanatöku um framlagningu miðlunartillögunnar.

26. janúar 2023

Efling krefst þess að fá allar upplýsingar um samskipti ríkissáttasemjara við deiluaðila og aðra í tengslum við ákvarðanatöku um framlagningu miðlunartillögunnar.

27. janúar 2023

Efling ítrekar kröfu sína um að fá afhentar upplýsingar um samskipti ríkissáttasemjara.

27. janúar 2023

Vinnslusamningur milli Advania og ríkissáttasemjara undirritaður.

27. janúar 2023

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir í samtali við Heimildina að félagið muni ekki afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá sína.

27. janúar 2023

Ríkissáttasemjari sendir Eflingu bréf þar sem sagt er að um tilmæli hafi verið að ræða er varðar afhendingu kjörskrár. Ekki hafi verið ráðgert að félagatal yrði afhent embætti ríkissaksóknara heldur hefði verið ráðgert að félagið sjálft bæri miðlunartillöguna undir félagsmenn.

27. janúar 2023

Eflingu berst fyrirkall frjá Héraðsdómi Reykjavíkur vegna kröfu ríkissáttasemjara um að fá kjörskrá Eflingar afhenta með aðfararbeiðni.

28. janúar 2023

Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun á Íslandshótelum hefst.

30. janúar 2023

Fyrirtaka aðfararbeiðnar ríkissáttasemjara fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. Eflingu veittur frestur til 3. febrúar til að skila greinargerð um varnir sínar í málinu.

30. janúar 2023

Efling leggur fram stjórnsýslukæru til félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins vegna miðlunartillögunnar og krefst þess að hún verði felld úr gildi. Þess er krafist að réttaráhrifum miðlunartillögunnar verði frestað meðan að stjórnsýslukæran er til meðferðar.

30. janúar 2023

Félagsmenn Eflingar á Íslandshótelum samþykkja verkfall.

31. janúar 2023

Eflinga ítrekar kröfu sína um að fá afhent gögn og upplýsingar um samskipti ríkissáttasemjara í aðdraganda þess að miðlunartillagan var lögð fram.

31. janúar 2023

Efling ítrekar kröfu sína til félags- og vinnumarkaðsráðherra um að réttaráhrifum miðlunartillögunnar verði frestað meðan stjórnsýslukæra er til meðferðar.

31. janúar 2023

Samninganefnd Eflingar samþykkir að boða til verkfalla félagsmanna á Berjaya hótelkeðjunni, á Reykjavík Edition hótelinu, hjá vörubifreiðastjórum Samskipa og hjá starfsmönnum Oludreifingar og Skeljungs.

31. janúar 2023

Atkvæðagreiðslur um verkfallsboðanir hefjast og eiga að standa til klukkan 18:00 7. febrúar. Ef þær verða samþykktar hefjast verkföll 15. febrúar.

31. janúar 2023

Samtök atvinnulífsins stefna Eflingu fyrir félagsdóm vegna niðurstöðu atkvæðagreiðslu um verkfall á Íslandshótelum.

31. janúar 2023

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki taka efnislega afstöðu til miðlunartillögu ríkissáttasemjara.

31. janúar 2023

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sendir forsætisráðherra bréf þar sem hún óskar eftir fundi og að forsætisráðherra deili með henni þeirri ráðgjöf sem hún segist hafa fengið um að miðlunartillaga ríkissáttasemjara sé lögleg.

3. febrúar 2023

Stefna Samtaka atvinnulífsins fyrir félagsdómi tekin til meðferðar.

3. febrúar 2023

Málflutningur fer fram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur um aðfararkröfu ríkissáttasemjara á hendur Eflingu.

Kjósa
34
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • S
    skalp skrifaði
    Þessi umfjöllun virðist fyrst og fremst byggð á samskiptum við formann Eflingar. Mótrök annarra aðila málsins ekki tíunduð.
    -2
  • Rögnvaldur Óskarsson skrifaði
    Gott hjá Sólveigu Önnu að kalla Katrínu Jakobs á teppið og krefjast skýringa á orðum hennar um sérfræðinga í miðlunartilögum.
    2
  • Svokallaður sáttasemjari hefur ekkert boðvald yfir Eflingu og skipanir hans um afhendingu gagna í eigu Eflingar eru fullkomlega marklausar. Svo er það Efling sem á að bera samþykktir, tillögur, samninga, ofl. undir sína félagsmenn en ekki einhver sjálfskipaður einræðisherra úti í bæ.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Kjaradeila Eflingar og SA

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár